— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Kjósendur eru smábörn

Flugan í loftinu

Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er þegar ég var einhverju sinni annaðhvort ósáttur við foreldra mína eða hafði meitt mig. Allavega var staðan þannig og ég grét óstjórnlega. Ég man eftir því að í miðju grátkastinu náði faðir minn athygli minni með því að benda mér á fluguna sem var að vappa uppi í lofinu. Ég reyndi eins og ég gat að finna fluguna og sjá hvað hún var að gera. Aldrei sá ég hana, því það var engin fluga. En bragðið virkaði og náði mér út úr grátkastinu og ósættinu. Þetta var upp frá því notað á mig við svipaðar aðstæður þangað til annaðhvort ég fattaði bragðið eða hafði ekki áhuga á flugunni lengur.

Þetta bragð er hinsvegar óspart notað á mann af velflestum stjórnmálamönnum. Í hvert sinn sem þeir eru spurðir út í eitthvað óþægilegt reyna þeir að afvegaleiða kjósendur með því að benda á fluguna. Spurðu sjálfstæðismann um fjölmiðlafumvarpið og hann segir "nei, sjáðu fluguna sem bankar loftið þarna". Spurðu vinstrigrænan um hvaða smáiðnaður eða handverk geti komið í stað stóriðju á austurlandi og hann segir "Nau, svakalega er þetta stór fluga þarna í loftinu". Spurðu frjálslyndan um eitthvað annað en sjávarútveg og svarið er "Hei maður, rosaleg fiskifluga er þetta þarna uppi í loftinu". Spurðu samfylking um hvernig í ósköpunum við komum til með að halda fiskimiðunum ef við göngum í Evrópubandalagið og svarið er "Sjáðu þarna, þetta er örugglega samevrópsk húsfluga þarna á vappi í loftinu". Og að endanum spurðu framsóknarmann um eitthvað og svarið er "Líttu þangað, djöfuls risa skítahaugsfluga er þetta þarna".

Málið er fyrir okkur hin að hætta að leita að flugunni sem þeir benda á og halda athyglinni á því sem skiptir máli.

Nú er bara að sjá hvað sérfræðingurinn segir

   (9 af 10)  
1/11/03 01:02

Skabbi skrumari

Orð að sönnu Kristallur, orð að sönnu...

1/11/03 02:00

Sjöleitið

Nú fékk naglhausinn að finna fyrir því. Þetta er dagsatt, von Strandir, meira að segja hárrétt.

1/11/03 02:01

voff

Kjósendur eru ef til vill smábörn, en aldrei hef ég vitað til að smábörn séu kjósendur.

1/11/03 02:01

Júlía

Svona eiga Félagsrit að vera!
Mér finnst borgarstjórinn vera svolítil fluga þessa dagana. Afhverju er ekkert talað við forstjóra olíufélaganna sem höfðu af þjóðinni stórfé?

1/11/03 02:01

hundinginn

Sjáiði fluguna þarna! ...

1/11/03 02:01

Órækja

Hér á við hið margkveðna "fólk er fífl".

1/11/03 02:01

Limbri

Sérfræðingurinn gefur fullt hús stiga. Efnislega merkilegt, uppsetning til fyrirmyndar, lengd ákjósanleg, séntill upp á 9 stig. Afar gott.

1/11/03 02:01

Nafni

Ekki slæmt.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Góð athugasemd og flott líking.

4/12/08 23:00

Billi bilaði

Það eina sem vantar hér eru fleiri athugasemdir. <Leggur nokkur orð í belg>

31/10/08 20:01

Regína

Já.

Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430