— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/04
Gengdarlaus fegurð

Um náttúruna og lífið í allri sinni dýrð.

Ég fór út á Gróttu núna áðan því veðrið er svo fallegt og fylgdist með sólsetrinu.
Ég gekk niður í fjöru og settist á stein. Allar sandlóurnar sem voru að væflast í fjörunni þegar ég kom flugu í burtu við þennan ókunna gest, en eftir að ég var búin að sitja kyrr í augnablik komu þær aftur, tístu og hlupu fram og til baka rétt við fætur mér.
Kríurnar hringsóluðu yfir höfði mér með æti í gogginum og einstaka steypti sér niður og rauf spegilsléttann hafflötinn augnablik.
Múkkinn sveimaði yfir þessu öllu, breiddi úr vænghafinu og lét sig svífa á uppstreyminu.

Þar sem ég sat og horfði á sólina renna niður fyrir sjóndeildarhringinn, fann andvarann róta aðeins í hárinu á mér og setja roða í kinnarnar, hlustaði á samsöng Sandlóanna og skræki Kríunnar með öldugjálfrið sem undirspil, varð mér hugsað um tilveru mína á þessari jörð.

Ég hef gengið í gegnum margt á síðustu mánuðum, skilnað, nýtt samband, sambandsslit, flutninga og alls kyns misgóðar breytingar á mínum högum.

En það sem stendur upp úr er að ég hef meiri trú á lífinu og hamingjunni núna en nokkru sinni áður.
Ég er hamingjusöm með hvern dag sem ég vakna að morgni, ég elska að finna til því það sannfærir mig um að ég er lifandi, ég nýt þess að laðast að fólki og kynnast því.

Ég er hamingjusöm jafnvel þó ég eigi ekki allt sem ég vil og ég vona innilega að þið séuð það líka.

   (10 af 13)  
6/12/04 01:02

hundinginn

Að eiga það ekki. er lykillinn að hinni sönnu hamingju Norna mín. Þá er tími til að njóta.
Flott flott flott flottt rit!

6/12/04 01:02

Litla Laufblaðið

[Knús] Gott að þú ert hamingjusöm,því þú átt það svo skilið.

6/12/04 01:02

Limbri

Og ég sem hélt að hér væri rætt um myndina mína.

En það er gott að þú sért hamingjusöm ljúfan mín.

[Brosir til heimsins eins og Nornin]

-

6/12/04 01:02

albin

Það er fyrir öllu að líða vel og vera ánægður. Ég samgleðst með þér.

6/12/04 02:00

Tigra

Híhí.. við erum í svipuðum sporum kæra Norn!
Ég er einstaklega hamingjusöm núna! Annað en ég er búin að vera lengi.. núna er loksins allt að stefna upp á við.. og ég er hamingjusamari heldur en ég hef verið í mörg ár!

6/12/04 02:00

Órækja

Er ekki hægt að virkja þessa hamingju í eitthvað? E.t.v. tappa henni í flösku og selja til Kanalands.

6/12/04 02:00

Ísdrottningin

[Knúsar Nornu]

6/12/04 02:00

Herbjörn Hafralóns

Þetta var fallegur pistill. Gaman að sjá að þú skulir hafa fundið hamingjuna. Megi hún endast þér til æviloka.

6/12/04 02:00

Hildisþorsti

Ah! Æ, æ og ég var þarna líka en sennilega aðeins austar.
[Knúsar Nornu líka]

6/12/04 02:00

Ég sjálfur

Fallegt félagsrit. Ég samgleðst þér að hafa fundið hamingjuna. [fylgir fordæminu og knúsar Nornu líka]

6/12/04 02:01

Texi Everto

Ahhh, já töfrastundir. Það eru þessar stundir þar sem maður finnur innra með sér að ALLT líf manns fram að þessari stundu leiddi mann á þann stað sem maður er staddur og það var svo sannarlega þess virði. Því þrátt fyrir allt þá er þetta skratti stórkostlegt allt þetta drasl.
Takk fyrir pistilinn Norna, þetta er svo hárrétt hjá þér!

6/12/04 02:01

Ívar Sívertsen

[tárast] Mikið er þetta fallegt hjá þér Norn. En vitandi hvað þú hefur gengið í gegn um þá er gott til þess að vita að hamingjan hafi endanlega náð tökum á þér. [bætir sér við í gruppeknusið hjá Norninni]

6/12/04 02:01

Stelpið

Fallegur pistill hjá þér Norn... vona að ég eigi eftir að upplifa þessa tilfinningu sem fyrst! [gefur risaknús]

6/12/04 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað er mjög fallegt og ættu flestir að hugsa að hversu mikið sem sólin er skygð þá má gera ráð fyrir að það stittis upp á morgun

6/12/04 03:01

dordingull

dordingull

27/5 - 5:33

Það er á svona stundum sem maður skynjar hversu
stórkostlegt það er að vera hluti af þessu
sköpunarverki.
Þessari tilfinningu var ég að lýsa á lítið eitt gamansaman hátt í pistlinum, er guð til? Það að upplifa slíka stund er það sem dregur mig til fjalla eða að einhverri ánni til veiða og gerir það líka að verkum að ég er svo vandfýsinn á ferða eða veiðifélaga að oft fer ég frekar einn en að hafa með mér fólk sem ég veit að er svo uppfullt af spennu yfir stöðu sinni, félagslegri og eða fjárhagslegri,í þeim heimi sem við velkjumst í daglega, að því er ómögulegt að komast úr þeirri skel og ná vitundarsambandi við það undraverk sem alheimurinn er.
Eins og þú lýsir svo vel þá endurnýast andlegi orkuforðinn, og mann fer að hlakka til að glíma við það stórmerka verkefni að vera hugsanlega tæki alheimsins til að skilja sjálfan sig. Að fyllast á þennann hátt af krafti til að takast á við lífið er mun heilbrigðara en að sitja í mammonsmusteri hlustandi á atvinnubullara þvæla um að guð og heilagur fjandi hafi fyrir nokkurþúsund árum skapað það sem varð til fyrir miljörðum ára.

6/12/04 04:00

Bölverkur

Má ég einhvern tína koma með þér út í Gróttu, þó ekki væri nema til að styggja varpið?

6/12/04 04:00

Nornin

Nei. En þú mátt einhvern tíman koma með.
um 23.30 á sunnudaginn, hentar það?

6/12/04 04:01

Furðuvera

Þessa dagana er ég svo yndislega hamingjusöm. Það er bara ekkert að angra mig. Ekki einu sinni prófin...

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.