— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiđursgestur.
Pistlingur - 5/12/09
Vangaveltur um miđur skemmtilega hluti

Mér líđur skáldlega, vantar bara rifnu ullarsokkana (er sumsé međ skrítinn hatt, sígarettu í munnvikinu, lappirnar upp í loft og búinn ađ sulla í kaffi óhóflega seinustu daga). Ţví fáiđ ţiđ eftirfarandi ađ lesa:

Hver ert ţú? Ég er ţín afmótađa sjálfsmynd í líki rísandi ţrćls og hnígandi húsbónda. Af hverju ertu? Ég er vegna ţess ađ jafnframt ţví ađ hugsa er ég getinn af erfđafrćđilegri keđju sem virđist lúta sömu tímarúmslögmálum og tilvera ţín. Til hvers ertu? Til ađ skemmta mér án ţess ađ trađka á tilverurétti ţínum. Ţú er skrítinn. Nei, ég er frávik frávika í afviknu vistkerfi mögulega stćrra vistkerfis.

Í tilgátum, kollgátum og ráđgátum hugmyndanna sýnir mannsandinn á sér sínar samofnu og sérstćđu hliđar. En eitt er sammerkt međ öllum spekúlöntunum sem flestir eiga minnisvarđa eđa fagra tilhoggna steingröf í merkustu sölum sinna heimkynna: Ţeir mótuđust af umhverfi sínu og voru drifnir áfram í ţekkingarleit sinni ađ betri svörum en vandkvćđum eigin rauna.

Ţví finnst mér ţađ holl áminning ađ verđi lífiđ ekki dans á rósum, eintómt góđćri og glys verđur lítiđ meira úr okkur en viđ erum nú ţegar. Ţví legg ég til ađ dagur vandrćđa verđi haldinn hátíđlegur héđan í frá.
Jafnframt er ég kominn í sumarfrí, skál fyrir ţví.

   (6 af 25)  
5/12/09 08:00

Regína

Skál.

5/12/09 08:00

Útvarpsstjóri

Skál!

5/12/09 08:01

Fergesji

ˇSkál!

5/12/09 08:01

Huxi

Dagur vandrćđanna! Frábćr hugmynd. Skál og bless.

5/12/09 12:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég legg til ađ stofnađ verđi sérstakt ráđuneyti tilađ annast undirbúning & skipulag hátíđahaldanna – ţađ mćtti nefnast ´vanbúnađarráđuneytiđ´. Skál !

Kífinn:
  • Fćđing hér: 25/10/04 10:30
  • Síđast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eđli:
Augun blá og háriđ hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefiđ mikiđ, mittiđ smátt
miltađ veldur kvölum.
Frćđasviđ:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóđa? Doktorsrotgerđ og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Ćviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býđur bćgslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.