— GESTAPÓ —
Gröndal
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 4/12/04
Níkól Kristmann í fínu formi

Ég á það til að skreppa í Nýja Bíó

Á föstudaginn áskotnaðist mér aur, sem að ég kaus að eyða í áfengi og vændiskonur. Nei! Bara að gantast enda er ég tryggilega giftur maður og myndi aldrei leggja hjónaband mitt í slíka hættu. Ég hringdi í æskuvin minn í gegnum fastlínusíma og samþykkti hann boð mitt um að kíkja á Túlkinn þar sem að Nicole Kidman fer með aðalhlutverkið. Reyndist myndin vera feykigóð og veitti hún manni skemmtilega innsýn á þing Sameinuðu Þjóðanna.

Ef að SÞ myndi halda keppni á milli landa í tillögum og hugmyndum að friðarsáttum eða annarra áætlana til að bæta ástand heimsins myndi ég halda með Norður-Kóreu.

   (9 af 9)  
4/12/04 17:02

Haraldur Austmann

Hvernig getur áfengi og vændiskonur eyðilagt hjónaband? Furðulegt.

4/12/04 17:02

Ívar Sívertsen

núll stjörnur?

4/12/04 17:02

B. Ewing

Nýja Bíó? [Þykist vera alger Reykjavíkurmiðborgarrotta]

4/12/04 17:02

Skabbi skrumari

Norður-Kóreu?

4/12/04 18:00

Limbri

Þetta þóttu mér góð gamanmál.

-

4/12/04 18:01

Gröndal

Ég er ekki alveg búinn að ná tökum á þessu kerfi svo ég óvart gaf myndinni 0 stjörnur, þótt hún eigi skilið 4 af 5!

4/12/04 18:01

Skabbi skrumari

Þess má geta að þú getur leiðrétt félagsritið... farðu í Þín skrif, smelltu á félagsritið, leiðréttu, ýttu á uppfæra... skál

5/12/06 21:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið.

5/12/07 21:00

Álfelgur

Hammó rammó!

Gröndal:
  • Fæðing hér: 21/11/04 01:02
  • Síðast á ferli: 4/12/10 16:03
  • Innlegg: 1
Eðli:
Ég er fyrrverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Fræðasvið:
Þýskufræðingur og gyðingur.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn á Hveravöllum, þar sem að faðir minn var landvörður. Því umgekkst ég mikið af ferðamönnum, þá helst Þjóðverja sem að útskýrir einstaka þýzku kunnáttu mína sem og áhuga minn á sögu Þýskalands.