— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/03
Undirbúningur fyrir veturinn

Þá er að bresta á með slabbi og saltpækli, snjóbyl, veðravítum og ófærð samanber hina óvæntu vetrarslettu um daginn.

Þá er að huga að þeim verkum sem eiga að hjálpa mörlandanum í að þrauka enn einn veturinn (það er ef hann kemur) og vera tilbúinn að taka á móti öllu væntanlegu, eins og einni þakplötu inn um gluggann eða svo, en samt sem áður að vera viðbúinn öllu hinu óvænta í lífinu, eins og 15 stiga hitabylgju í janúar.

Eitt fyrsta sjálfshjálparþjóðráðið er að safna þykkum lubba á höfðinu. Hann einangrar gegn kulda og roki allvel, ekki síst ef bætt er við húfu. Ókostur lubbans er að hann yrði eingöngu til trafala ef Kári verður slappur í vetur. Húfan ein og sér væri þá besta bjargráðið ef Kári fer á stöku sprett.

Ráð númer 2. Setjið heftiplástur undir skósólana, þá er komið fínt vetraveggrip á þeim augnablikum sem við síst viljum falla flöt í götukantinum. Sama ráð hjálpar líka sleipum spariskóm á parketi. ATH.! Virkar ekki í staðinn fyrir vetrardekk á bílum.

Ráð númer 3. Fylgið ráði númer 2.

Ráð númer 4. Móðu innan í bílrúðum er langoftast hægt að losna við með þeirri fórnfúsu aðferð að setja heita góða blásturinn sinn á ÍSKALT og láta hann blása beint á framrúðuna í um eina mínútu fyrir ferðalok. Þessu ráði er ekki mælt með fyrir fólk sem notar strætó. Að fórna einni mínútu í kaldann blástur þegar búið er að hita sig allann upp hvort eð er er ekki eins mikil fórn og hún hljómar.

Ráð númer 5. Safnið gömlum vídeóspólum, kassettum og vínilplötum saman á vísan stað. Það er ekki hægt að treysta á að menningarútsendingastofnanir landsins muni sleppa því að láta dynja á okkur uppveðruðum endursýningum af Maður er nefndur, dáinn, grafinn og gleymdur á okkar besta tíma. Þá er einnig bezt að vera búinn að tryggja virkni allra tækjana í hvívetna og láta ekkert koma sér á óvart í þessu efni. Útvarpsráðleggingar eru í ráði númer 7.

Ráð númer 6. Hendið öllu jólaskrautinu. Þetta kann að hljóma undarlega en eins og staðan er í dag eru bókstaflega allir sem á peru geta haldð búnir að láta sjálfa sig glepjast af skreytingamaníu. ‹afsakið orðhlutaslettu› Nú á tímum hafa jólaseríuskreytingabrjálæðingar skotið upp kollinum í hverju einasta smáþorpi landsins. Eyðið jólaskreytingatímanum í að fara í skoðunarferðir og sjá geðveikislega jólasveinarassa skjótast upp og niður reykháfa og inn undir þakskegg. Sankti Maríur dansa við upplýst hreindýr inná grasflötinni og glóandi heita snjókalla glotta yfir snjóbráðinni í kringum sig. Sjáið líka allar marglitu, einlitu og ólituðu ljósaþvottasnúrurnar sem þræddar eru í hverja kverk og látnar liggja eftr hverri þeirri línu sem jólaseríuskreytingabrjálæðingurinn á þeim bænum hefur fundið út að sé jólaleg. Látið duga jólalega eldhúsrúllu til að þurrka ykkur um munninn með eftir matinn og ef það sullast niður. Það er eina gagnlega jólaskrautið.

Ráð númer 7. Ekki reyna að hlusta á útvarpið nema að markmið ykkar sé að verða alveg ga-ga á öllu sem heitir jól, vetur, hátíð, kaup, allt, vantar, á, ekki, nóg og tilboð. Ekki nóg með að tónlistin verði óbærileg heldur verða allir aðrir hlutir það líka. Leikir, auglýsingar og meira að segja þá verða dagskrárkynningarnar einhvernveginn leiðinlegri á þessum árstíma líka. Hver hefur rifið sig upp klukkan 8:30 á jóladagsmorgun til að heyra 14. sinfóníu Bratislavnoz flutta af Krubenbeger sinfóníunni í Austurríki ásamt Vínardrengjakór Póllands.

