— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/05
ÉG ER PARTÍ ! Je suis partiée....(eða hvernig í sandskotanum sem þetta var nú aftur skrifað- hah -alltof langur titill hjá mér!)

Ég er farin. Veit ekki hvort ég kem aftur. Vonandi þó. Sumra mun ég sakna. Annarra ekki.<br /> <br />

Satt að segja er búið að vera hundleiðinlegt hérna frá opnun eftir sumarfrí.... Einn hálfvitinn stofnar þræði í hvert sinn sem honum dettur í hug að leysa vind... Annar hálfvitinn skrifar níð um hvern sem honum dettur í hug... Og við hin erum þeir hálfvitar að æsast öll upp og svara þessum sauðum eins og í kappræðu....

Ég persónulega hef nóg annað að gera en að ala upp illa ritfæra, treggáfaða, fordómafulla hávaðabelgi - sem meina kannski ekki neitt en vilja bara æsing og læti.

Elsku krúttin mín, þetta er bara ekkert gaman lengur.
Sjáumst síðar.

   (43 af 114)  
31/10/05 04:02

Þarfagreinir

Nei!

Andskotinn.

Þú einblínir bara á hið neikvæða.

Hérna fer enn ýmislegt skemmtilegt fram.

Ekki fara.

31/10/05 04:02

Offari

Það verður einhver að skammast í okkur.

31/10/05 04:02

Ívar Sívertsen

Láttu ekki svona Krumpa, það er verið að vinna í málunum! Ég alla vega sit ekki þegjandi hjá þegar svona er vaðið yfir mig! Stattu frekar með okkur!

31/10/05 04:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Er ekki bara málið að sníða fram hjá þessu neikvæða? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mannskaðurinn hér stendur í einhverskonar halla, en það er synd ef allir þeir sem hafa eitthvað gott og skemmtilegt til málanna að leggja skuli vera hraktir burt af einhverjum ólýð.

En jæja, ég styð þína ákvörðun svona til samlætis, en mun samt sem áður sakna innleggja og rita þinna.

31/10/05 04:02

Herbjörn Hafralóns

Við megum ekki gefast upp fyrir þeim sem saurga Gestapó með alls kyns óhróðri. Komdu bara að kveðast á.

31/10/05 04:02

Heiðglyrnir

Kæra Krumpa, þín verður sárt saknað. Riddarakveðjur.

31/10/05 04:02

Jarmi

Æji, kommonn, enga fýlu. Ég var bara að grínast.

31/10/05 04:02

Haraldur Austmann

Ég lofa hætta að skrifa níð...[not]

31/10/05 04:02

Vladimir Fuckov

Óþarfi er að gleðja tröllin með því að hverfa til frambúðar - vjer vonum að þjer snúið aftur. Sje hægt að draga lærdóm af sögunni er hann sá að svona vandamál jafna sig oftast með tímanum.

31/10/05 04:02

Galdrameistarinn

Enga bölvaða vitleysu krumpudýrið þitt.
Þú vogar þér ekki að láta tröllin flæma þig í burtu því her er hellingur af skemmtilegum hlutum að gerast.

31/10/05 04:02

Offari

Á svo að kenna Tröllunum um þennann ósóma?

31/10/05 04:02

Isak Dinesen

Ég skil ágætlega hvað þú ert að fara. Hér var einu sinni gaman. Nú er hundleiðinlegt *jafnvel* þó sumarfríið sé nýbúið. Eflaust leiðir þetta ástand til þess að fólk með viti fer smám saman að yfirgefa Gestapóið og á endanum verða engir eftir hér nema fávitar og fífl (engin dulnefni nefnd) sem enginn vill þekkja.

Vertu sæl Krumpa.

31/10/05 04:02

feministi

Djöfull sem þetta er fúlt.

31/10/05 04:02

Ísdrottningin

Þú verður nú að gefa mér tækifæri, ég var bara að kom heim.

