— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/12/04
Íslandssaga - Leirburður - Framhaldssaga

Mig hefur alltaf langað að kunna að kveða - og ég kann það - vandamálið er að ég get það ekki. En það má alltaf reyna og láta bara bragfræðina lönd og leið.

Hér áður fyrri að íslandströndum,
Víkingar komu frá ýmsum löndum.
þeir voru krimmar sem komust úr landi,
og byggðu sér hús úr drullu og sandi

Geirharður hét víst einn af þessum körlum
hann byggði sér ból á einhverjum völlum
hann móðgaði Hermund sem brást við hinn versti
og réðist að Geirharði á fársjúkum hesti

Hann sveiflaði sverðinu og iðrin lágu úti
Slettust í loftið og lenntu á knúti
sem ældi því uppúr ser allflestum sýrunum
Rann svo í lifrinni og lennti á nýrunum.

Framhald síðar

   (20 af 29)  
1/12/04 08:01

Eyminginn

Þetta er svakalega fallegt.

1/12/04 09:01

Heiðglyrnir

Wonko láttu ekki deigan síga, þetta er flott hjá þér.

1/12/04 10:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mér sýnist þetta vera nokkuð ágæt endursögn á Njálssögunni sem var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Gott mál. Það er mjög gott að fara að eins & þú segir, að sniðganga bragfræðina meðvitað.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.