— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/11/03
Snjór, Grrr...

Það er bara svo langt síðan að ég hef skrifað félagsrit að ég fann mig knúinn til að skrifa eitthvað ég bara veit ekki hvað það á að vera.

Þetta er kannski eitthvað í ætt við ritstíflu. SNJÓR!!! - Þarna kom það já, ég hata snjó!!!

Snjór er algerlega ónauðsynlegt fyrirbæri.
Snjór er kaldur - hverjum vill vera kalt?
Snjór er háll - hver vill detta?
Snjór er gerður úr efninu dihydrogen oxide sem verður ótrúlega mörgu fólki að bana á hverju ári.
Snjór er ástæða þess að til eru óþolandi leiðinlegir vélsleðamenn (ef enginn væri snjórinn þá væru þetta bara leiðinlegir menn).

Snjór er hvítur, þegar hann bráðnar verður hann glær - Hvað verður um hvíta efnið í snjónum?

Vá!! ég hlít að vera búinn að drekka einhverja ólyfjan - eða borða snjó - þetta er þvílíkt rugl.

Lifið heil (þ.e. óbrotin í hálkunni)

   (25 af 29)  
2/11/03 22:02

Ívar Sívertsen

Láttu ekki svona, við búum einu sinni í landi snjós og ákavítis!

2/11/03 22:02

Wonko the Sane

Ég má alveg láta svona, Fólki í Japan má vera í nöp við jarðskjálfta og fellibylji þó að það séu árlegir viðburðir (og kannski aðeins verri en snjórinn)

2/11/03 22:02

Heiðglyrnir

Hundslappa drífa gangandi laugaveginn á þorláksmessu, snjókallar með gulrótarnef og pípuna hans afa, snjóhús allra tíma.
Fáðu þér mannbrodda og almennilegan frakka maður, að maður tali nú ekki um vélsleða.

2/11/03 22:02

Nornin

Ég er í liði með þér Wonko!!
Hata þetta hvíta, hvimleiða drasl!!

2/11/03 23:00

Hakuchi

Snjór er algengur fylgikvilli norðlægrar legu landa. Ég mæli með því að þið flytjið til suðrænni landa ef ykkur er illa við snjó.

2/11/03 23:00

Vímus

Hef aldrei hugsað út í að þetta leiðinda fyrirbæri er óþarft eins og þú segir. Sama hvað ég grufla þá get ég ekki fundið nokkra skynsamlega ástæðu fyrir tilkomu snjós. Ég meina þá gagnlega, nauðsynlega.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.