— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/05
Æskan- Ungdómurinn

Hvernig getur svona lagað gerst, Hvernig getur ungdómnum hnignað svona

Ég sendi SMS til ungrar* konu og spurði hvort hún væri til í að koma með mér á Baggalútstónleikana sem fara eiga fram annað kvöld í höfuðstað Norðlendinga. Beið spenntur eftir svari um langa hríð og "svarið kom í steríó og sándið alveg geggjað" (s.b.r Fatamorgana á flæðiskerinu).

"HVAD ER BAGGALUTUR???"

Hvernig getur svona gerst, er skólakerfið að bregðast? Foreldrarnir? Fjölmiðlarnir?

* Ung kona í þessu tilfelli er komin nokkuð á þrítugsaldurinn.

   (5 af 29)  
2/12/05 23:01

Galdrameistarinn

Það er náttúrulega alveg skelfileg tilhugsun að það skuli vera til fólk sem veit ekki hvað Baggalútur er.
Eitthvað hefur brugðist illilega í því sambandi.

2/12/05 23:01

feministi

Er bagglalutur ekk ekkað grjót?

2/12/05 23:01

Nermal

Ég hef gert mitt besta til að breiða út fagnaðarerindi hins mikkla Baggalúts. En þetta er hneisa

2/12/05 23:01

B. Ewing

[Hneisast]

2/12/05 23:01

Jerusalem

Iss, ég vissi ekki í langan tíma hvað baggalútur var, en ég hef fundið sannleikan.

2/12/05 23:01

Júlía

'Hvað er Baggalútur?' spurði stúlkan; ég spyr hvar er karlmannslundin? Hvað varð um þann góða sið að hringja í þann/þá sem maður hafði áhuga á að bjóða eitthvert (eða eitthvað)? Láttu þetta þér að kenningu verða og hringdu næst þegar þú vilt draga ólofað kvenfólk með þér að sjá hina súpersexí söngsveit Baggalúts. Persónulega mæli ég ekki með slíku, því hætt er við að stúlkur taki goðumlíka smalasöngvarana fram yfir alla aðra menn - en þú mátt svosem reyna þitt besta.

En jájá, auðvitað er ég til í að koma með þér á tónleikan Wonko minn.

2/12/05 23:02

Anna Panna

Enda er Baggalútur bara fyrir útvalda. Soldið eins og eyjan í Pirates of the Caribbean; þú finnur ekki Baggalút nema þú vitir hvar hann er...

2/12/05 23:02

Óðinn

Hvar er karlmannslundin?? Sá góði siður að karlmenn hringdu í þann kvennmann sem þeir höfðu áhuga á?? Karlmenn urðu skynsamir og áttuðu sig á að þeir þyrftu ekki að hringja því kvennmennirnir áttu líka síma...

3/12/05 00:00

Húmbaba

Vitleysa. Menn hafa ekki bætt við sig gáfum fyrir tilstilli smsins eða gemsanna. Þvert á móti er dæmi um dreng í svíþjóð sem varð hreinlega hálf dasaður eftir að hafa fiktað í gemsanum sínum langtímum saman.

3/12/05 00:01

fagri

Vanþróað vitsmunalíf víða þrífst.
(þetta er kannski ofstuðlað)

3/12/05 00:01

Jarmi

Greyið Óðinn.

3/12/05 00:01

Sæmi Fróði

Hvað ertu að tala um ungi maður? SMS? Steríó? Sándið?

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.