— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Saga - 1/11/07
Kvöldið áður

Þegar hann vissi af sér lá hann í rúmi. Rúmið var öðruvísi en hans gamla rúm sem beið eftir honum í kjallaraherberginu á Dunhaga. Þetta rúm var mýkra og rúmfötin hreinni en hann átti að venjast. Hann kveið þess að þurfa að opna augun og fann hvernig hausverkurinn stigmagnaðist. ,,Hvað gerðist eiginlega í gær", hugsaði hann. Augun voru rauð og þrútin og hann fann fyrir eymslum þegar hann opnaði þau. Maðurinn leit í kringum sig og þekkti ekki herbergið sem hann var í. Þetta herbergi var töluvert minna en hans eigið. Síðar gardínurnar sáu til þess að lítil sem engin birta komst inn.
Maðurinn kveikir ljós og áttar sig á því að hann er staddur á hótel herbergi. ,,Afhverju er ég einn hérna og hvar er ég", hugsaði hann með sér þegar hann stóð á fætur.
Hann leit að borðinu sem stóð við rúmið. Þar var hvítur sími og lítill miði sem bauð hann velkominn á hótelið á þremur tungumálum. Maðurinn stóð upp og gekk að glugganum. Gardínurnar voru þykkar og vandaðar. Hann dró þær frá og leit út. Fyrir utan sá hann að borgin var vöknuð en þetta er ekki sú borg sem hann þekkir. Þetta er ekki Reykjavík.
Hann finnur fyrir stingandi verk í höfðinu og sest niður á rúmið og starir á borgina sem bíður eftir honum fyrir utan.
Hann tekur upp símtólið og ýtir á núll. ,,Front desk" segir djúp karlmanns rödd. Maðurinn spyr á ensku hvar hann er. Djúpa röddin svarar með því að gefa upp götunafn. Maðurinn spyr þá aftur hvar hann sé, í hvaða landi. Röddin hikar um stund og segir með þvoglumæltum hreim ,,Danmark".
Hann leggur frá sér símtólið og reynir að rifja upp kvöldið áður....

   (4 af 10)  
1/11/07 12:01

Fergesji

Eigi myndum vér vilja lenda í þessu eftir árshátíð.

1/11/07 12:01

Kiddi Finni

Biddu bara uns þú sérð Visa-reikninginn...

1/11/07 12:01

Huxi

Maður hefur nú heyrt af þessu... En ekki lent í þessu sjálfur, - ennþá.

1/11/07 12:02

Skabbi skrumari

Svona kemur fyrir á bestu bæjum... Skál...

1/11/07 12:02

krossgata

Er þetta útrásarvíkingur?

1/11/07 12:02

Altmuligmanden

Þetta er alzheimer.

1/11/07 13:01

Hóras

Úff - það er rétt Fergesji, ekki væri þetta góð leið til að vakana eftir árshátíð
En verra gæti verið að vakna svona á árshátíðardag - engin trygging fyrir því að komast heim í tæka tíð

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.