— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 31/10/05
Brandarar

Þetta virðist vera í svipuðum gæðaflokki og annað hér -svo að ég læt það bara flakka! Er annars ennþá farin!

Undanrennubrandari
Maður kom í mjólkurbúð og ætlaði að kaupa undanrennu. Stelpan á kassanum tók umbúðinnar af undanrennunni en þá rann hún bara út um allt. Maðurinn trylltist og skaut stelpuna. Þá kom verslunarstjórinn og ÁKÆRÐI manninn. Maðurinn vildi ÁKÆRA búðina fyrir að selja undanrennu sem rynni undan.
Þá fór verslunarstjórinn bara að hlæja og sagði HAHAHA - það hafa nú margir reynt á undan þér HAHAHA. En dómstólar hlusta ekki á svona rugl því að undanrenna rennur undan - annars væri hún bara rjómi HAHAHA. Maðurinn skaut þá verslunarstjórann í hnéð og nú liggja þeir saman á gólfinu og sleikja upp undanrennu!
UNDAN - RENNA! Get it?

   (41 af 114)  
31/10/05 16:01

Haraldur Austmann

Nei. Viltu segja hann aftur?

31/10/05 16:01

Offari

Úlla brandari var betri, en ég hló samt smá að þessum.

31/10/05 16:01

Ugla

Krumpa þó.....!

31/10/05 16:01

ÁTVB

Þetta er morkið!

31/10/05 16:01

Þarfagreinir

Gott hjá honum að poppa kappi í skelina á gaurnum. Maður á ekki að líða svona ófyndið bull.

31/10/05 16:01

Þarfagreinir

Þetta er samt bara einn brandari. Titill ritsins er því villandi.

31/10/05 16:01

Bismark XI

Þetta er málið Krumpa

31/10/05 16:01

krumpa

Afsakaðu, Þarfi. Hugmyndin var að skrifa líka um SjÓNVÖRP - sem tækju augun úr mönnum og vörpuðu þeim burt - SJÓN-VÖRP.
Eða um hjól-barða - eða lakkrís-ís - eða raf-geymi .... Svo fannst mér þetta bara svo dæmalaust heimskulegt og tilgangslaust að ég nennti ekki meiru.

31/10/05 16:01

Haraldur Austmann

Nei, ekki láta svona. Segðu okkur þessa brandara líka - þeir hljóma vel.

31/10/05 16:01

Þarfagreinir

Hún er búin að segja þá. Ég hló mikið.

31/10/05 16:01

Vladimir Fuckov

Hver er eða var þessi Brand-Ari sem allir eru að tönnlast á þessa dagana ?

31/10/05 16:01

Haraldur Austmann

Ó? Jæja, ég er bara svona fattlaus.

31/10/05 16:01

Heiðglyrnir

Sjón-vörp hahhahaahahahahahhaahaaah...Krumpa þú ert perla. Hhahaaahahahaaa. Úllala.

31/10/05 16:01

Sundlaugur Vatne

Ég þekki Brand Ara. Hann var með mér bekk í héraðsskólanum. Sat alltaf í öftustu röð.

31/10/05 16:01

Dula

Ömurlegt!

31/10/05 16:01

Jóakim Aðalönd

Ég hló ekkert að brandara Úlla, en ég hló talsvert að þessum! HAHAHAHAHA! Skaut hann í hnéð...

31/10/05 16:02

Golíat

Glæsilegt Krumpa, en ég efast um að Úlli skilji sneiðina.

31/10/05 16:02

Úlfamaðurinn

Jájá. Nú fatta ég hann. Undanrennan var sem sagt í raun farsími og þá hlýtur farsíminn hjá mér að hafa verið undanrenna. Bannsettur samsendarvandinn hjá böddanum er að gera okkur grámygluleg hérna.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.