— GESTAPÓ —
Gröndal
Nýgræðingur.
Dagbók - 8/12/04
Áhöfnin á Halastjörnunni

Er alvöru íslensk sjómennska ennþá til staðar?

Gylfi Ægisson samdi einn merkasta sjómannaslagara fyrr og síðar sem að lýsir svo sannarlega hugsjónum sjómanna fyrr á tíðum. Í dag eru sjómenn á risavöxnum frystitogaraflykkjum sem að prýða öll helstu nútímaþægindi mannsins. Menn fiska eigi lengur fyrir fósturjörðina, heldur fyrir peninga.

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.
Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Líf okkar allra og limi hann ber
langt út á sjó, hvert sem hann fer.

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á .
Stormar og sjóir því grandað ekki fá.
Við allir þér unnum þú ást okkar átt
Ísland nú nálgumst við brátt.

Ísland, gamla Ísland ástkær fósturjörð
við eflum þinn hag ,hvern einasta dag.
Í stormi og hríð, hvert ár alla tíð.

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á
sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Íslandið stolt upp úr öldunum rís
eyjan sem kennd er við ís.

   (1 af 9)  
8/12/04 10:01

Albert Yggarz

Þett er söngur fyrir alla blútara ekki sjómenn.
Hakuchi lifi enn lengur og fræði okkur enn meir.

8/12/04 10:01

Hakuchi

Takk Albert minn.

[Leiðir Albert aftur inn á elliheimilið]

8/12/04 12:00

voff

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.
Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Þorska og ýsur og þara hann dró
þar upp úr sjó, hver fiskur dó.

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.
Stormar og sjóir því grandað ekki fá.
Kvótanum unnum vér allir sem einn
Ísa lands drekkingarsteinn.

Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð.
Við herjum á haf, hvern einasta dag.
þar fá engin grið, vor fiskveiðimið.

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.
Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Af fiskveiðum stolt er hin íslenska þjóð
hér fæst brátt ei einasta kóð.

Gröndal:
  • Fæðing hér: 21/11/04 01:02
  • Síðast á ferli: 4/12/10 16:03
  • Innlegg: 1
Eðli:
Ég er fyrrverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Fræðasvið:
Þýskufræðingur og gyðingur.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn á Hveravöllum, þar sem að faðir minn var landvörður. Því umgekkst ég mikið af ferðamönnum, þá helst Þjóðverja sem að útskýrir einstaka þýzku kunnáttu mína sem og áhuga minn á sögu Þýskalands.