— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/03
Lesblinda - Tuð vikunnar

Ég get varla orða bundist, þannig að ég ætla sleppa þvi að þegja.

Í skólum landsins hefur verið mikið átak í að aðstoða lesblinda krakka. Það er ekkert að því og er bara gott mál. Lesblinda er fötlun - og það er málið.
Sumir hafa haldið því fram að lesblindir séu afskaplega gáfað fólk og það sé engin tenging milli lesblindu og hemsku. Þessi fullyrðing er rétt að hálfu leiti, það er engin tenging milli lesblindu og heimsku en lesblinda er engin ávísun á að viðkomadi sé gáfaðri en gengur og gerist! Lesblindir geta verið alveg jafn vitlausir og aðrir.

Annað mál er það að lesblindum er talin trú um að þeir geti gert það sama og allir aðrir. Það er að sjálfsögðu ekki rétt, eins og áður sagði þá er lesblinda fötlun og menn verða að haga sínu lífi í samræmi við það. Það gæti til dæmis verið erfitt fyrir lesblindan að ætla að kenna stafsetningu á sama hátt og það getur verið erfitt fyrrir einhentan að læra á píanó.
Lesblindir verða að sjálfsögðu að leita sér aðstoðar og reyna gera sem best úr sinni fötlun og reyna að láta hana hafa sem minnst áhrif á líf sitt.
Ég hef sjálfur starfað sem kennari og hef heyrt krakkana nota lesblindu sem afsökun fyrir ótrúlegustu hlutum, lesblinda er ekki afsökun fyrir lélegri ritgerð (nema þá stafsetningunni) efnistökin eiga ekki að þurfa að vera verri fyrir það.

Ég vona að þessi pístill láti mig ekki líta út fyrir að vera einhver sem nýtur þess að sparka í fatlaða (þó að það geti verið alveg jafngaman og að sparka í heilbrigða) síður en svo en mér leiðist að fólki skuli vera talin trú um að það breyti engu að vera lesblindur.

ATH: ég er ekki að tala um þetta frá fyrstu hendi heldur annari, þar sem ég er ekki lesblindur sjálfur en hef unnið töluvert með lesblinda.

Æ, þetta er nú orðið hálfgert tuð. En það er bara mín fötlun.

Lifið heil
Livdi heill (svona fyrir þessa lesblindu) .

   (29 af 29)  
1/11/03 12:01

Hakuchi

Góður pistill. Er ekki lesblindur en efast um að þú hafir móðgað nokkurn að ósekju. Ætli það sé ekki best að taka fötlun af bjartsýnu raunsæi.

1/11/03 12:01

Lómagnúpur

Já einmitt. Eða hvað sagði ekki Gulli í Skarnabæ þegar hann missti niður um sig buxurnar? "Tötralegur búgarður, Einar."

1/11/03 12:01

Þamban

Les fólk ekki bara það sem það vill lesa?

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.