Ég læt þetta nægja af ráðum í bili enda sýnst mér ég vera kominn í kvabb. Hinsvegar er nóg eftir af ráðum og dáðum fyrir vetrarundirbúninginn.
Athugasemdir um kommusetningu óskast.
N eru beðin velvirðingar séu þau of mörg.

   (36 af 36)  
31/10/03 21:00

Órækja

Hin fínustu ráð og hyggst ég fylgja þeim eins vel og kostur er.

31/10/03 21:01

Ég sjálfur

Veit ekki hvort ég fylgi þessu í einu og öllu, en þetta er skemmtileg lesning.

31/10/03 21:01

Júlía

Góð og gagnleg ráð. Þú er afbragðs penni og ættir að skrifa sem mest.

31/10/03 21:01

Vladimir Fuckov

Afar góður pistlingur en oss finnst þó vanta heilræði gegn snjóþyngslum, einkum fyrir þá er búa á snjóþungum svæðum. Þar má nefna að eiga matarbirgðir fyrir allan veturinn ef húsið fennir í kaf, ófært verður með öllu út úr því og björgunarsveitir (eða eitthvað sambærilegt) finna húsið eigi fyrr en að vori er snjóa tekur að leysa.

31/10/03 21:01

B. Ewing

Snjóþyngslaheimilisútbúnaður númer eitt er auðvitað dósamatur og númer 2 er prímus. Ekki láta þér detta í hug að fá endilega orku eða hita frá veitustofnunum. Þar er bara venjulegt fólk að vinna sem er ekkert að leggja sjálft sig í lífsháska fyrir nokkrar ljósaperur og ofna.

31/10/03 21:01

Skabbi skrumari

Frábær ráð... en hvað með afþreyingu í rafmagnsleysinu, í staðinn fyrir Baggalútinn okkar... ég er ekki að segja að eitthvað komi í staðinn, en ef eitthvert óheillaóhapp verður og rafmagnsleysið verður algjört í einhvern tíma, hvað skal gera þá?

31/10/03 21:01

B. Ewing

Í rafmagnsleysi myndi Baggalúturinn vera tiltölulega óaðgengilegur nema sá hluti hans sem viðkomandi rafmagnsleysingi væri búinn að skjalfesta á föstu eða fljótandi formi.

Hvað afþreyingu varðar þá vísa ég til hinnar jólalegu vísu sem endar svo:

kerti og spil, kerti og spil.
Í það minnsta kerti og spil.

Spilin Ólsen Ólsen og Rommí voru örugglega fundin upp í rafmagnsleysi.

Önnur afþreying sem vert er að nefna er,
,,Hvað sé ég í myrkrinu núna og hvað sé ég á eftir, augnpróf''
Hægt er að gera athugun á því hvort önnur skynfæri verði næmari þegar augna nýtur ekki lengur við og er þá t.d. hægt að rannsaka t.d. hvort finna megi nýja lykt í húsinu sínu og kanna áferð veggja og húsmuna nánar en almennt er gert í daglega ljósinu.

Enn önnur afþreying er á sviði rúmfræðinnar og verður ekki farið nánar út í hér enda þurfa þá að vera að minnsta kosti 2 rafmagnsleysingjar á svæðinu til að rúmfræðasamanburður þyki boðlegur sem afþreying.

1/11/05 21:01

Þarfagreinir

<s>

1/11/05 21:01

Þarfagreinir

Blabla

1/11/05 21:01

B. Ewing

</s> [Lagar til eftir þarfa]

2/12/06 13:02

krossgata

Lagar hvað? Það gerðist ekkert.

9/12/06 12:00

Útvarpsstjóri

Hvað gekk hér á?

2/12/07 19:02

B. Ewing

Haha ! Ekkert sést lengur...

3/12/07 09:00

krossgata

Hvað sást áður?

10/12/07 03:01

Wayne Gretzky

ÞARFAGREINIR

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.