— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/12/06
Viltu græða milljón?

Fasteignaviðskipti geta verið flókin og snúast oftar en ekki um aleigu fólks. Þegar staðið er í slíkum viðskiptum er því mikilvægt að ráða sér til aðstoðar hæfa og heiðarlega menn. Gott er líka að viðkomandi fasteignasalar stundi yfirveguð vinnubrögð og LESI eða láti lesa þann texta er þeir senda frá sér um fasteignir... Þá sér maður að vinna þeirra er vönduð og vel má treysta þeim fyrir aleigunni.

Eftirfarandi er það sem ég fann - án þess að vera að leita - á netinu í gær. Hafa ber í huga að þetta er einungis toppurinn á ísjakanum. Þá er þetta fyrst og fremst til gamans gert þó að öllu gamni fylgi einhver alvara...

Hér er brot úr auglýsingu þar sem um er að ræða 95 milljón kr. hús og sölulaunin því varla undir milljón:

GLÆSILEGT ARKITEKTA HANNAÐ EINBÝLI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNIS STAÐ ÞAR LANDSLANGS MÁLVERK OG GLÆSILEGT ÚTSÝNI ER BER FYRIR AUGU HÚSRÁÐENDA ÚT UM GLUGGANN. (skáldlegt?)

Sérhannaður aren er í stofu og nýtur hanns bæði í stofunni og úr alrýminu.

Bílskúrinn er stór, innbyggður og flísalagður, hann er ekki notaður sem slíkur í dag og eru á honum stórar ál glerhurðar.

Hér er sennilega sett met í fjölda villna í flokki stuttra texta - og það án þess að tekið sé tillit til setningarskipunar og orðalagsklúðurs:
Skrifstofuhúsnæði á annari hæð sem búið er að skipta upp í 12 rými samtals um 370fm allt húsnæðið hefur verið tekið í gegn þ.e. sett ný gólfefni, nýjir tvöfaldir gifsveggir, rafleiðslur og vatslagnir hafa verið tekin í gegn.
Hægt að nýta undir margskonar rekstur.
Gott aðgengi og lifta.

Og ef þið viljið flytja til DÚÐARDALS þá eru tvö EINBÍLI til sölu þar:
Stór skemmtileg 5 herbergja 157,2 fm. einbílishús ásamt 30,2 fm bílskúr

Þessi vekur svo upp spurningar um hversu langt fasteignasalar ganga til að firra sig ábyrgð en í auglýsingunni voru MYNDIR af téðum leiktækjum:
Húsið og sameign er í góðu standi og garðurinn er vel hirtur verðlaunagarður með leiktækjum fyrir börn (að sögn seljanda).

Aðrir gullmolar:
Ég bara vissi ekki að hol kæmu og færu...
Hol með náttúrusteini og parketi (kemur saman í boga) - nýlegur fataskápur /Barnaherbergi með parketi - fataskápur /Eldhús með náttúrusteini á gólfi - mjög falleg uppgerð sprautulökkuð eldri innréting...

Innréttingar ná allar uppí loft og er útsýni til fyrirmyndar á eina þrjávegu.
Já, það er nú betra að útsýnið frá innréttingunum sé í lagi!

Möguleiki er að opna úr íbúð í garð og jafnvel stækka og sömuleiðis kanna að vera möguleiki á stækkun við inngang. Innangengt í sameiginlegt þvottahús og geimsla er innan íbúðar.

Vönduð vinnubrögð kosta ekki mikla fyrirhöfn en á ég að borga fasteignasala sem skrifar ÁKVÍLANDI og GREIÐSLUBIRGÐI 50 þús fyrir að sjá um skjalagerð fyrir mig?

Sem dæmi um ruglið þá er í 134 auglýsingum á mbl talað um ANDYRI (ANDIRI kemur líka fyrir) og í fjölmörgum um HEBERGI (HERBEGI er þó algengara), ELDÚS og INNRÉTINGAR. Í ljósi þess að í fasteignaauglýsingum eru það yfirleitt sömu 10-20 orðin sem koma fyrir aftur og aftur þá er fremur slappt að geta ekki lært þau.

Jájá, ég veit að nú fer Offari að tuða, en mér finnst svona vinnubrögð lítið traustvekjandi og mig kitlar ekki beint í lófana að gefa þessum mönnum alla peningana mína... Fyrir öll sölulaunin ætti að vera hægt að láta lesa þessar auglýsingar yfir - eða hvað? Skiptir kannski bara engu máli (jafnvel hjá fólki sem maður BORGAR fyrir að semja texta) hvernig málfari og stafsetningu er háttað?

