— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Er Frelsi í raun frelsi?

Ég er einn af þeim sem láta blekkja sig og trúa þeirri vitleysu að út af einhverjum ástæðum sé hagstæðara að vera með svo kallað GSM-Frelsi. Ég tók fyrstu spor mín í GSM notkun þegar ég var um þrettán - fjórtán ára gamall og byrjaði ég þá með áskrift. Ég passaði mig á því að vera ekki að nota símann um of en með tímanum jókst notkunin. ( Tel ég þetta vera svipað með unga ökumenn, þeir passa sig á því að halda sig á löghraða, byrja svo að gefa í og lenda í árekstri og róast svo á ný ).
Ég hef einmitt farið í gegnum þessi stig, þ.e. ég byrjaði rólega, fór svo að ,,gefa í" og að lokum kom að því, ég lenti í árekstri. Áreksturinn lýsti sér svo að á mínu öðru ári sem GSM notandi fékk ég reikning upp á 40.388kr. Það er ákætis upphæð fyrir ungan dreng, sem ég var þá.
Ég tók mig því til og skipti úr áskrift yfir í Frelsi og hef ég haldið mig við það. Ég veit eiginlega ekki afhverju eða hvernig ég fékk þá hugmynd að Frelsi væri eitthvað ódýrara en hitt. Sennilega afþví að maður á að geta ,,stjórnað" eyðslunni. En svo er ekki með mig. Í raun má segja að ég sé ekki lengur ,,dílerinn" fyrir sjálfan mig ( sem ég var áður, með því að hafa reikning ) því nú er ég í raun orðinn eins og hinn versti fíkill.
Ég vakna þreyttur og hálf þunnur á morgnana og kvíð þess að fá SMSið frá Símanum. Allir fíklar Símans vita hvaða SMS ég á við, SMSið sem segir ,,Inneign þín er minni en 100kr" Um leið og ég les það fyllist ég hræðslu. Hvað ef ég þarf að hringja? Hvað ef ég þarf nauðsynlega að senda SMS? Hvað þá?!
Ég stekk því iðulega upp í bílinn og fer að hitta næsta götu díler, sem getur veitt mér það sem mig vantar, getur veitt mér þá góðu tilfinningu að geta sent SMS.
Ég held að Frelsi sé veiki hlekkur lata mannsins. Maðurinn sem nennir í raun ekki að fylgjast mikið með eyðslu sinni en telur sig þó vera að spara með því að vera í inneign.
Því spyr ég, er maður í mínum sporum ekki að spara aurinn og fleygja krónunni með því að vera með GSM-Frelsi? Ég tel svo vera. En afhverju geri ég ekkert í því? Afhverju læt ég þetta yfir mig ganga? Afhverju fer ég ekki í næstu verslun Símans og skipti aftur yfir í áskrift? Svarið er einfalt að ég tel. Í fyrsta lagi nenni ég ekki að vera að fara þangað og bíða í guð veit hvað langan tíma eftir afgreiðslu og í öðru lagi þá er ég hræddur við að sjá hversu mikið ég er að eyða. Hræðslan við að fá reikninginn sendan heim á ný. En er e.t.v. hægt að gera þetta símleiðis? Það held ég ekki og þó að svo væri, þá þýðir ekkert að hringja í Símann. Það eina sem maður græðir á því að hringja í Símann er að reglulega kemur rödd í hlustina og segir ,,Þú ert númer tuttuguogátta í röðinni".

   (7 af 10)  
2/11/03 18:00

Galdrameistarinn

Var með frelsi, breytti í áskrift og líf mitt breyttist til batnaðar. Reikningar? einhverjir þúsundkallar á mánuði.

2/11/03 18:00

bauv

Á ekki gsm óþarft rusl.

2/11/03 18:01

Heiðglyrnir

Munurinn á frelsi og áskrift er eins og munurinn á debet og kredit korti, í öðru tilvikinu ertu að eyða því sem að þú átt og í hinu því sem að þú hefur von um að eignast/eiga á tilsettum tíma. Hér skal látið ósagt hvort er betra, en aðal frelsið snýst um að geta valið.

2/11/03 18:01

Hakuchi

Það er nú meira sem þið getið blaðrað í þessi skrapatól.

Þið eruð eins og verstu kjaftakellingar.

2/11/03 18:02

Limbri

Já, Hakuchi sagði allt sem segja þarf.

En ég vil samt bæta við, að ég hef aldrei haft frelsi (myndi ekki einu sinni treysta mér í að fylla á svoleiðis kerfi) og sá allra stærsti reikningur sem ég hef fengið var 3.900 kr. Sá sem kemur næstur á eftir honum var 3.100. (800 kr. er mikið þegar tölurnar eru ekki hærri en þetta.)

En ég held að margir af þeim sem eru að fá þessu háu reikninga séu þeir sem láta hórast með sig á þann hátt að þeir taka við svokallaðri "símbeiðni". Það er að segja, í þá er hringt, skellt á og svo "þurfa" þeir að hringja til baka. Þetta læt ég aldrei blekkja mig í. Ef það er ekki móðir mín eða faðir sem gera þetta, þá bara hreinlega hringi ég ekki til baka. Menn tapa stórum fjárhæðum í svona "símbeiðnum".

... kjaftakellingar... öll sem eitt.

-

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.