— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/04
Alltaf sömu asnarnir.

<br /> Verðbréfaviðskipti á netinu eru að færast til hins almenna kúnna. Til hvers að láta verðbréfaguttana gera þetta? Þetta er svo auðvelt.. bara kaupa og bíða .. .. selja, kaupa og bíða .. ..

Hvað er betra en að leggja yfirdráttarheimildum og kreditkortum, fylla ekki út skuldabréf eða stofna raðgreiðslusamninga, komast hjá bílalánum og geta keypt alla dýru hlutina sem mann langar í strax?
Jú, ég byrjaði að spara.
-
Þessi ákvörðun kemur loksins eftir að hafa skoðað fjölbreyttan markaðinn í mörg ár. Lesið hverja heilsíðuauglýsinguna á fætur annarri í janúar um frábæra ávöxtun þessa sjóðins og hins verðbréfasafnsins, bölvað í leiðinni framtaks- og dugleysinu, heitið því að byrja og hætt síðan við. Spara skal núna og engar refjar.

Hvað er það þá við sparnað sem fær svona slaka einkunn? Varla er til neitt neikvætt um það að hugsa fram í tímann? Það er ekki hægt að tapa á því að spara, eða hvað?
-
Eftir að hafa setið frekar slakt 2ja tíma „námskeið“ um verðbréfaviðskipti á netinu og alla þá„glæstu“ möguleika og öll þessi „spennandi“ tækifæri sem eru í boði þá fannst mér eins og það væri í raun fátt nýtilegt í boði þessa stundina.
Hlutabréf hverfa af opnum markaði og það sem eftir er er einsleitt og flest of dýrt. Sjóðir virðast góður kostur, það er verst að í flesta þá sjóði sem eitthvað er varið í er 1.000.000 til 5.000.000 króna innleggslágmark. Einn plús er að erlendir markaðir eru orðnir aðgengilegir, þar gæti verið hægt að finna kauptækifæri. Verst að þar þarf að grafa í gegnum bunka af þúsundum fyrirtækja.
-
Þetta slæma sem ég er að tala um er hvar þessi góðærisuppsveifla er staðsett þessa stundina. Allt sem fer upp kemur niður aftur. Það er t.d. viðurkennd staðreynd innan þessa geira.
-
Allt í einu fæst opin aðgangur að þessum sókndjarfa markaði sem er á spúttnikksiglingu upp á við. Hvað er þá betra en að taka veðlán fyrir hlutabréfakaupum? Kaupa bréf fyrir eina millu en fá bréf fyrir tvær? Hvað ætli bréfin þurfi að margfalda sig sjálf oft til að raunverulega eiga þessar tvær millur? Eiga kannski svakalega summu á skjánum í verðbréfa eign og aðra eins í lánum.

Nú er það ekki ljóst hvort og þá hve lengi þessi uppsveifla sem allir hafa verið að græða á endist en eitt er víst. Hún á eftir að taka dýfu og það fljótlega.
-
Fyrir mér virðist vera þarna að opnast hugguleg útgönguleið fyrir þá sem hafa leikið sér að þessum markaði síðustu árin og er þá sóst eftir Jóni Jóns til að taka við keflinu og borga fyrir bréfin á góðærisgengi. Ætli margir séu ekki búnir að gleyma því þegar nær sama aðferð var notuð til að fá fólk til að kaupa bréf í Decode? Hve margir töpuðu á því? Það sem átti að vera svo pottþétt. Sem betur fer keypti ég ekki nein bréf í Decode þó ég hafið verið spurður um það trekk í trekk af bankastarfsmönnum hvort ég ætlaði ekki að nýta mér þetta einstaka tækifæri.

Eftir að hafa hugsað málið um hvort hætta eigi sér út á hálan ís verðbréfa og hámarksávaxtana þá er mín niðurstaða sú að láta minn litla, reglulega og verðtryggða sparnað duga um sinn og leyfa aftur öðrum að tapa.

   (22 af 36)  
2/11/04 07:02

Offari

Hefur þú áhuga á hlutabréfum í Offari group?
Spámaður eins og þú veist alltaf hvar hlutirnir gerast.

2/11/04 07:02

Nermal

Þetta er bara eins og með allt annað... Þeir ríku verða enn ríkari. Ágætt dæmi um það voru KB mógúlarnir sem fengu spes díl á hlutabréfum og geta hagnast um allt að 400 millur. Svona er nú ekki í boði fyrir okkur sauðsvartann almúgan.

2/11/04 07:02

Hvæsi

Vel orðað Bjúving.

]Hringir í sína menn í bankanum]

2/11/04 08:01

Heiðglyrnir

Heyr, heyr B.Ewing minn..halda vel um sitt..!..

2/11/04 08:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er athyglisverður pistill og vert er að skoða þessi mál nánar. Ég keypti mér verðbréf í fyrrasumar og fjárfesti í úrvalsvísitölusjóði og ríkisverðbréfasjóði. Eins og nöfnin gefa til kynna fylgir gengi sjóðanna annars vegar úrvalsvísitölunni og hins vegar ávöxtun bréfa á vegum ríkisins.

Skemmst er frá því að segja að niðurdýfan á vísitölunni eftir áramótin ollu því að ég seldi bréfin og naga mig nú í handarbakið þess vegna. Ég setti reyndar ekki háa upphæð í þetta, en hefði líklega grætt um 30.000 kall eftir skatt, ætti ég bréfin í dag. Ég breytti fénu í Bandaríkjadali og hefur hann hækkað eitthvað síðan þá, en ekki mikið. Ég kom sumsé út úr þessu með smá gróða, en ekki mikinn.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.