— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Dagbók - 3/12/04
Langsíđasti jólasveinninn: Skattahirđir

Ţađ er ekki tekiđ út međ sćldinni ađ taka saman skattskýrsluna

Jćja, ţá er hann kominn til byggđa, síđasti jólasveinninn. Skattahirđir bankar upp á hjá hverjum einasta Íslendingi sem kominn er međ fjárráđ, og heimtar sitt. Og hann er ósköp mikill kerfiskall, annars myndi hann sćtta sig viđ ađ mađur drćgi bara upp nokkra seđla og skellti ţeim í budduna hans.

En ţar sem Skattahirđir vill fá allt skriflegt og helst í sjöriti, ţá verđur mađur víst ađ hlýđa ţví. Annars fćr mađur víst ekkert í skóinn hjá brćđrum hans. Verst er ađ ţađ ţarf allt ađ reiknast nákvćmt, sjöritin ţurfa ađ standast upp á krónu. Debit og kredit, allt verđur ţetta ađ vera á sínum stađ. Og nú til dags er ţetta svosum ekki mjög mikiđ mál. Ef mađur vinnur hjá hinu opinbera koma launin beint inn á skattformiđ, sem og allar launatengdar sporslur. Lán hjá hinu opinbera sömuleiđis.

Hins vegar eru málin oftast nćr örlítiđ flóknari en ţetta. Í mínu tilviki er um ađ rćđa lán í nafni föđur míns, Hr. Mótor de Trix, sem hann framlánađi mér. Sem ţýđir ađ hann er međ alla pappíra hjá sér varđandi lániđ. Á hverju ári ţarf ég ađ fá uppgefnar tölur hjá pápa mínum svo framtaliđ stemmi. Og á hverju ári er ég á síđustu stundu međ framtalsskil. Á hverju ári er ţađ nefnilega ţađ sama sem vantar: Nefnilega upplýsingarnar frá Hr. Mótor de Trix. Aldrei lćrir mađur af reynslunni...

Nema hvađ, ég uppgötvađi mér til skelfingar ađ ţau heiđurshjónin Lexia og Mótor brugđu sér í tveggja vikna páskafrí langt suđureftir hnettinum. Án ţess ađ ég hefđi svigrúm til ađ kveikja á perunni og betla ofangreindar upplýsingar upp úr bókhaldinu ţeirra. Og ekki mundu ţau nú eftir ţví heldur, ţessar elskur.

Međ öđrum orđum, viđ Ívar fengum framlengdan skilafrest, sem ţó dugir ekki nógu vel (Mótor og Lexia verđa enn ţarna suđurfrá) og ég ţarf ađ trufla blessuđ gamalmennin í fríinu sínu til ađ fá formlegt leyfi til ađ gramsa í heimilisbókhaldi ţeirra. Ásamt vonandi nánari leiđbeiningum um ţađ hvar bleđlana er ađ finna. Síđan ţarf litla systir mín, hún Ríta Lín de Trix, ađ hjálpa mér ađ gramsa í heimilisbókhaldinu. Hún er nefnilega ekki enn flutt frá Hótel Mömmu og er hnútunum kunnugri en ég á ţví heimilinu.

Getur ekki einhver fundiđ leiđ til ađ stöđva ţennan Skattahirđi? Hvernig vćri til dćmis ađ gefa h0num 600 gr. af róandi, smá seđlabúnt og segja ţađ gott?

   (22 af 32)  
3/12/04 22:00

Ívar Sívertsen

Og hvar ćtlar ţú ađ fá téđ seđlabúnt mín kćra?

3/12/04 22:00

Ofurtöffarinn

hva eru ekki góđ laun í strćtóakstrinum ţú ćttir nú ađ fara létt međ ađ redda ţví

3/12/04 22:00

Órćkja

Má alltaf múta međ fríum skiptimiđum...

3/12/04 22:01

Lómagnúpur

Uss, annars er ţetta hreinn draumur hér miđađ viđ ţađ sem ég ţekki annars stađar frá. Ţar eru skattreglur og framtöl svo flókin ađ ađeins sérhannađir endurskođendur kunna skil á. Ţví er međaljóninum frjálst ađ sleppa hverskonar skattskýrsluskilum ef hann svo kýs, sem flestir gera, og stóla á ađ stađgreiđsla og stađendurgreiđsla hafi veriđ rétt.

3/12/04 22:01

Kaktuz

Ertu ađ spjalla viđ konuna ţína á netinu Ívar?

3/12/04 22:01

Hexia de Trix

Hefurđu eitthvađ á móti ţví elsku Kaktuz?

3/12/04 22:01

Ívar Sívertsen

Hvađ hefurđu eiginlega á móti mér Kaktuz?
[brestur í óstöđvandi grát]

3/12/04 23:02

Jóakim Ađalönd

Hohoho. Ég er búinn ađ skila mínu framtali og ég fékk meira ađ segja nćstum hundrađţúsund kall í endurgreiđslu, sem ég fékk útborgađa strax, af ţví ađ ég er í skóla. Mwahahahaha!

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.