— GESTAPÓ —
Melkorkur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/04
Tilraun nr. 1

Ég vona að Enter líki (og á þeim nótunum, lesi yfirhöfuð)

Það hvarflaði að mér ein pæling hér um daginn. Ég var einfaldlega að skoða Gestapóið góða, sem og lesbókina, þegar ég fór að hugsa um allan þennan húmor sem hér á lútnum einum býr.
Kannski hafa fleiri hugsað á sömu nótunum, hvað það sé til mikill húmor í heimnum, en ég hugsa frekar, hvernig ætli húmorinn verði eftir kannski 50-100 ár? Þá verð ég vonandi dáinn og grafinn. Verða þessi gríðarlega fyndnu uppistönd sem ég á hér á tölvunni minni bara gamaldags sori, og brandar eins og "fokk" verða þá klassík?
Ég held það. Ég held að einn góðan veðurdag á mannkynið bara eftir að verða algjörlega uppiskroppa með þennan fína húmor sem t.d. ríkir hér á lútnum, og eigi þá eftir að hlægja að gríðarlega fáránlegum hlutum. Til dæmis

,,Maður gengur inn á bar. Hann sér grábrúnóttann fölbleikan sniðgenginn hest liggjandi á barborðinu. Maður borðaði hestinn!"´

Ég held í alvörunni að húmor í framtíðinni verði eitthvað á þessa leið. Ég held að þessi bölvaði ,,ohh, ég er svo flippaður/uð" húmor eigi endanlega eftir að ríða okkur að fullu, og einu brandarar sem sagðir verða, eiga eftir að vera eitthvað á þessa leið

,,Indverjar eru grasætur, en við erum Indverjaætur!"

Ég vona það innilega að hvað það framhaldslíf sem bíður mín eftir dauðann sé alls ekki svona. Frekar kýs ég að lesa alla brandara Baggalúts aftur og aftur, heldur en að verða eins og framtíðin á eftir að verða.

Höldum svo lútnum fyndnum, í guðanna bænum.

   (9 af 21)  
2/12/04 09:02

Fíflagangur

,,Indverjar eru grasætur, en við erum Indverjaætur!"

Muhahahahahah
*tekurbakföllogskellirsérálær*
muahhhahahhahahaaaa

2/12/04 09:02

Hermir

Gingangilligilli... viltu vera dáinn eftir 50 ár? Það er naumast þér liggur á. Ég er að hugsa um að lifa í það minnsta í svona 75 ár í viðbót. Fá eitthvað fyrir þennan one-way ticket sem lífið er.

2/12/04 09:02

Enter

Mun skárra. Sko þig.

Já og Indverjaskrýtlan gæti hæglega slegið í gegn á heimsvísu.

2/12/04 09:02

Melkorkur

Þakka

En þó er mér spurn hveru langt megi ganga í alvöruleikanum í þessumfélagsritum?

Það er alltaf sú hætta að maður verði lagður í einelti ef maður fer að skrifa einhverja gríðarlega tilfingavellinga í formi félagsrita. Eða skiptir það kannski engu máli?

2/12/04 09:02

Enter

Það er skárra en að ég taki þig upp á eyrunum, trúðu mér.

2/12/04 09:02

Melkorkur

Ég trúi þér. Þá skrifa ég bara það sem mér og sýnist

2/12/04 09:02

Skabbi skrumari

Þetta voru gríðarlega fyndnir brandarar... vonandi verð ég enn á lífi eftir 50 ár... Skál

2/12/04 10:00

Ívar Sívertsen

Iss, Skabbi, við ætlum að vera á sama elliheimili er það ekki... þar sem ákavítisísskápurinn er?

Melkorkur:
  • Fæðing hér: 21/11/04 23:24
  • Síðast á ferli: 29/11/06 20:01
  • Innlegg: 1
Eðli:
Melkorkur er mest megnis blár þessa dagana, en sást nýlega til hans í för rauðs broskalls. Melkorkur er bundinn.
Fræðasvið:
Hann er með BA-próf í geirum, stúdent í dönsku og þjóðhagfræði, sem og margvíslegar listir hans á skriffærum.
Æviágrip:
Hann átti erfiða daga þegar hann var að alast upp. Hann var neyddur með í ránsferðir víðsvegar um Evrópu með feðrum sínum og móður, þeysandi um í knerrum og langskipum. Hann lærði ungur að aldri að fara með geir, og fáir hafa komist jafn langt í þeirri list að fara með geir og hann.
Melkorkur er ásatrúar.