31/10/05 04:02

Ívar Sívertsen

Ég ætlaði að fara að hella mér aðeins betur yfir þennan Kristján en þá kom á daginn að hann er hættur og vonandi kominn friður á. En við viljum ekki að hann komi aftur þannig að ég er að reyna að koma á viðeigandi ráðstöfunum! EN elsku Krumpa, ekki hætta!

31/10/05 04:02

Tigra

Hey... sumir ósómar eru meira að segja hættir.

31/10/05 04:02

Ívar Sívertsen

Já og hefur nokkuð sést til hins?

31/10/05 04:02

Þarfagreinir

Ekki mikið í dag - hann gaf það í skyn að hann ætlaði að minnsta kosti að draga úr skrifum sínum.

31/10/05 04:02

Haraldur Austmann

Það sagði ég aldrei!

31/10/05 04:02

Ugla

Hvað með Colin Firth aðdáendaklúbbinn Krumpa?
Æltarðu að skilja okkur hinar eftir eins og höfuðlausan her?
Ég sem þoli ekki einu sinni Colin Firth.
Ég var bara í þessum klúbbi út af þér!

31/10/05 04:02

Tigra

Þú ert enginn ósómi Halli minn.
Miklu frekar sómasveinn... sem er þó uppstökkur á köflum.

31/10/05 04:02

Hakuchi

[Beinir haglabyssu að Krumpu]

Þú ferð hvergi. Þú ert of ómissandi.

31/10/05 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Mig langarsvoldið að fara með þér enn ég held þettað lagist alt bráðum .Förum hvergi. Krumpa!

31/10/05 04:02

feministi

Æ það er samt eitthvað svo ömurlegt þegar hann er farinn, þá fara besservisserarnir aftur að skamma okkur hin.

31/10/05 05:00

Hvæsi

Ég skal vera stilltur og fara á salernið með búkhljóðin mín.

31/10/05 05:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þar fór heldurbetur í verra.

31/10/05 05:00

Nornin

Ég er reyndar sammála þér Krumpa mín.

31/10/05 05:00

Golíat

Krumpa, láttu ekki einhverja blábjána eyðileggja Lútinn fyrir þér. Svona gengur alltaf yfir og allt verður gott eins og í gamla daga.........

31/10/05 05:01

Nermal

Við eigum ekki að láta einhverja vanvita stöðva okkur í að hafa gamann hérna. Það er nefnilega svo mikið af skemmtinlegu fólki hérna. Ég er t.d einstaklega skemmtinlegur og yndislegur.

31/10/05 05:01

Skabbi skrumari

Ef þú kemur aftur eftir viku, þá verður allt orðið gott aftur... sjáumst þá...

31/10/05 05:01

B. Ewing

Lestu spána þína í dag Krumpa.

31/10/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Ég íhugaði að hætta á dögunum, eftir leiðinda hrinu. Ég var sjálfur með hryðjuverkastarfsemi og hélt að það yrði mér til skemmtunar, en mér skjöplaðist hrapalega.

Þá ákvað ég bara að rifja sjálfur upp gamla tíma og fara að bulla og vitleysast sjálfur, enda er Gestapó aldrei betra en Gestapóarnir sjálfir.

Í tilefni af því langar mig að biðja þig að fara úr pottinum, þurrka þér og koma svo að spila Ólsen við mig. Skál!

31/10/05 05:01

Sundlaugur Vatne

Nei, Krumpa mín, maður hættir ekki bara sisvona þó ástandið sé ekki eins og bezt verður á kosið. Maður reynir frekar að bæta ástandið, hrella nýliðina svo að aumingjarnir láti sig hverfa en aðeins þeir sem falla í hópinn sitji sem betri menn, karlar og konur, á eftir.
Ekki fara, Krumpa mín, gerðu það, ekki fara, ha!

31/10/05 05:02

Upprifinn

Krumpa er ekki að lesa þetta, hún sagðist vera farin og hefur ekki skráð sig inn síðan.
eina leiðin er að senda henni tölvupóst.

31/10/05 05:02

Sundlaugur Vatne

Hún getur nú lesið þetta þó hún skrái sig ekki inn, kæri félagi.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.