— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/04
DVD - Valmynd

Hefur einhver spáð í afhverju í grængolandi gerfilimum valmyndir á DVD-myndum þurfa oft að vera svo flóknar að það er stórmál að lesa út úr þeim.

Til hvers í ósköpunum þarf að fá grafíska hönnuði á spítti til að hanna valmyndir. Hverjum dettur í hug að mig langi til að horfa á 15-20 sekúndna hreyfimynd áður en ég get valið hvað ég ætla að gera, sem er í 99% tilfella það sama, ýta á play.

Svo er annað mál að "Play Movie" þykir víst ekki alltaf nógu fínt þannig að menn þurfa að nota eitthver fancy orðskrípi sem eiga að tengjast myndinni á einhvern hátt "Engage", "Begin journey" "Release Experince". Sem er náttúrulega út i hött þar sem ég hef ekki séð myndina og fatta því ekki tenginguna fyrr en ég er búinn að horfa.
Eða þá að það er enginn texti bara einhver tákn eða myndir sem eiga að segja manni hvað viðkomandi hnappur gerir, en yfirleitt skilst það ekki.

Er þetta ekki nóg?
>Play
>Options

Lifið heil og ekki vera að pirrast svona út af smáatriðum

   (9 af 29)  
5/12/04 04:00

Hexia de Trix

Ég hef nú oft velt þessu fyrir mér sko... Ég meina, ef fólk vill endilega hafa 20 sekúndna hreyfimynd á undan valmyndinni, þá væri það í fínu lagi mín vegna EF ÉG GÆTI SPÓLAÐ YFIR HANA! [pirrast og öskrar ofan í næsta púða]

5/12/04 04:00

Wonko the Sane

Það er reyndar hægt á sumum diskum. Ýta á Next og "Púff" þú hoppar yfir. En það er ekki nógu oft hægt.

5/12/04 04:00

Gvendur Skrítni

Mest vorkenni ég vesalings börnunum, en þau þurfa að glápa á 10 min auglýsingar og bannað að downloada heilaþvott áður en þau geta horft á myndirnar sínar.
"Won't somebody please think of the children!"

5/12/04 04:01

Isak Dinesen

Það fer nú mest í taugarnar á mér að þurfa að horfa upp á hótanir um hversu langt niður í helvíti mér verði potað ef ég afrita diska sem ég hef þá þegar keypt. Hvernig væri að taka upp sömu tækni með aðra hluti sem maður verslar sér? Til dæmis mætti ristavélin halda fyrirlestur um einkaleyfi sem henni tengjast í hvert sinn sem stungið væri í hana brauði.

5/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

Ég vil benda myndþyrstum á að til að forðast óðagot og loftfimleika hönnuðanna er ágætt að ýta á hnapp er merktur er MENU eða þann hnapp sem kemur manni í aðalvalmyndina. Þá í flestum tilvikum hoppar maður beint í aðalvalmyndina þar sem hægt er að velja run the visuals, witness the magic eða play movie (ásamt 4.254 öðrum valmöguleikum)

5/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Svo er einnig hægt að ýta bara á Play takkann... hann virkar oftast...

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.