   (25 af 114)  
2/12/06 20:00

krossgata

Ja og fyrir allar hinar villurnar, úff. Endilega veldu þér einhvern annan!

Skáldlega upphafið er óskiljanlegt og minnir mig á setningu úr Lísu í Undralandi. En ég velti fyrir mér hvort bílskúrinn er ekki notaður sem innbyggður og flísalagður í dag? [Klórar sér í höfðinu]

2/12/06 20:00

krumpa

Annan? Þeir eru allir svona - þetta eru brot úr auglýsingum frá sex aðilum!

2/12/06 20:01

Regína

Skáldlega upphafið er hreinlega ekki rétt mynduð setning. Það vantar samhengið frá upphafi til enda, en ég er alveg viss um að Lísa í Undralandi er betur skrifuð.
En mikið skelfing langar mig oft að tuska til þá sem prófarkalesa fasteignaauglýsingar, eða eiga að gera það.

2/12/06 20:01

krossgata

Lísa í Undralandi er mikið betur skrifuð er þar er svona setning sem er (mitt uppáhald) líklega ádeila á svona þvaður, setningin er svona lauslega þýdd:

Vertu það sem þú vilt virðast vera - eða ef þú vilt fá þetta einfaldað -
Aldrei hugsa þér þig vera ekki öðruvísi en það sem gæti virst vera öðrum það sem þú værir eða gætir hafa verið ekki öðruvísi en það sem þú hefðir verið myndi virðast þeim vera öðruvísi.

2/12/06 20:01

Regína

-eða ef þú vilt fá það einfaldað-
Gaman að þessu, ég er viss um að rafmælisbarn dagsins hefur hrifist af þessari snilld og tekið sér til fyrirmyndar.

2/12/06 20:01

B. Ewing

Fasteignaauglýsingar eru ekki prófarkarlesnar af dagblöðunum eða vefmiðlunum. Fasteignasalarnir og/ eða ritarar á þeirra vegum bera alla ábyrgð á þessum málfars- og stafsetningarvillum.

Ég þarf greinilega að lesa fasteignablaðið betur enda ágætis skemmtefni á ferð, að því er virðist. [Ljómar upp]

2/12/06 20:01

Grágrítið

Eldhús með útsýni yfir Esjuna, þar er tengi fyrir þvottavél.

2/12/06 20:01

Ívar Sívertsen

Einhvers staðar sá ég eftirfarandi: Stofa í framhaldi og þar verður að ganga út í garð.

Ber manni sem sagt skylda til að ganga út í garð þegar farið er um stofuna?

2/12/06 20:01

Þarfagreinir

Hátt til lofts og vítt til veggja = engir veggir né þak.

2/12/06 20:01

Snabbi

Ég les nú frekar Íslendingasögurnar en einhverja ómerkilega fasteignakálfa.

2/12/06 20:01

Offari

Ekki ætla ég að tuða núna því ég er sammála þér, Því sá sem hefur af því atvinnu að skrifa auglýsingar og fasteignalýsingar á að vanda sig. Ef ég væri starfandi við þessa grei væri ég örugglega búinn að læra að stafsetja algengustu orðin sem maður ritar.

2/12/06 20:01

Nermal

Já, þessir menn hafa andað einhverju undarlegu að sér....

2/12/06 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

[ Hristir höfuðið í vanmáttugri, hljóðri skelfingu ]

2/12/06 21:00

Jóakim Aðalönd

[Grætur af hlátri yfir innleggi Ívars]

2/12/06 21:01

Tina St.Sebastian

Það á að kasta stafsetningarorðabókum í hausinn á þessu liði þar til það lærir.

Annars finnst mér ótrúleg þessi árátta fasteignaauglýsingaritara að neita að muna að nafnið á löngu götunni með öllum búðunum er Laugavegur en ekki Laugarvegur. Sama gildir um fíflin sem búa í Reykjarvík eða Hafnafirði. Þau ættu að flytja til Vestmannseyja eða Bandaríkis Norður Ameríkanna.

3/12/23 04:01

Sundlaugur Vatne

Laumupúkast:
Sko ef einbílishús er með bílskúr, er þá ekki tvíbílishús með tvöfaldan bílskur? [Starir heimskulega út í loftið]

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.