— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/07
Ábyrgð - NEI TAKK

Æi, þetta er ósköp þreytt umræðuefni og raunar fæ ég að tuða svo mikið í vinnunni að ég hef kannski ekki miklu við að bæta. Og þó.

Okídókí, þá er í raun og sann komin kreppa. Sumir voru bara lengur en aðrir að vakna og finna fnykinn.

En djöfull langar mig til að æla (er reyndar með helv haustpestina) þegar ég hlusta á þessar klisjur og lýðskrum á Alþingi og víðar. Djös andlaus æla um að nú verði allir að standa saman og taka ábyrgð?!

Bíddu nú. Á hverju á ég að taka ábyrgð? Er ábyrgð mín þá sú sama og bankastjóranna og allra grúppanna? En ég hef verið góð. Ég var aldrei hrifin af þessu einkavæðingarpartíi. Bankinn minn hefur aldrei boðið mér á ítalska óperu, eða Tom Jones, og ég hef hvorki fengið tívolíútvarp né ipod í jólagjöf frá vinnuveitanda. Ég á ekki þyrlu og hef ekki einu sinni tekið bílalán. Þegar ég á afmæli er Elton í mesta falli leikinn af geisladisk. Ég á ekki hlutabréf í neinu grúpp og kortin mín eru réttu megin við núllið. Ég tók ekki þátt í sukkinu - var raunar aldrei boðið í teitið - svo af hverju ætti ég að fá timburmenn?

Það hljóta líka að vere einhverjir fleiri - trúi því ekki að ég hafi bara verið lögð í svona hrottafengið einelti - sem ekki duttu í það... Það hafa örugglega margir bara verið á bíl í partíinu eða bara rétt horft inn um gluggana án þess að vera boðið inn? Eiga virkilega allir að bera sömu ábyrgð? Sumir ábyrgð MEÐ starfslokasamningi?

Enginn er eyland (mér hefur ekki enn tekist að útfæra endanlega sjálfbæra konungsdæmið mitt á Vatnajökli fjarri fólki og heimsins glaumi). Svo að væntanlega verð ég að taka afleiðingunum af sukki misvitra glamúrgaura og þotuliðs. Afleiðingarnar verða væntanlega verðhrun á fasteign minni, kjaraskerðing vegna verðbólgunnar og annað leiðinlegt. En að ég fari að taka ábyrgð á þessari andskotans vitleysu? ALDREI ALDREI ALDREI

Venlig hilsen - og Ísland aftur undir krúnuna!
Krumpa (í hot panodílvímu).

   (12 af 114)  
31/10/07 06:01

Wayne Gretzky

Lifi krumpa!

Töff félagsrit.

31/10/07 06:01

Kiddi Finni

Rétt hjá þér.

En en en... eins og sagt var um sovétríkin sálugu, að konjak er eitthvað sem alþýðan drekkur gegnum forrustumennina sina. Sömuleiðis eru efnahagstimburmenn eitthvað sem alþýðan á að glíma við eftir sukk forráðamanna sinna. Ekkert gaman en svo virðist að vera.

31/10/07 06:01

Anna Panna

Amen systir!

31/10/07 06:01

krumpa

hmm...kannski, en þegar ákveðin hugmyndakerfi hrynja hefur líka þótt vinsælt að hengja eða hálshöggva stórlaxana (sbr. t.d. Frakkland 1789) - það finnst mér góð hugmynd!

31/10/07 06:01

Þarfagreinir

Gaman að sjá eitt af þínum kjarnyrtu ritum á rafmælisdaginn þinn.

Annars tók ég þátt í sukkinu, þó ég hafi nú aðallega fengið brauðmola af veisluborðinu. Skulda ég eitthvað?

31/10/07 06:01

krumpa

Ja - mér finnst spurning hvort það ætti ekki að taka þig, velta upp úr tjöru og fjöðrum og sýna á torgum öðrum til viðvörunar.

31/10/07 06:01

Jarmi

En hérna, þegar maður sér að partýið er komið út í rugl, er þá ekki mál að koma sér í burtu í tíma?
Þegar löggan mætir til að leysa upp partýið sem er gengið alltof langt þá spyr hún ekkert hvort þú hafir verið að sukka, öllum er hent í bílinn og dröslað niður á stöð. Heppin ef þú ert ekki lamin í lyftunni líka.

31/10/07 06:01

Nermal

Eigum við að hálshöggva Jón Ásgeir????

31/10/07 06:01

krumpa

Það voru ekki mín orð en....

31/10/07 06:01

krossgata

Fyrir mér er svipað komið og þér. Og fyrir sjónum mér sveimuðu sukkararnir með sýndarpeningana með forsætisráðherra tók þjóðina í sögutíma og leiðbeindi um hvaða gildi skylu höfð í hávegum á þessum tímum (af því við blábjánarnir vitum það að sjálfsögðu ekki). En sá ég fyrir mér þessa sukkara með sýndarpeningana dregna til ábyrgðar... uuu nei.

Verður það ekki þannig að þeir sem voru í partýinu fara bara og djamma einhvers staðar annars staðar á meðan við sem stóðum fyrir utan verðum lamin í lyftunni?

(Það er líklega augljóst að ég á ekki Panodil Hot)
[Klórar sér í höbbðinu og leitar sér bjartsýni]

31/10/07 06:01

Billi bilaði

Ég er með erlent lán á örinni í hausnum á mér...

... ætli hún verði tekin eignarnámi?

<Skálar fyrir rafmæliskeisaraynjunni>

31/10/07 06:01

Villimey Kalebsdóttir

Ekki var mér boðið í teitið! ÉG TEK EKKI ÁBYRGÐ Á NEINU.
Ég sé ekki eftir neinu.

31/10/07 06:01

Jarmi

Já og Nermal, ef þú hefur svo mikið sem einu sinni verslað í Bónus, þá vil ég að þú dragir þessi orð þín til baka varðandi Jón Ásgeir. Annað er hræsni.

31/10/07 06:01

Billi bilaði

<Hálsheggur sjálfan súg og hrækir í strjúpann>

31/10/07 06:02

Hóras

Ég á banana í tugatali - hver meðal ykkar vill kaupa?

31/10/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hver sá sem leggur sitt fé í vörslu slíkra drengja , á sig sjálfan að skammast

31/10/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Ekki er lausafjárkreppa hjá mér...

[Telur peningana í tanknum]

31/10/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Annars alveg orð að sönnu Krumpa mín. Af hverju á almenningur að blæða fyrir þessa blábjána sem slógu ryki í augu almennings og eyddu um efni fram? Hvað er gert við Jón úti í bæ þegar hann gerir slíkt? Hann er settur í GJALDÞROT og allt tekið af honum! Svei!!!

[Horfir niður um hálsmálið á Krumpu]

31/10/07 07:00

Lopi

Hverngi væri að taka upp opinberar hýðingar aftur.

31/10/07 07:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Krumpuvel mælt & ritað. Skál !

31/10/07 08:01

Golíat

Gaman að heyra í þér Krumpa.
Enn ertu skýrmælt og skorinorð,
og skerð ekki utan af neinu,

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.