— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/03
Ég er glæpamaður - Tuð næstu viku

Ég er bara í svo miklu tuð skapi að ég verð að tuða fyrir næstu viku líka og já ég er glæpamaður ég tengist skipulagðri glæastarfsemi.
Minn glæpur er mestur að á góðviðrisdögum á ég það til að klæðast svartlitaðri húð af öðrum dýrum og aka um á vélhjóli, fyrir utan að vera félagi í vélhjólasamtökum.
Þetta gerir það að verkum að ef ég byggi ekki á Íslandi þá gæti ég ekki komið til Íslands þar sem þeir hleypa ekki slíkum óþjóðalýð inn í landið. Enda eru vandamálin með þennan lýð næg hér heima.

Þetta virðast allavega hefa verið rökin þegar félagar í HogRiders reyndu að koma til landsins á dögunum. Þeir voru settir undir sama hatt og Hells Angels og Bandidos sem eru glæpasamtök sem nota mótorhjól til að komast á milli staða, ekki vélhjólaklúbbar. Ekki veit ég til þess að HogRiders hafi nokkurn tíman verið bendlaðir við glæpastarfsemi. Það má hins vegar vera að einsakir félagar hafi ekki hreint mjöl í pokahorninu, en það þekkist líklega innan allra félaga.

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, telja yfir 1000 félaga - hverjar eru líkurnar á að þar séu allir algerlega saklausir. Engar, það hljóta að vera einhverjir glæpamenn þar inn á milli. Það er hins vegar ekki nóg til að dæma þúsund manna hóp, sammála?

Ég ætla ekki að verja MC Fafner fyrir þeirra gjörðir hjá DV enda hafa þeir reynt að tengjast Hells Angels og fara ekki leynt með það, það hefur hins vegar reynst erfiðara að fá fólk til að skilja að Sniglar eru ekki einhver móðursamtök litlu klúbbana, ég held að það sé ekki skilyrði fyrir inngöngu í Fafner að vera líka félagi í Sniglunum.
DV reyndi mikið að draga Sniglana inn í þetta mál og bentu á félaga í Sniglunum sem tengdust Fafner og öðrum málum. Það kom samt aldrei fram að Mikael Torfason er félagi í Sniglum, reyndar óvirkur.

Þetta tuð mitt kemur ekki til með að breyta neinu, það er búið að tuða þetta árum saman en samt er það alltaf tekið fram í fréttum að afbrotamaður sé félagi í Sniglunum. Er líklegt að maður sjái svona frétt:

Lögreglan á Stórutá gerði í gær 620 grömm af Marijuana upptæk hjá félga í ferðaklúbbnum 4x4.

Ekki líklegt.

En hættum þessu tuði og ríðum inn í sólarlagið!

Lifið Heil

   (28 af 29)  
1/11/03 12:01

Hakuchi

Mig grunar að flestir telji Sniglana ekki vera skuggaleg samtök. Þessi Fáfnir og þess háttar...það er annað mál.

1/11/03 12:01

Galdrameistarinn

Heyr, heyr. Tek undir þetta með þér. Enda sjálfur bifhjólamenni og skammast mín bara ekki skít fyrir.

1/11/03 12:01

Lómagnúpur

Hitt er uggvænlegt að lítilsigldir embættismenn geti ákveðið af dutlungum sínum hverjir og hverjir ekki fá að koma inn í landið, og það á jafnhæpnum forsendum og félagsskap í samtökum. Man einhver eftir Falún Gong?

1/11/03 12:01

Þamban

Ég er ekki í neinum samtökum en samt böggar löggan mig daglega.

1/11/03 12:01

Vladimir Fuckov

Það fylgdi reyndar fréttum af þessu að þessir menn er hingað vildu koma hefðu verið á sakaskrá, sumir fyrir alvarleg brot. En þetta hefur stundum gengið alltof langt, sbr. Falun Gong málið (þar var eigi um að ræða að fólk væri á sakaskrá).

1/11/03 12:01

Wonko the Sane

Þakka þér Vladimir, þetta var það var að reyna að koma að. Kom kannski ekki alveg nógu skýrt fram.

1/11/03 12:01

Golíat

Ég segi, tökum enga áhættu varðandi þessi vélhjólaglæpagengi - Falun Gong málið er allt annar handleggur og var auðvitað skandall á sinn hátt.

1/11/03 12:01

Tannsi

Ég er hættur að klæðast leðri.

1/11/03 12:01

Lómagnúpur

Ég endurtek að það er ekki hægt að láta dutlunga ráða því hverjir fá að koma og fara. Slíkar ákvarðanir verða að vera teknar skv réttlátum og almennum reglum. Ef sérstakar reglur eiga að gilda um félaga í mótórhjólaklúbbum umfram aðra, er eins gott að þær séu settar með formlegum hætti.

1/11/03 12:01

Galdrameistarinn

Vladimir Fuckov. Það hef ég frá nokkrum aðilum í veldi bauna, að 2 þessara manna höfðu fengið dóm fyrir líkamsárás fyrir einhverjum árum. Lögreglan í Danaveldi hafði líka sagt þeim að þeir ættu ekki að lenda í neinum vandræðum við komuna hingað. Allir þeir sem var snúið frá ætla í mál við Íslensk stjórnvöld. Verið er að vinna að kæru sem send verður mannréttindadómstólnum í Haag á næstu vikum. Íslendingar eru orðnir að athlægi um alla skandinavíu fyrir vikið.

1/11/03 12:01

Vímus

Það er eflaust öllum ljóst að Hells Angels og Banditos eru skipulögð glæpasamtök og hið besta mál að þeir nái ekki að festa rætur hér. Ég efast þó stórlega um að aðgerðir lögreglunnar hér standist nokkur lög, hvorki gagnvart þeim eða öðrum. Það gengur ekki að krefjast sakavottorðs af hverjum þeim er til landsins koma og vísa þeim svo úr landi sem hafa einhvern tíma brotið af sér í öðru landi. Og að flokka alla MC klúbba undir einn hatt er bara glæpsamlegt.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.