— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/04
Stjörnumerkin

Setti þetta inn á kveðist á síðustu nótt. Skabbi benti mér á að skella þessu í félagsrit og hér er það.<br /> Vil taka fram að skáldaleyfi er ríkulega notað og ekki eru þetta nákvæmar lýsingar á eðli fólks í þessum merkjum... nema sumt.

Krabba merkið kostulegt
klæki ekki stundar.
Tvíburanna er tímafrekt
tvöfalt eðli lundar.

Lundin Meyju magnar seið,
mikla speki grundar.
Vogin rífur aldrei eið
ærleg lífið stundar.

Stundar Ljónið lostadans
leikur mörgum skjöldum.
Í hjörtum Fiska, ástarfans,
finnur til í öldum.

Öldum vættur Vatnsberinn
veit ei hvert skal snúa.
Bogamaður, besta skinn
bókstafnum mun trúa.

Trúna sparar sporðdrekinn
sprangar um án ótta.
Hrútur kallast heiðinginn
hleypur fremst á flótta.

Steinageitur glepur fátt
gott er þær að eiga.
Nautin verða síðust sátt
sannlega aldrei geiga.

   (11 af 13)  
5/12/04 03:01

Ísdrottningin

Þetta er flott, ég þekki mig þarna...

5/12/04 03:01

Þarfagreinir

Vel ort. Ætla mér samt ekki að dæma um fræðigildið.

5/12/04 03:01

Furðuvera

Flott ljóð, og satt... allavega það sem sagt er um mitt stjörnumerki. [Sekkur sér í bragfræðibækur og ljóðasöfn]

5/12/04 03:02

Kynjólfur úr Keri

Vel ort og tímabær samantekt á merkjunum í bundnu máli. Og af því þetta er svo gott (hef reyndar heldur ekki hugmynd um sannleiksgildið) myndi ég vilja benda Norninni á smávægilega brag-galla í vísum 2, 3 og 6, þar sem stuðlar lenda ekki á áhersluatkvæðum, ef hún vill fullkomna snilldarverkið (segi ég eins og ég sé alvitur):

Vogin aldrei rífur eið
ærleg lífið stundar

Betra væri:
Vogin rífur aldrei eið
ærleg lífið stundar.

*

Synda Fiskar í hjarta fans
finna ást í öldum.

Betra væri:
Í hjarta syndir Fiska-fans
finnur ást í öldum
(reyndar breytist aðeins merkingin - og kannski er önnur leið að þessu - ást í öldum verður líka e-n veginn hálf óþægilega ofstuðlað - þeir hörðustu myndu líklega leggja bann við svona línuenda)

*

Nautin síðust verða sátt
sannlega aldrei geiga.

Betra væri:
Nautin verða síðust sátt
sannlega aldrei geiga.

*

Þú ræður svo að sjálfsögðu hvort þú hlustar á kallinn.

Virðingarfyllst
K.ú.K. lostadansari

5/12/04 03:02

Kynjólfur úr Keri

Gleymdi einu:

Tvíburan(n)a er tímafrekt...

Bættu við einu n-i og þá er þetta fullkomnað... þ.e.a.s. ef ég skil þetta rétt: Tvöfalt eðli lundar tvíburanna er tímafrekt!

5/12/04 03:02

Nornin

Auðvitað hlusta ég á þig Kynjólfur.
Hef ekki hugmynd um hvað áhersluatkvæði og hákveður og lágkveður eru [roðnar og fer að lesa sér til] yrki alltaf samkvæmt tilfinningunni...

Vona að þetta líti betur út eftir lagfæringar.[ljómar upp]

5/12/04 03:02

Nornin

Þetta með Fiskana merkir að þeir upplifa miklar tilfinningar í öldum (bylgjum), stundum eru þeir yfir sig ástfangnir og svo á næstu mínútu eru þeir það ekki. Þannig að ég reyndi að breyta því þannig að merkingin héldist.
Er þetta að virka núna Kynjólfur?

5/12/04 03:02

B. Ewing

Steinageitur glepur fátt
gott er þær að eiga.
-
Passar[Ljómar upp]
Passar einhverra hluta ekki miðað við árangur [brestur í óstöðvandi gtrát]

5/12/04 03:02

Limbri

Ekki virðist ég vera eiguleg steingeit. Konur hlaupa frá mér í gríð og erg. (En einhver verður víst að vera undantekningin sem sannar árans regluna.)

