— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Um nöfn og persónur

Lítil hugleiðing

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig á því standi að við tengjum ákveðin nöfn við persónur. Þegar við Ívar vorum að velja nöfn á dætur okkar þurftum við að útiloka nokkur nöfn vegna þess að þau minntu annað okkar á einhverja leiðinlega eða óviðfelldna manneskju.

Samt sem áður er það svo að hægt er að þekkja tvær gjörólíkar persónur undir sama nafni, en tengja nafnið á góðan hátt við góðu manneskjuna og á vondan hátt við þá óviðfelldnu. Ég er viss um að lesendur kannast við slík tilvik úr sínum eigin reynsluheimi ef þeir grafa eftir því.

Nú vill svo til að ég er að lesa bók sem heitir Sagnfræðingurinn, eftir Elizabeth Kostova. Alveg hreint ágæt bók, að minnsta kosti sá hluti hennar sem ég er búin að lesa. Þessi bók er um Drakúla, sem hét réttu nafni Vlad Tepes og var til í raunveruleikanum, þótt engum sögum fari af blóðsuguhæfileikum hans. Blóðþyrstur, já, en engin vampíra.

Nú verð ég að viðurkenna svolítið, og kannski eiga allir eftir að hía á mig en það verður bara að hafa það.

Málið er að í allan þennan tíma sem ég hef dvalist hér á Gestapó, hef ég aldrei - segi og skrifa aldrei - tengt gælunafn forseta okkar við þennan blóðþyrsta, ljóta blett á sögu austur-Evrópu. Barasta aldrei.

Það tók mig tæpar 300 blaðsíður af bók Kostovu til að fatta þetta. Já, ég veit. Ég er sein að fatta. Haha.

En þetta sannar hins vegar það sem ég greindi frá hér að ofan. Við tengjum góðar hugsanir við nöfn góðra persóna en vondar hugsanir við nöfn hinna verri. Að vera eða vera ekki Vlad - það fer eftir því um hvorn Vladinn við tölum. Því þrátt fyrir ómældan og jafnvel yfirþyrmandi áhuga forseta vor á kjarna- og gjöreyðingarvopnum, þá finnst mér hálfnafni hans, Tepes, milljón sinnum blóðþyrstari. Og eftir því óviðfelldinn.

Að þessu sögðu langar mig að skála í fagurbláum drykk. Heill þér, Vlad! (-imir Fuckov, fyrir ykkur sem eruð í vafa)

   (10 af 32)  
31/10/05 23:02

Offari

Ég fæ alltaf kakólöngun þegar ég heyri þitt nafn.

31/10/05 23:02

Siggi

Ertu ekki hættur

31/10/05 23:02

Don De Vito

Skál fyrir forsetanum! [Vonast eftir því að fá frían fagurblaán drykk]

31/10/05 23:02

Vladimir Fuckov

Skál ! [Ljómar upp og sýpur á fagurbláum drykk] Stórskemmtilegt fjelagsrit (og eigi bara vegna nafnsins er kemur fyrir í því).

Þetta með mismunandi tilfinningar er sama nafn getur vakið er kunnuglegt. Sjerlega augljóst dæmi er Jón Sigurðsson, margir þekktir en ólíkir menn heita/hjetu það (vjer munum strax eftir fimm og þeir eru örugglega miklu fleiri).

31/10/05 23:02

Sundlaugur Vatne

Reyndar er sagt um Vlad Tepes að hann hafi verið strangur en réttlátur. Þar sem hann réði ríkjum voru gullbikarar við borgarbrunna svo ferðamenn gætu svalað þorsta sínum og aldrei lét nokkur sér detta í hug að stela þeim.
Hvað um það hann var óttalegur fantur.
Þrátt fyrir að vér Vatne-menn séum konungssinnar og ég sé bindindismaður þá skála ég í fagurbláum drykk við þig Hexia fyrir forseta vorum.
"Heill sé forseta vorum og heimsveldi!"

31/10/05 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég gæti ekki hugsað mér að skýra áðnamðkinn minn einu sinni til Adolf þó að ég viti að gæðamenn um allan heim hafi borið það nafn meðal annars góðvinur og vinnufélagi ömmu minnarí útvegsbankanum.

31/10/05 23:02

Tigra

Heil Forsetanum!
Þegar hann ákveður að einhver eigi að hverfa, held ég að lítið blóð sjáist.
Raunar held ég að það sé töluvert lítið eftir af viðkomandi.

31/10/05 23:02

Hexia de Trix

Já, hann sleppir því allavega að þræða óvini ríkisins upp á stikur og planta téðum stikum um allt í kringum forsetahöllina. Af því leiðir svo að hann borðar ekki matinn sinn mitt á milli rotnandi líkama óvinanna á téðum stikum...
[Kúgast]

1/11/05 00:00

Ívar Sívertsen

Var það þess vegna sem það eru svona fáir sem heita Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Megas?

1/11/05 00:00

Billi bilaði

Ég náði ekki hvernig þetta tengdist ÓRG; en sá svo að auðvitað var þetta sá góði maður Vlad, og þá rann upp fyrir mér ljós.
Já, þau eru ekki mörg nöfnin sem aðeins hafa verið borin af góðum mönnum, en eru þó til.
[Skál]

1/11/05 00:01

Skabbi skrumari

Skemmtileg hugleiðing... salút..

1/11/05 00:01

Jóakim Aðalönd

[Híar á Hexíu] Haha, voða varstu lengi að fatta þetta...

Það eru bara eðalkappar sem heita ,,Jóakim", þannig að það er ekki hægt að huxa til hryllingi til þess nafns.

Alltaf þegar ég heyri nöfnin ,,Ingibjörg" og ,,Sólrún" í sömu setningunni, kúgast ég.

1/11/05 00:01

Offari

Ég vann einu sinni hjá fyrtæki sem hét Sólrún og þar sá Ingibjörg um launaútreikningana.

1/11/05 00:01

Offari

Ég vann einu sinni hjá fyrtæki sem hét Sólrún og þar sá Ingibjörg um launaútreikningana.

1/11/05 00:01

Gvendur Skrítni

Það er ekki sama, Vlad og Séra Blóðsjúgandi Vampíra Vlad.

1/11/05 00:02

bhelgason

Heil Forsetanum. Meigi hann leingi lifa

1/11/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Skýra börnin? Eru þau svona óskýr?

1/11/05 01:01

krumpa

Hvað er orðið að mér eiginlega Jóakim?? Ekki stafsetningarvilla árum saman og svo koma þær bara í kippum. En tala þú fyrir þig, mín börn eru bæði skír og skýr!

1/11/05 01:01

krumpa

Skemmtilegur pistill. Mér finnst mörg ljót nöfn falleg og öfugt - þetta fer ótrúlega mikið eftir persónunni - og þetta með að skíra börnin - maður vill nú ekki að barnið manns minni mann alla ævi á eitthvert hrekkjusvín úr barnaskóla!
En er Vlad þá drakúla???

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.