— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/11/05
Námstækni fyrir alvöru töffara

þar sem ég er nú í minni síðustu prófatörn - alla vega fram að doktorsnámi (sem skýrir af hverju ég er meira ,,silent-partner" hér) ákvað ég að leyfa ykkur að njóta góðs af þeirri námstækni sem ég hef tamið mér á undangengnum árum...hefur virkað vel og er til eftirbreytni!

a) ekki líta í bók fyrr en í desember - í alfyrsta lagi og í neyðartilvikum er það heimilt í nóvemberlok.

b) berðu þig illa, kvartaðu undan álagi og illgjörnum kennarakvikindum sem setja 1000 bls fyrir í þriggja eininga kúrs.

c) þú skalt yfir önnina vinna sem mest - helst láglaunuð skítadjobb því oftar en ekki koma þau vel út á resúmeii. Reyndu að koma þér í nefndarstörf, af sömu ástæðu. Vertu full/ur, æfðu fluguhnýtingar, prjónaðu, haltu saumaklúbba en umfram allt EKKI LÆRA.

d) viku fyrir upplestrarfrí skaltu svo vakna upp í andnauð og svitakasti - prófin eftir tíu daga og þú ert ekki búin/n að gera neitt í því að redda þér bókum....

e) ákveddu að þú þolir þetta álag ekki og bíddu enn með það um sinn að redda bókum.

f) sjö dögum fyrir próf skaltu prenta út kennsluáætlanir - svona til að hafa einhverja glóru. Hvíldu þig vel á eftir.

g) fimm dögum fyrir próf ferðu niðrá bókasafn eða hlöðu og hendist þar um eins og geðsjúk tilraunarotta í örvæntingarfullri tilraun til að finna draslið. Reynir svo að hlera hvort það sé nokkuð mikilvægt að lesa ALLT og hvort einhver geti ekki reddað massívum glósum...ert ákaflega ánægð/ur með að hafa verið svona dugleg/ur og slappar vel af um kvöldið...

h) þrír dagar í próf. Þú prentar út glósur sem þú stalst einhvers staðar og hvílir þig svo með því að horfa á sjónvarpsþátt um pípulagnir.

i) síðustu tveir dagarnir fara svo í PANIK. Þú þarft ekki bara að lesa heldur LÆRA þúsund blaðsíður. Þú sefur ekki, borðar ekki. Þú drullusérð eftir öllum tímanum sem fór í ekki neitt. Glósur eru eins og hráviði um alla íbúð - þú blaðar taugaveiklunarlega í gegnum þær, en nærð ekki innihaldinu. Þú ákveður að þetta sé ekki hægt. Helvítis kennarar.

j) mætir í prófið ósofin/n, illa til reika, og stamar uppúr þér samhengislausu þrugli. Skilur ekki spurningarnar sem kennarar eða prófdómarar beina til þín og ert guðs lifandi fegin/n að sleppa lifandi frá þessu. Reiknar með falli og brottrekstri frá námi.

k) einkunnirnar birtast um kvöldið. Og hvað? Þú ert semídúx! Ertu glöð/glaður og þakklát/ur? Finnst þú vera heppin/n?Ákveðurðu í auðmýkt þinni að vera betri á næstu önn? Heitirðu á guð og góða menn að gera betur fyrst þú slappst svona vel í þetta skipti?

NEI - þú ert hamstola af bræði út í þessa bévítans nörda og bókabéusa sem toppuðu þig! HELVÍTIS FÍFLIN! Helvítis kennarasamsæri!!!

Lifið heil.

   (31 af 114)  
2/11/05 11:01

Regína

Já, það var einhvern vegin svona.

2/11/05 11:01

Herbjörn Hafralóns

Jæja, nú skil ég af hverju keisaraynjan hefur vanrækt mig síðustu vikurnar. [Hraðar sér í Teningahöllina]

2/11/05 11:01

krossgata

Þetta er nú bara lýsing á námsferli mínum.
[nostalgíukast]
Fyrir utan að ég gerði massívar glósur í tímum og mínar voru gefnar út í upplagi sem dugði árganginum. Ritgerðir voru unnar nóttina fyrir skiladag. Þetta hélt manni nú slank og fínni öll námsárin.

