— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/10
Sagan af því þegar leyndarmálin týndust endanlega

Húsið var mannlaust, eins og það hafði verið undanfarna mánuði. Fáir höfðu skoðað húsið en enginn kaupandi hafði gefið sig fram. Sem var synd, því þetta var sögulegt hús, fallegt hús, og myndi gjarnan vilja hýsa góða fjölskyldu. Helst forvitna fjölskyldu, sem myndi finna gömlu stílabókina í kjallaranum. Ó, öll leyndarmálin sem þessi stílabók hafði að geyma!
Þó húsið væri mannlaust var það ekki með öllu líflaust. Það er alls staðar líf á vorin. Stærðarinnar humla hafði náð að pota sér inn um rifu á einum kjallaraglugganum, en nú vildi hún aftur út í sólskinið. Hún lamdist aftur og aftur í glerið og í öllum látunum rakst hún utan í blýantsstubb sem hafði fengið að rykfalla í gluggakistunni. Blýanturinn rúllaði niður á steinsteypt þvottahúsgólfið og skoppaði alla leið að hálfstíflaða niðurfallinu, þar sem honum tókst einhvern veginn, fyrir undarlega tilviljun (og eiginlega eins og í teiknimynd), að stingast á ská ofan í eitt gatið á gömlu ristinni. Kraninn fyrir ofan lak taktfast: Drip-drip-drip, en nú hafði niðurfallið ekki undan lengur, því það hafði misst eina gatið sem virkaði almennilega. Lítill pollur hóf að myndast undir krananum. Pollurinn stækkaði smám saman og þegar hann var farinn að þekja fjórðung gólfflatarins hafði humlan örmagnast í glugganum, lagst á bakið og gefið sig örlögunum á vald.

   (1 af 32)  
5/12/10 17:01

Billi bilaði

Ætli blýanturinn fljóti upp áður en húsið fyllist?

5/12/10 17:01

Offari

Ertu nokkuð búin að týna kakouppskriftini?

5/12/10 17:02

Grágrímur

Þannig að núna munum við aldrei vita hvað er í leyniefninu.

5/12/10 18:00

Regína

Ef mig vantaði hús, myndi ég spyra hvar þetta væri.
Skemmtilega skrifað.

5/12/10 18:01

Huxi

Þetta er skemmtileg saga. Leitt þó að humlan skildi lenda á valdi örlaganna. Það er eitthvað svo Rauðuseríulegt.

5/12/10 19:00

Ívar Sívertsen

ha?

5/12/10 19:02

krumpa

Flott saga

5/12/10 23:01

Vladimir Fuckov

Eina leiðin til að endurheimta leyndarmálið er að nota tímavjel [Ljómar upp].

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.