— GESTAPÓ —
Van Horn
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/05
Jólapirringur

Ég var pínu pirraður í dag þegar ættingjar hófu að hringja í mig í gríð og erg til að taka pakka með heim fyrir jólin.
Ég var meira pirraður þegar það þýddi að stelast úr vinnu og þvælast um allt höfuðborgarsvæðið úr til að ná í þessa pakka.
Ég var enn meira pirraður þegar pakkarnir reyndust svo ekki vera tilbúnir og ég var vinsamlegast beðinn um að koma aftur.
Ég pirraðist enn meira þegar aðrir en ættingjar hófu að hringja til að koma á mig pökkum.
Ég var orðinn pirraður þegar ég kom í þann frumskóg sem Reykjavíkurflugvöllur var í dag og Flugfélagsmenn gerðu lítið til að gera farþegum lífið einfaldara.
Ég var eiginlega hættur að pirra mig á hlutunum þegar flugi var aflýst í dag og ég ákvað að keyra heim.
Það var meira segja pínu fyndið þegar rúðuþurrkan brotnaði í fáranlegri rigningu og var gjörsamlega ónothæf.
Það var minna fyndið hve lítil hjálpsemi var hjá starfsmönnum Essó þegar ég leitaði á náðir þeirra um þetta vandamál.
En mikið var gott að komast loks heim.

Gleðileg jól Bagglýtingar

   (1 af 4)  
2/11/05 23:00

Herbjörn Hafralóns

Gleðileg jól!

2/11/05 23:00

Finngálkn

Það leysir vandann að pakka ættingjunum inn og senda þá út með express... Þá getur maður loks haldið góða jól!

2/11/05 23:00

Dula

Gleðileg Jól.

2/11/05 23:00

Jóakim Aðalönd

Skál!

Glæsileg jól.

2/11/05 23:01

Heiðglyrnir

Meistari Van Horn Gleðilega hátíð.

2/11/05 23:01

Billi bilaði

Heima er best.

Gleðileg jól.

2/11/05 23:01

Sundlaugur Vatne

Gleðileg jól, gamli.

2/11/05 23:01

krumpa

Þetta er bara ávísun á það að jólin hjá þér verða sérdeilis góð. Fall er fararheill!

Van Horn:
  • Fæðing hér: 5/11/04 00:40
  • Síðast á ferli: 18/10/16 14:23
  • Innlegg: 378
Eðli:
Nei takk, ómögulega.
Fræðasvið:
Áfengisneysla í hófi og grá jakkaföt
Æviágrip:
Of ungur fyrir æviágrip.