2/11/05 11:01

Þarfagreinir

Ég kannast aðeins við þetta. Mín námstækni var ekki svona gróf, en það er sitthvað þarna sem ég er sekur um.

2/11/05 11:01

Finngálkn

Nú er nú gaman að vera illa gefin á bókina... og geta ekki leyft sér slík vinnubrögð!

2/11/05 11:02

Offari

Ég lét mér yfirleitt nægja að lesa daginn fyrir prófið ef einhver tímdi að lána mér bókina sína.

2/11/05 11:02

Undir réttu nafni

Ég hélt að svona væri lært samkvæmt námsskrá allstaðar á Íslandi!

2/11/05 11:02

Nornin

Jebb... þessi hefur virkað fyrir mig hingað til [Glottir]

2/11/05 12:00

Jóakim Aðalönd

Mig líka. Ég keypti ekki einu sinni bækurnar síðari tvö árin í mínu B.S. námi. Fékk samt fyrstu einkunn.

Þetta er annars bráðfyndinn pistlingur hjá þér krumpa. Ég er ekki hissa að þú skulir fá háar einkunnir í lögfræðinni, þar sem þú hefur mjög beittan og beinskeyttan stíl. Það virkar fyrir lögfræðinga!

2/11/05 12:00

krumpa

Takk fyrir það frændi. Ég var annars um daginn að KENNA yngri nemum námstækni (í alvöru - á launum og allt) og það var ekki alveg svona beitt og beinskeytt...

2/11/05 12:00

Heiðglyrnir

Jamm hún krumpar þessu saman, tekur skot og það er undntekningarlaust karfa...Þakka fyrir það krumpa mín.

2/11/05 12:00

Rauðbjörn

[Flissar]
Nákvæmlega!

[Panikar]
Hálftími í eðlisfræðipróf! Andskotinn!

2/11/05 12:01

Rauðbjörn

[Gleðst]
Þetta var bara skítlétt. Takk fyrir mig.
[Brosir]

2/11/05 12:01

B. Ewing

Þetta er fín námstækni og er mælt með henni af helstu sérfræðingum* um allan heim.

.

.

.

.

.

*[Sérfræðingarnir eru ekki endilega sérfræðingar í námstækni]

2/11/05 12:01

Anna Panna

Ég er greinilega, a.m.k. skv. þessari skilgreiningu, alvöru töffari... [Fær sér sígó og hrækir á stéttina]

2/11/05 12:01

Blástakkur

Ég hef það persónulega fyrir reglu að byrja aldrei að læra undir próf fyrr en tveimur dögum áður en prófið skal hefjast. Það hefur gefist sæmilega vel.

2/11/05 12:02

Goggurinn

Ég læri vel af föður mínum. Ég hef sömu reglu á og Blástakkur, annað er helber vitleysa.

2/11/05 12:02

Don De Vito

Já heyrðu, ég er að fara í próf á morgunn...

2/11/05 13:01

Nornin

Fjandinn hirði alla kennara!
Nú þarf ég að lesa 250 glærur á 3 tímum!
Ég næ þessu aldrei!
[Fer og vaskar upp]

2/11/05 13:01

krumpa

jamm - merkilegt hvað uppvaskið er heillandi í prófunum.
Gangi ykkur annars öllum sem allra best!

2/11/05 13:02

Don De Vito

Takk fyrir og sömuleiðis, nú fer þetta að klárast.

2/11/05 13:02

Vladimir Fuckov

Best er að nota langtímaminnið á þær námsgreinar er máli skipta og skammtímaminnið (*) á þær námsgreinar er skipta minna máli. Þær námsgreinar eru merkilega margar. Nauðsynlegt er hinsvegar að geta metið af einhverju viti hvaða námsgreinar það eru sem eru mikilvægar eða ekki mikilvægar svo þetta gangi almennilega.

(*) Aðferð sú er krumpa lýsir

2/11/05 14:00

kolfinnur Kvaran

Sekur um að vera töffari

2/11/05 14:01

Litli Múi

Fór í gegnum alla rafeindavirjunina í iðnskólanum með töffaraskap, næssssss.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.