— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Gullna heimilisreglan

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, í kjölfar ýmissa skemmtilegra rita um karla og konur.

Í upphafi sambúðar okkar Ívars reyndi ég, skiljanlega, að setja honum reglur. Fyrst um sinn gilti reglan "Hexia ræður og hefur alltaf rétt fyrir sér nema annan í jólum" (eða einhver önnur dagsetning, man það ekki svo gjörla).

Svo kom að því að Íbbi fór að ybba sig, og heimtaði að hann mætti ráða. Það var sjálfsagt mál og nú gildir þessi einfalda regla:

Ívar fær að ráða öllu nema einu. Þetta eina er að ég ræð hvenær Ívar ræður.

Einfaldara getur það ekki verið!

   (9 af 32)  
1/12/06 17:01

Dula

Svalt. Örugglega hið fullkomna samband.

1/12/06 17:01

Dýrmundur Dungal

Er þetta einhver ræðukeppni? {klórar sér hugsandi í hægri hupp]

1/12/06 17:01

Sæmi Fróði

Á mínu heimili lætur frúin mig halda að ég ráði öllu og heldur mér þannig ánægðum, en hún veit það þó ekki að það er ég sem ræð öllu, að ég held.

1/12/06 17:01

krossgata

Þetta er náttúrulega snilld sú er flestar konur nota, sumar ómeðvitað og er það síður fullnægjandi fyrir þær. Einstaka karlmenn hafa gert sér grein fyrir að svona er raunveruleikin og raunverulega í pottinn búið. Sýnist mér þeir karlmenn hamingjusamari en hinir.
[Leiftrar af speki]

1/12/06 17:01

krumpa

Frábær regla
Trikkið er samt að láta þá halda að þeir ráði. Þannig leik ég kúguðu konuna við öll tækifæri: ,,þú mátt bara ráða, ástin..." og svo set ég upp SVIPINN. Ég fæ mitt, hann veit ekkert af hverju hann komst að þessari niðurstöðu - en hann veit að hann fékk að ráða... Allir glaðir og ÉG RÆÐ!

1/12/06 17:01

Dýrmundur Dungal

En hvað er fengið með því að ráða? Er það víst að sá sem ræður sé eitthvað gáfaðri en hinn. Svo er sagt: sá vægir sem vitið hefur meira.

1/12/06 17:01

Offari

Ég ræð á mínu heimili.. ég að minsta kosti held það.

1/12/06 17:01

krumpa

Þetta snýst ekki um að vera gáfaður!!! Þetta snýst um að RÁÐA! Og það er svo gaman...

1/12/06 17:01

U K Kekkonen

Krumppa það er eimmit það sem ég geri, læt frú Kekkonen halda að hún ráði.

1/12/06 17:01

Nermal

Ég er single.......

1/12/06 17:01

Blástakkur

Af hverju fariði ekki til mannanafnanefndar og látið breyta nöfnunum ykkar í Ráðhildur?

1/12/06 17:01

krumpa

Það er ekki gert hjá mannanafnanefnd kjáni....Ráðhildur er gott og gilt nafn og ekkert mál að breyta hjá hagstofu/þjóðskrár batteríinu ef maður vill...

1/12/06 17:01

krossgata

Ég persónulega kann ágætlega við mitt nafn og er í góðu sambandi við mína stjórnarfarslegu hlið og þarf því ekki að auglýsa hana með nafni mínu.
[Dæsir af ánægju]

1/12/06 17:02

Blástakkur

Úps... er ellin byrjuð að stríða manni strax! Ó mig auman.

1/12/06 17:02

Blástakkur

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Fyrrnefndur málsháttur útskýrir síðan hvernig flestir karlmenn fara að því að komast undan ráðríkinu.

1/12/06 17:02

dordingull

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Góður! Sé að Nermal er að læra þetta líka.
Eina ráðið er að koma þeim alltaf út fyrir hádegi.

1/12/06 17:02

Bangsímon

Mér finnst þetta fín regla, fyrir utan ástandið þegar Ívar ræður ekki, því ef þú ræður engu þá ræður enginn þegar Ívar ræður ekki! Það myndast bara einhverskonar holrúm í ákvörðunum líklega, allir stara út í loftið eins og geðsjúklingur í meðferð frá 1850. Allaveganna þangað til þú segir "Jæja ok, þú mátt ráða."

1/12/06 17:02

Tina St.Sebastian

Er það ekki eins og í gömlu skrýtlunni: Hún sér um minni mál eins og innkaup, fjármál, börn og bíl, og ég um þessi stærri...kjarnorkumál, Sameinuðu Þjóðirnar, hungur í heiminum...

1/12/06 17:02

Ívar Sívertsen

Ekki vissi ég að þetta væri það sem kallað er að vera ráðsettur... Annars þá veit Hexia ekki að hún heldur að hún ráði hvenær ég má ráða en þá geri ég líkt og Krumpa, set upp SVIPINN [draugaleg tónlist hljómar og þrumur og eldingar fara á stjá]

1/12/06 17:02

Hakuchi

Æ, þessi karl/konu spekúleringar...mig langar í klaustur.

1/12/06 18:00

Upprifinn

Hver ræður á mínu heimili?
Fyrst ræð ég og svo hún.

1/12/06 18:00

Mikki mús

Ertu konan hans Ívars eða hvað?

1/12/06 18:00

Jóakim Aðalönd

Laaaaaaaaaaaaang bezt að vera bara einn. Þá eru allar vangaveltur um hver á að ráða óþarfar.

Skál!

1/12/06 18:01

Van Horn

Á mínu heimili er þetta þannig að ég ræð í stóru málunum en konan þeim litlu. Öll mál eru síðan lítil.

1/12/06 18:01

Jarmi

Jarmi rúlar!

2/12/06 00:01

Ísdrottningin

Ég ræð því sem ég vil ráða.

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.