— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/08
Siðareglur

Unga menn og konur hefur vantað siðareglur sem ganga yfir bæði kyn. Þeim er hér með komið áleiðis.

* Tyggja skal með munninn lokaðan, nema sítrónu.
** Ekki skal tilkynnt um árangur klósettferða.
*** Heilsa skal með kossi á hægri kinn, svo þá vinstri og hægri síðast.
*] Bannað er að söngla ballöður.
] Byrjað skal burstun tanna á neðri jöxlum, þar næst taka efri jaxlar við og svo skrúbba ákaft þar eftir þar að blæðir úr tannholdi.
]a Burstun skal ljúka með þreföldu húrra og hermannakveðju í spegilinn.
]* Gengið skal í gráum klæðum, annað veldur uppnámi manneskja.
]** Skoða skal eitt listaverk á 4 klst. fresti og skrá niður nótur um það. Þessar nótur skal lesa fyrir svefninn. Sé sofið lengur en fjórar stundir skal dreymt um listaverk og nóta það niður strax og vaknað er.
]*** Ávallt skal fara í vinstri sokk fyrst, en hægri lúffu/vettling/hanska.
*} Sítróna í morgunmat, súrmjólk í hádegi, fiskur og kartafla í kvöldmat.
} Samræður skulu aldei vara lengur en 3 mínútur.
}* Rifist skal á miðvikudögum, öðrum dögum ekki.
}** Hlegið skal lágt í kringum varðeld. Annars skal flissað.
}*** Hattar skulu settir upp á föstudögum.
*}] Ekki skal rætt um spennubreyta.
}] Á laugardögum er forboðið að lauga sig.

Sá sem ritar skrána setur sjálfan sig ekki meðal afbrotamanna (frá Túnis)

   (15 af 25)  
2/12/08 23:01

Tigra

Var ég ekki í laug með þér á laugardegi fyrir skömmu síðan?

2/12/08 23:01

Offari

Svei þeim sem brutu siðareglurnar og settu þjóðina á hausinn.

2/12/08 23:01

Texi Everto

Ég fer sko ekki eftir þessum reglum. [Hnussar og sveiar og rígheldur í hattinn sinn þó það sé mánudagur]

2/12/08 23:01

Grágrímur

Allar reglur, jafnvel siðareglur eru til þess að brjóta þær.

3/12/08 00:01

Bleiki ostaskerinn

Hvað ef maður klæðist svörtum eggjandi klæðnaði?

3/12/08 01:00

Einstein

Undarlegar reglur atarna.

3/12/08 02:00

Rattati

Af hverju í ósköpunum viltu klæða egg í föt?

3/12/08 02:01

Garbo

Þú ert alveg í dýpsta lagi.

3/12/08 03:00

Huxi

Þetta er það fyrsta sem ég hef lesið eftir þig, sem mér finnst vera fullkomið vit í...

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.