-

5/12/04 03:02

Nornin

Æi elskan mín... Hvar býrðu aftur? [Kaupir flugmiða til Danmerkur]

5/12/04 03:02

Tigra

Snilld! [Ljómar upp]

5/12/04 03:02

Skabbi skrumari

Ljómandi... skál

5/12/04 03:02

albin

[Er sáttur]

5/12/04 03:02

Steinríkur

Snilld.
Ertu nokkuð fiskur?

5/12/04 03:02

Nornin

Nei, ég er vatnsberi og geri mér fullkomna grein fyrir göllum mínum og minna líkra. En er samt á mörkum fiska og vatnsbera... ætli ég hafi ekki fengið það versta frá báðum? [Dæsir mæðulega] Óákveðin og tilfinningarík, hversu mikið verra verður það?

5/12/04 03:02

Smábaggi

Efalaust lélegt.

5/12/04 03:02

Smábaggi

Æi, ég veit það ekki.

5/12/04 03:02

Hexia de Trix

„Nautin verða síðust sátt“ ??? [Er alls ekki sátt]

5/12/04 03:02

Nornin

Elskan mín... lestu það sem stendur efst.
Annars var þetta í merkingunni að Naut eru frekar langrækin en þau geiga ekki, þ.e. hafa sjaldan rangt fyrir sér. Sáttari?

5/12/04 04:00

Tigra

Naut eru líka svo ofboðslega þrjósk [Blikkar]

5/12/04 04:00

Skoffín

Vá, þetta er æðislegt!

'Stundar Ljónið lostadans
leikur mörgum skjöldum.'

[Tapar sér af fögnuði]

5/12/04 04:01

voff

Stjörnumerkin eru reyndar aðeins fleiri sbr. vísuna:

Tvíbbar, krabbi, tannlaust ljón.
Trabant, meyja, naut og flón.
Vatnafiskar, vogir, hrútar.
Vatnsberar og baggalútar.
Drekar, bogmenn, drulluhalar.
Dómsdagsspámenn, dauðir smalar.
Geitur, hundar, graðir folar.
Gamall krati einn sem volar.
Stjörnur himins stara niður.
Storðu yfir ríkur friður.

5/12/04 04:01

Mjákvikindi

Sammála Skoffíni, æðislegt!

5/12/04 04:01

Nornin

Flott hjá Voff.
Ég væri til í að stjörnumerkið mitt væri Baggalútur [flissar]

5/12/04 04:01

hundinginn

Krabba merkið kostulegt
klæki ekki stundar...

Ja, gott ef ekki er satt kveðið.

5/12/04 04:02

Texi Everto

Fínn kveðskapur en ég held að ekki sé mikið að marka stjörnuspeki. Mér finnst ég t.d. kannast við sjálfan mig í þessu öllu.

5/12/04 05:00

dordingull

Nornin er fæddur Snilli!En slíkt getur reynt á.
Sjá:
Nei, ég er vatnsberi og geri mér fullkomna grein fyrir göllum mínum og minna líkra. En er samt á mörkum fiska og vatnsbera... ætli ég hafi ekki fengið það versta frá báðum? [Dæsir mæðulega] Óákveðin og tilfinningarík, hversu mikið verra verður það

KynjúrKeri er líka Snilli!Og það atvinnu sýnist mér. Getur því veitt víðtæka hjálp og sjáanlega vill. Og voff!Voffaðir þú þetta sjálfur,sem ég tel nær víst af því sem ég hef séð til þín, þá mátt þú vera með!
voffSnillingur!

5/12/04 06:01

Skarlotta

Þú ert bara snillingur elsku Norn.
Mitt passar alveg enda er ég 100% fiskur.

5/12/04 08:02

Kynjólfur úr Keri

Þú ert góð og hlýðin Norn. (Sam fæ ég samviskubit yfir afskiptaseminni).
Tvær línur eru enn e-ð að trufla mig:
Í hjörtum Fiska, ástarfans,
finnur til í öldum.
Kannski bara af því að enn eru þær ekki réttar bragfræðilega... spurning hvort hitt var ekki bara betra. Það er nebbla stundum hættulegt að fara að hræra í orginal innblæstri með stöðlum reglnanna.

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.