— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/05
Málshættir og orðtök

Óskað eftir hjálp

Ég er að vinna íslensku verkefni sem hljómar svo:

Hér má taka fyrir nokkra (2-4) algenga málshætti og/eða orðtök sem nemendur hafa orðið varir við að málnotendur fari oft rangt með og gera grein fyrir uppruna þeirra og merkingu.

Ég man sjálf ekki eftir einum einasta sem ég hef heyrt ranglega notaðan og óska því eftir hjálp frá ykkur, Bagglýtingar góðir.
Ég veit að hér innan um leynist mikið af snillingum sem ættu að geta veit mér lið.

Kærar fyrirfram þakkir.

   (5 af 13)  
3/12/05 14:02

Offari

Takk fyrir síðast. Ég man ekki eftir neinu nema þegar Kaffibrúskarlarnir sögðu:
Fjarlægðin gerir fjöllin blá, og langt til Húsavíkur.
Það er nefnilega aldrei lagt til húsavikur.

3/12/05 14:02

albin

Eins og þjófur úr heiðskýru lofti.

3/12/05 14:02

Skabbi skrumari

Dauð fluga á vegg...

3/12/05 14:02

Nermal

Menn segja ansi oft að hellast úr lestinni. Réttara er að HELTAST úr lestini. En annars dettur mér bara í hug málsháttur sem mig grunar að amma mín heitin hafi búið til "Enginn étur óbarinn harðfisk " ... Þættinum er lokið í kvöld. Góðar stundir.

3/12/05 14:02

Mjási

"Oft kemur bóndi sér í opna Skjöldu."
Man bara ekki hvernig hann á að vera.
Held samt, standandi upp í hjólbörum,
með brækurnar á hælonum.

3/12/05 14:02

Ívar Sívertsen

Hann kom eins og skrattinn úr sauðalæknum...

3/12/05 14:02

feministi

Það er orðið ansi algengt að menn kryfji e.a. til mergjar en að sjálfsögðu er rétt að brjóta e.a. til mergjar.

3/12/05 14:02

Nornin

Aha, frábært. Takk feministi!
Þetta var fullkomið dæmi um það sem ég á að vera að skoða. Aldrei man maður neitt þegar maður þarf þess.

Endilega haldið áfram að koma með uppástungur. Ég er alveg lens.

3/12/05 14:02

hvurslags

Margir tala um að taka djúpt í árina, þegar þágufall skal notað, þ.e. að taka djúpt í árinni.

Einnig heyrir maður "þegar skóinn kreppir að" sem á að vera þegar skórinn kreppir. Þessu er einnig ruglað við að ganga með grasið í skónum á eftir einhverjum.

"Að berjast á banaspjót" sá ég líka einhvern tímann, sem á að vera að berast á banaspjót.

3/12/05 14:02

krumpa

Horfðu bara á eins og einn eða tvo fréttatíma - þar er allt morandi í liði sem er að vanda sig svo við að tala rétt mál að það hefur iðulega ekki hugmynd um hvað það er að segja... Man samt eftir mörgum sem eru í því að ,,elta grátt silfur saman" - hvert er silfrið að fara og af hverju að elta það?
Svo eru nú auðvitað vitleysur eins og að hellast úr lestinni sem maður er bara hættur að taka eftir.
Veit ég að að vita um fullt af svona vitleysum...en kem þeim bara ekki fyrir mig..

3/12/05 14:02

feministi

Eitt sinn sá ég í fyrirsögn á forsíðu í ónefndu blaði að Hæstiréttur hefði sett niður. Ekki kom fram í fréttinni að þeir hefðu verið í kartöflugarðinum og rétt hefði því veri að tala um að hæstiréttur hefði sett ofan.

3/12/05 15:00

Vímus

Mér kemur ekkert í hug annað en sá fráleiti málsháttur sem er þó rétt með farinn:
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Hvenær fóru þau að vaxa á eikartrjám?
Þá er nú betra:
Sjaldan fellur róninn langt frá bokkunni.

3/12/05 15:00

Heidi

Kornið/Dropinn sem fyllti mælinn

3/12/05 15:01

Günther Zimmermann

Víða eru pottar brotnir (á að vera í et.).
Þar stendur hundurinn í kúnni.
Að leggja árar í bát brúkað í merkingunni að leggja e-m lið.

3/12/05 15:01

Krókur

Sigla milli steins og sleggju.
Lifa eins og kóngur í eggi.
Sjaldnast fellur brennt barn ofan í nakinn brunninn.

[Hristir hausinn] ... eða kannski ekki.

3/12/05 15:01

Haraldur Austmann

Einhver snillingurinn hrinti einhverju úr vör. Að sjálfsöðgu ýtir maður úr vör.

3/12/05 18:02

Jóakim Aðalönd

Thad er reyndar rétt ad tala um ad elta grátt silfur, ekki í merkingunni ad hlaupa á eftir thví, heldur ad brjóta thad í tvennt. Menn hafa sumsé brotid saman grátt silfur. Thad ad elda grátt silfur er ekki rétt medferd ordtaksins.

Thad maetti nefna: Thetta kom eins og skrattinn úr heidskýru lofti. Thad á audvitad ad vera skrattinn úr saudaleggnum eda thruman úr heidskýru lofti.

3/12/05 19:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ef það er ekki alltof seint - þá dettur mér í hug orðtakið "að taka í sama streng . . ." - sem er alloft (jafnvel á fréttastofu RÚV) - missagt sem "taka í svipaðan streng . . . "

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.