— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/04
Á tímamótum er rétt að horfa í báðar áttir

Það er þessi eilífi barningur sem við öll þurfum á að halda sem setti mig í þá stöðu að hefja leit að föstu skrifborði þar sem ég fengi borgað fyrir að sitja hjá og passa annars lagið. Næst á dagskrá er að koma íslendings - hringrásinni í sinn rétta farveg.<br /> <br /> Eignast pening -> eyða pening -> eignast pening -> eyða pening<br />

Þau ykkar sem fylgjast með (og muna) hvað aðrir gera og starfa í lífinu muna kannski eftir hvað ég var að gera í sumar. Að sýna ferðalöngum grjót og kalla það tröll, sýna vatn og kalla það gimstein, sýna læk og kalla hann foss, sýna hver og kalla það sögulegt mannvirki, sýna poll og kalla það laug, sýna hús og allt í einu heyra að það á sér merkilega sögu sem enginn hafði sagt manni áður. Það er oft skrýtið hve margt fer hreinlega framhjá manni ef ekki eru með manni túristar sem allt vilja sjá og skoða.
Upplifa það að úti á miðri hraunbreiðu, þar sem ekkert er fyrir meðal Íslendinginn að sjá, er beðið sérstaklega um að stoppa til að taka myndir af öllum þeim undrum sem eru allt í kringum veginn. Sjá rollu, hest eða belju og allir farþegar verða uppveðraðir að sjá að ég tali nú ekki um að fá að koma nálægt þessum fallegu skepnum.
Eftir tvo hringi um landið þar sem einn sýnilegur lundi á flugi hátt yfir höfðum viðstaddra vakti jafn mikla lukku í Reynishverfi og 86.000 lundar í Borgarfirði Eystri þá finnst manni einhvernvegin maður jú hljóta að vera gríðarlega heppin að búa á Klakanum og veröldin stóra sé innihaldslítil og rýr í samanburði við Ísland.

Jæja nóg um það í bili, ég er semsagt sestur bakvið skenk og í vetur kem ég þar til með að dæma dauða hluti virka, bilaða eða ónýta í boði Ríkisins. Gera vonandi nokkur kraftaverk, bjarga breyta, bæta og finna orsakir þess að hitt og þetta virki ekki eins og vera ber. Eftir að hafa varið nokkrum tímum í kynningu á viðfansefninu líst mér afar vel á og vona að lengi verði þetta söfnunarstaður meginþorra Mammonshlutarins sem nútíminn krefst af hverjum og einum.

Allan veturinn hef ég siðan til að dreyma um ókönnuð landsvæði. Þrátt fyrir að hafa fækkað óheimsóttum stöðum um nokkra tugi þá hef ég síður en svo
áhyggjur af því að hafa séð "allt" það er nefnilega ennþá langur listi af merkilegum og fallegum stöðum sem enn hafa ekki orðið á vegi mínum, örfáir staðir á vestfjörðum en þá aðallega á hálendinu eins og Kjölur, Sprengisandur, svæðin norðan Fjallabaksleiða og stór svæði sunnan og vestan Möðrudalsöræfa. Verða þessi svæði vonandi bráðlega fyrir fótum mínum að einhverjum hluta.

Í stuttu máli sagt, allt fínt og bjart.

   (28 af 36)  
9/12/04 03:01

Heiðglyrnir

Mikið var þetta nú fínn pistill B.Ewing minn. Ertu orðin góði hirðirinn eða hvað. Gangi þér vel vinur.

9/12/04 03:01

Hakuchi

Fínn pistill.

9/12/04 03:01

Rasspabbi

Ljómandi félagsrit.

9/12/04 03:01

hundinginn

Sá lærir svo lengi sem lifir.

9/12/04 04:00

B. Ewing

Hvernig væri að gefa sjálfum ykkur klapp, Það lærist ekki að skrifa svona vandað nema að lesa verk meistaranna fyrst. [klappar]

9/12/04 04:01

Nornin

Aha, mikið áttu gott að fá að leiðsegja útlendingum allt sumarið. Ég er sjálf að vinna í því að fá að gera það næsta sumar.
Grobba mig af fallegasta hluta landsins við erlenda gesti, fabúlera nokkrar sögulegar heimilidir og endurskíra nokkrar fuglategundir.
Tjaldur verður Súla og Teista verður Tjaldsúla [glottir]

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.