— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Það er auðvelt...

...að kaupa nýjan Nissan

Er það bara ég, eða er ekki verið að gera lítið úr venjulegu fólki með þessum auglýsingum. Hvaða venjulega manneskja gengur inn á bílasölu og kaupir bíl eins og hún sé að kaupa sér pulsu? Hver hirðir ekki afritið eftir milljónaviðskipti? Hver gengur inn og kaupir bíl og ætlar að gefa hann? Sumir geta þetta, en ekki þorri fólks.

Þetta fer óskaplega í taugarnar á mér og mun ég sennilega aldrei kaupa mér nýjan Nissan. Held mig við Renault, þá frönsku eðalvagna.

Svo fer helvítis Orwell fíflið svakalega í taugarnar á mér, hef ekki keypt Orwell-popp síðan þeir fóru að birta þessar fíflalegu auglýsingar.

   (6 af 10)  
1/11/03 23:00

Diotallevi

Halelúja. Sammála hverju orði.

1/11/03 23:00

Rasspabbi

Hvurslags vesalíngur ertu? Geturu ekki þrammað inn á næstu bílasölu og greitt út í hönd svo sem eina sjálf-rennireið? Fátæklingur...

Nei ég er þér algerlega sammála... þessi auglýsing er fáránlegt. Það á víst að vera jafn auðvelt að kaupa nýjan bíl rétt eins og nýtt sokkapar...

1/11/03 23:01

hundinginn

Óþolandi þessi Orwell bjáni sem heldur að hann geti stælt Mr Bean. Fussumsvei bara!
Viltu poka?

1/11/03 23:01

voff

Það verður að vera Orwells er auglýsing frá dómsmálaráðuneytinu, áróður fyrir því að áfram verði haldið með að byggja upp samfélag eins og George Orwell lýsti í 1984. Þörfin fyrir leyniþjónustu er þarna lykilatriðið. Hin duldu skilaboð auglýsingarinnar eru: "Þessi maður er til leiðinda fyrir hina bíógestina og því til óþæginda í samfélaginu. Hann þarf að taka úr umferð. Með leyniþjónustu hefði það verið gert hljótt og örugglega og almenningur gæti horft á bíómyndir án þess að vera truflað af sérvisku eins manns." Brellu-Björn hefur vit fyrir okkur öllum. Enda veit hann betur en allir aðrir. Stóri bróðir = Björn bróðir.

1/11/03 23:01

Nornin

Ég er alveg sammála þér Kristallur. Þessar auglýsingar, og þá sérstaklega þessi með gaurnum sem vill ekki afritið, gera mig mjög svo fráhverfa Nissan. Ég hefði kannski einu sinni viljað eiga Nissan en í dag myndi ég ALDREI kaupa þannig bíl. Auglýsingarnar skemmdu það alveg.

1/11/03 23:01

Finngálkn

Hvað þykist þið vita um bíla þarna andskotans ammlóðarnir ykkar! - Skrýðið aftur ofan í ræsið sem þið komuð uppúr!

1/11/03 23:01

Von Strandir

Enginn að tala um bíla, fávitinn þinn. Heldur auglýsingarnar, hættu nú að anda að þér dekkjareiknum og farðu aftur í skólann, litla barn.

1/11/03 23:01

Finngálkn

Ég er ekkert fyrir svona fermingarstráka eins og þig. Uhh. nissan auglýsingar fara í taugarnar á mér... slef... ÖMURLEGT FÉLAGRIT! - Afsakaðu sannleikann andlausa drasl!

1/11/03 23:01

Von Strandir

Drullastu þá bara til þess að sleppa að lesa það, hálfviti. Farðu eitthvað annað til að fá útrás fyrir heiftina, krakkaskratti, ég er ekki mamma þín.

1/11/03 23:01

Finngálkn

Ef þú værir mamma mín væri ég búinn að hafa vit á því að brytja þig niður! - Ástin mín!

1/11/03 23:01

Von Strandir

Hehehe, passaðu þig, annars kem ég með stóru byssuna.

1/11/03 23:01

Finngálkn

Ha ertu svín?

1/11/03 23:01

Von Strandir

Rosalega ertu sniðugt finngálkn, ég bara ligg og hlæ, þú ert svo skemmtilegt og orðheppið. Segir svo margt sniðugt og rétt. Og svo ertu svo lífsglatt og umburðarlynt finngálkn að það hálfa væri nóg.

1/11/03 23:01

Þamban

Það er líka auðvelt að drekka bjór.

1/11/03 23:01

Hakuchi

Hættið nú þessum illdeilum drengir. Þetta er fínt félagsrit. Góð hvunndagsábending. Þó hafði ég ekki pælt mikið í þessari auglýsingu enda ágætlega sáttur við Álmerina mína.

1/11/03 23:01

Lómagnúpur

Alveg ér ég viss um að Nissan Datsúnsson sjálfur hefur aldrei hitt umboðsmenn sína á Íslandi né persónulega lagt blessun sína yfir auglýsingar þeirra. Þetta hefur verið vélað inn á aumingja sölumennina af enn harðari söluskrumurum auglýsingaverksmiðjanna.

1/11/03 23:02

Heiðglyrnir

Hvar finnur maður ritverk eftir litla barnið Finngálkn, Kristallur kristallskýr meira svona

2/11/03 00:01

Finngálkn

Gleymdist innvolsið bakvið bláu augun samkvæmt hefð?

2/11/03 06:01

Kynjólfur úr Keri

Ekki gera lítið úr því að kaupa pylsu Kristallur. Íssslenska pylsan er einhver besssti skyndibitiii sem hægt er að hugsa sééér. Sjálfur forststráðhrann hefur sjálfur sagt mér, að hún sé besti skyndibiti í heimi. Og ég hvet öll börn á Íssslannndi, til að borð mikið af SS pylsum, svo þau verði stór og sterk. Og taki margar sélegar píur upp í bílinn og bjóði þeim með sér á Bæjarins beztu. Það er það besssta sem hægt er gera, fyrir sélegar píur, áður en við tjóðrum þær bak við eldavél. Það er ótrúlega auðvelt að kaupa íssslennnnsku pylsuna.

Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430