— GESTAPÓ —
Ljón Vitringanna
Nýgræðingur.
Dagbók - 3/11/03
Ég hef snúið aftur!

Loksins er ég kominn aftur og nú skal eigi ríkja leiðindi!

Já ég ferðaðist aftur upp til vitringanna og sagði þeim frá ykkur mannfólkinu. Eftir langa ræðu um mannfólkið fyrir framan fjölda fólks (auðvitað var ég stressaður). Eftir að hafa heyrt um áform ykkar ætluðu þeir að sprengja jörðina. En hættu svo við þegar ég sagði þeim frá því að þið væruð nú bara indælisverur inn við bein. Þeir höfðu svo mikið álit á ykkur að þeir sendu mig aftur hingað niður og nú þarf ég að halda áfram að leysa vandamál og rannsaka ykkur. Ef þið hafið einhver vandamál þá get ég kannski leyst þau ef þið sendið mér skilaboð. En ég hef ákveðið að hætta með café lausn....Góðir tímar Júlía og Fróði. góðir tímar..Mig langar að byrja á því að fá mér vinnu og ég held að ég fari að vinna í þvi. Ef þið viljið þá megið þið endilega halda "óvænta" endurkomuveislu eins og sannir vinir! Það yrði gaman að geta slakað á eftir erfitt ferðalag.

   (4 af 8)  
3/11/03 05:01

voff

og ég hef snúið fram

3/11/03 05:01

Heiðglyrnir

Herra Ljón Vitringanna velkominn heim. lýst vel á allar lausnir.

3/11/03 05:01

Ljón Vitringanna

Ég þakka ég þakka. voff til hamingju með snúninginn.

3/11/03 06:01

Sigfríður Skögultanni

*Flautar Birtulagið úr Eurovision*

Ljón Vitringanna:
  • Fæðing hér: 18/10/04 13:50
  • Síðast á ferli: 25/4/06 17:37
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ljónið er dyravörður á Veitingastaðnum Núðluni og gengur bara nokkuð vel þar þótt ég segji sjálfur frá. Ég á það til að vera grimmur við þá sem eru ekki vinir mínir, en þeir verða ekki nefndir á nafn hér.
Fræðasvið:
Sérhæfi mig í piparkökubakstri og dyravörðslu...
Æviágrip:
Mínum yngri árum varði ég á Íslandi en fluttist svo stuttu seinna til Baggalútíu. Dvaldi ég þar í Undirheimum og varði þar mínum tíma í að vinna mér sess sem lærlingur Vitringanna, en þeir sérhæfa sig í að leysa vandamál. Síðan þá hef ég tekið það að mér að leysa vandamál fyrir þá þar sem þeir eru í fríi "uppi".