— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Dagbók - 9/12/07
Blokkflauturaunir II

Fyrir rétt tćpum ţremur árum barmađi ég mér yfir ţví ađ finna ekki gömlu Yamaha-blokkflautuna mína. Fyrir vikiđ ţurfti ég ađ senda Prímadonnu í tónlistarskólann međ gömlu Aulos-flautuna, sem ég áleit ekki geta gengiđ upp til langframa.

Prímadonna blessunin gat notađ Aulos-flautuna, ţađ var ekki máliđ. Svo kom ađ ţví ađ blessuđ flautan gaf sig (les. brotnađi vegna illrar međferđar) og enn var leitađ ađ Yamaha-flautunni. Ekki gekk ţađ, og ný flauta var keypt.

Fyrir ári síđan var Prímadonna hćtt ađ spila á flautu, búin ađ fćra sig yfir í fiđludeildina (kannski á hún eftir ađ lćra ađ kveikja í eins og Neró?) en Díva litla tók viđ flautunni og flautuspilinu.

Núna fyrir stuttu, passlega ţegar Díva er hćtt flautinu og farin ađ stunda klofgígjustrok, hvađ haldiđ ţiđ ađ ég hafi fundiđ inni í skáp, ofan í körfu međ gömlum hljóđfćrum? Jah, ekkert annađ en gömlu Yamaha-flautuna mína! Ég sem var búin ađ leita ađ henni dyrum og dyngjum og sérstaklega ţarna í ţessari tilteknu körfu í skápnum.

Niđurstađa: Álfarnir í hrauninu senda líka börnin sín í tónlistarskóla til ađ lćra á blokkflautur. Ég kann ţeim bestu ţakkir fyrir ađ skila flautunni, hún er mér afar kćr.

   (4 af 32)  
9/12/07 17:02

Álfelgur

Já ţađ var lítiđ...

9/12/07 17:02

Garbo

Kannast viđ svipuđ tilfelli nema hvađ ţađ eru oftast verkfćri sem hverfa tímabundiđ. Ţessir álfar hafa greinilega nóg ađ gera.

9/12/07 17:02

Ívar Sívertsen

Ţetta er nefnilega ástćđan fyrir ţví ađ mig langar í kontrabassa!

9/12/07 17:02

Útvarpsstjóri

Vćri flygill ekki öruggari, eđa jafnvel pípuorgel?

9/12/07 17:02

Tigra

Ţetta blessađa huldufólk fćr ţó ekki alltaf hlutina lánađa á heppilegum tíma.

9/12/07 17:02

Jóakim Ađalönd

Látum börnin lćra á pípuorgel. Ţá týnist ţađ aldrei. Ég lofa!

Til hamingju međ ađ hafa fundiđ flautuna ţína, fiđrađa kakónorn...

9/12/07 17:02

Upprifinn

álfarnir hérna stálu einu sinni jólatrésfćtinum, einmitt yfir jólin, frekar mikiđ vesen. Fjandans álfar. [starir ţegjandi út í loftiđ.]

9/12/07 17:02

Günther Zimmermann

Ég var ađ tapa sokki í ţvotti. Hlýtur ađ vera skylt.

9/12/07 17:02

Aulinn

Klofgígjustrok? Hversu lítil er Diva litla?

9/12/07 18:00

Ívar Sívertsen

Ha? Hún er 8 ára og fyrir ţá sem ekki skilja fćreysku ţá er klofgígjustrok sellóleikur.

9/12/07 18:00

Hvćsi

Ţađ er ekki seinna vćnna ađ láta ţćr hafa gítar og verđa svona fyrir 12 ára !
http://www.youtube.com/watch?v=RZzaHi-5lk0
Ţessi er einmitt 12 ára...

En til lukku međ ađ finna flautuna... vertu samt pínu fegin ađ hún gaf sig ekki af illri međferđ einsog aulos-in...

9/12/07 18:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Svona er ţetta međ blokkflauturnar – ţćr eiga ţađ til ađ blokkera sig frá umheiminum á óheppilegustu tímum... [Starir flautandi út í loftiđ]

9/12/07 19:01

krossgata

Mikiđ er ánćgjulegt ađ blokkflautan kom í leitirnar, mínum hefur enn ekki veriđ stoliđ. En hvernig er ţađ međ ţessa álfa, geta ţeir ekki komiđ sér upp eigin hlutum?

En ţetta međ ađ tapa sokkum í ţvotti held ég ađ álfar séu alveg saklausir af, ţađ er líklega 8. víddin sem er sokkavíddin sem sogar til sín staka sokka á ólíklegustu tímum.

9/12/07 19:01

Villimey Kalebsdóttir

Blessađir álfarnir vilja líka lćra á flautur!! Annars eru ţeir alltaf ađ stela einhverju af mér líka.

En gott ađ hún fannst. [Ljómar upp]

9/12/07 20:01

Skrabbi

Afar persónuleg og falleg mynd úr reynsluheimi sannrar listakonu. Kćrar ţakkir!

1/11/07 01:00

Skreppur seiđkarl

Ég var einmitt ađ spá í ţví sama og Aulinn. Klofgígjustrok er örugglega asnalegasta orđ sem ég hef heyrt tengt hljóđfćraleik. "Fyrir ţá sem ekki skilja fćreysku..." - ég get lesiđ flest orđin sem lík eru íslensku en sum orđ, einsog Klofgígjustrok eru mér óskiljanleg sem kínverska, enda eru fćreyingar klikk. Ţeir vilja nú samt lána okkur pening vaxtalaust.

1/11/07 09:00

Fergesji

Hamingjuóskir međ ţađ, ađ hún Díva litla skuli hafa fundiđ hiđ sanna hljóđfćri, hvers tónsviđ liggur svo nćrri mannsröddinni (í ţađ minnsta í vorum međförum).

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.