— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 3/11/03
Allt svo rólegt

Það er allt svo rólegt á Gestapó a'ð ég verð lílega að dunda mér við að skrifa félagsrit, svona til að gera eitthvað.

Núna er þessi skemmtilegi tími - milli jóla og nýárs.
Ég hef lengi unnið þannig vinnu að ég er í fríi á þessum tíma sama upp á hvaða daga hann ber.
Þetta er yfirleitt tími sem ég ætla að nota til að geta ýmislegt sem ég hef ýtt á undan mér lengi en einhvern veginn verður aldrei neitt úr verki samt.
Í ár ætlaði ég að vera duglegur að skrifa fræðilegar greinar en hef ekkert gert nema skrifa hræðilegar greinar á Baggalút.
Þetta er ekkert skemtilegt. Verð að reyna að gera eitthvað skemmtilegt hér.
Ég ætti kannski að skrifa félagsrit um Netstýrikerfi eða TCP/IP eða kannski IPv6 sem er svona það sem ég ætlaði að gera á öðrum vetfangi, það passar kannski ekki inn hér.
Kannski finn ég eitthvað skemmtilegra næst.

   (23 af 29)  
3/11/03 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Til hammó með Hundraðið. Aldrei að gera núna það sem hægt er að gera seinna. Betra að gera fátt vel en margt illa.

3/11/03 06:00

Ívar Sívertsen

Enn betra er að geyma það að gera í dag það sem maður getur látið einhvern annan gera á morgun!

3/11/03 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

... & að gera ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn...

3/11/03 06:00

Kuggz

Er ekki tilvalið að hripa niður eitt félagsrit um aðferðir við útreikninga á röðunarnúmerum fyrir samskipti yfir TCP eins og þau eru útfærð í hinum ýmsu stýrikerfum? Eitthvað sem allir hafa gagn af að vita.

3/11/03 06:00

Nafni

Ég hefði ekkert á móti fróðlegum félaxritum um tölvutækimál svo fremi þau eru skiljanleg meðaljóni eins og mér.

3/11/03 06:01

Limbri

"Á morgun" segir sá skipulagði.

-

3/11/03 06:01

Ívar Sívertsen

gott er að geyspa!

3/11/03 06:01

Heiðglyrnir

Tek undir með Nafna aldrei of mikið af góðum fróðleik, svo fremi hann sé á mannamáli.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.