— GESTAPÓ —
Gröndal
Nýgræðingur.
Dagbók - 5/12/04
Samræmd grey

Þessi bölvuðu samræmdu próf tröllríða öllu

Það lá við hlátri er ég át morgunverð minn í fyrradag við lestur á Fréttablaðinu. Þar var á forsíðu neðst grein um að samræmda prófið í Stærðfræði hefði verið frábrugðið því sem Námsmatsstofnun hafði áður upplýst stærðfræðikennara um að það myndi verða. Svo var viðtal við einhvern karlskrögg hjá Námsmatsstofnun og einhver innskot frá kennaradrós við einn okkar skitna almenningsskóla.

Alltaf eftir hverja einustu prófarunu samræmdra prófa á vorin hafa kennarar eitthvað til að setja útá sem að nemendur þeirra geta tekið inná sig til að nota í blekkingu sinni til að réttlæta t.d. slæmt gengi þeirra á einhverju tilteknu prófi. Þetta sé allt vondu köllunum hjá Námsmatsstofnun að kenna. Nóg er komið af slíkri þvælu og það er kominn tími til að félagsmiðstöð reykjavíkur grípi í taumana á þessum málum og hafi aga á starfsfólki sínu í grunnskólum borgarinnar.

Samræmdu prófin eru merkileg próf fyrir hvern og einn sem að tekur þau en það þýðir ekki að við hin viljum vita allt um þau og gengi fólks í prófunum. Þvert á móti. Mér þætti þægilegast ef þessar samræmdu gelgjur gætu deilt einhverju lokuðu spjallborði þar sem það gæti fengið útrás og uppreisn æru gagnvart hvort öðru. Löngum hefur það víst verið vinsælt að besservissera hvort annað eftir próf. Ég vill hins vegar ekki sjá neinn vott af slíku. Ég hef nú þegar verið samræmdur og tilheyrir það fortíðinni er ég tók sjálfur þessi próf, hvers vegna ætti ég að þurfa að þola þetta allt saman óbeint aftur?

   (5 af 9)  
5/12/04 14:00

Ívar Sívertsen

Samræmd Schmamræmd! Það á að leggja svoleiðis ófögnuð af!

5/12/04 14:01

Afnám Þrælahalds

Meh, annars myndu afkvæmi skólastjóra vera gáfaðasta fólkið (á pappírum). Samræmd próf eru mikilvæg til að koma í veg fyrir almenna spillingu (einn drengur í skólanum mínum sem fékk 10 í kennaraeinkunn því hann var sonur bæjarfulltrúans (í kópavogi auðvitað), hann fékk 6 á samræmdu prófunum eftir þeim heimildum sem ég hef) og hórdóm.

Gröndal:
  • Fæðing hér: 21/11/04 01:02
  • Síðast á ferli: 4/12/10 16:03
  • Innlegg: 1
Eðli:
Ég er fyrrverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Fræðasvið:
Þýskufræðingur og gyðingur.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn á Hveravöllum, þar sem að faðir minn var landvörður. Því umgekkst ég mikið af ferðamönnum, þá helst Þjóðverja sem að útskýrir einstaka þýzku kunnáttu mína sem og áhuga minn á sögu Þýskalands.