— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/05
Tiltekt í félagsritum -

...þori ekki öðru - maður veit aldrei hvenær tiltektarsveinarnir verða aftur á sveimi...

Hitti áðan Fransmann á netinu og ætlaði nú aldeilis að fræða hann um land og þjóð, hér á eftir fer það sem okkur fór á milli:

F: Iceland, hvað er svo verið að gera Í Iceland?

Ég: Oh, ekki mikið, var að klára ævisögu helstu þjóðhetjunnar okkar.

F: Þjóðhetju? Svona eins og Robbespierre, Ghandi? Garibaldi? Ha?

Ég: Ja, ekki alveg kannski. En hann varð til þess að við losnuðum undan yfirráðum konungsins.

F: Jáhá, var þetta mjög vondur konungur? Fjöldaaftökur? Píndi ykkur í hermennsku? Lokaði ykkur í kassa og lét geitur sleikja á ykkur iljarnar? Ha? Við gerðum það sko í Afríku.

Ég: Nah, ekki beinlínis sko, en við vorum látin borga skatt, reyndar minni skatt en hinar nýlenduþjóðirnar en hann seldi okkur sko stundum gamlar kartöflur.

F: Aha (greinilega ekki mjög sjokkeraður yfir geypilegri grimmd þessa vonda kóngs). Og hvernig bjargaði hetjan ykkur?

Ég: Hmmm...hann sko mótmælti.

F: Hverju mótmælti hann? Þrældómi? Skattpíningu?

Ég: Ha, nei, hann mótmælti eiginlega ólöglegum fundarsköpum.

F:Hvernig mótmælti hann svo? Brenndi byggingar? Byggði fallexi? Skaut embættismenn?

Ég: Nei, reyndar ekki, hann eiginlega sagði bara að hann mótmælti.

F: (Ekki upprifinn) nú, og hvað gerði hann fleira?

Ég: Hann var ritstjóri líka sko...

F: Núnú, ódauðleg pólítísk verk? Eins og Macchiavelli? Locke? Voltaire?

Ég: Neiii, þetta var nú eiginlega meira svona tímarit. Held það lesi það enginn í dag sko...(roðna ógurlega)

F: Og þetta er þjóðhetjan ykkar? (veltir greinilega fyrir sér hvernig restin af Íslendingum sé)

Ég: (reyni í örvæntingu að finna eitthvað sem heillar þennan franska uppskafning....leita og leita...) Huh, jú hann var víst með siffa kallinn!

F: AHA... (Frakkinn loksins upprifinn yfir því að þessi ,,hetja" eigi eitthvað sameiginlegt með öðrum hetjum).

Ég: (logga mig hljóðlega út af netinu og leyni skömm minni).

   (46 af 114)  
9/12/05 08:01

Gaz

*Hlær hraustlega*

9/12/05 08:01

Ugla

Frábært!

9/12/05 08:01

Offari

Ég naði þessu ekki allveg hvort var Frakkinn Upprifinn eður ei?

9/12/05 08:01

Ívar Sívertsen

Viðhorf hans er sem sagt á þá leið að íslendingar séu bara nöldrarar.

9/12/05 08:01

Nermal

Ísland !! BEST Í HEIMI !!

9/12/05 08:01

Rasspabbi

Iss. Þó svo að hann Jón forseti Sigurðsson hafi ekki farið um með alvæpni og brytjað þá niður sem voru honum óþóknanlegir gerir hann ekki að minni manni fyrir vikið. Þvert á móti þá þykir það gott merki um þróaða líffveru sem fær fram það sem hún vill með hyggjuvitinu.
Það getur hvaða bavían sem er tekið upp stein, grýtt honum í næsta mann og gargað BYLTING!
En getur hvaða bavían sem er skrifað? Hélt ekki.

Ég læt engan minnka minn þjóðrembing bara af því að hitt landið átti svaðalega heri og miklar hallir en við bara stöku ofbeldismenn og torkofa.

[Skálar]

9/12/05 08:02

Heiðglyrnir

Heyr heyr Rasspabbi....Leiðréttið mig, en er það ekki sama fólkið sem að vill ekki neinn her á Íslandi, sem er ekki alveg sátt við að okkar sjálfstæði var fengið með hyggjuviti en ekki stríðsbrölti og fallöxum....Jahérnahér.

9/12/05 08:02

Upprifinn

ég er ekki frakki.

9/12/05 09:00

Jóakim Aðalönd

Alveg er ég sammála Rasspabba og Riddaranum. Nonni var töffari og nörd.

9/12/05 09:01

Isak Dinesen

Ég man eftir þessu félagsriti, skrifuðu undir dulnefni minnir mig. Skemmtilegt rit.

9/12/05 09:01

krumpa

jamm, var skrifað undir dulnefni - er bara að koma þessu öllu á einn stað ef önnur tiltekt er yfirvofandi. Man ekki alveg hvað ég var að spá þegar ég skrifaði það svo að ég er eiginlega ekki alveg reddí til að svara gagnrýninni hér að ofan. Finnst Nonni samt alltaf hafa verið hálfofmetinn spjátrungur og held reyndar að kóngsi hafi verið hállffeginn að losna við alla íslensku ómagana...en það er auðvitað bara mín skoðun (minnir mig...)

9/12/05 10:01

Hakuchi

Nú nú var það undir dulnefni? Ég mundi eftir þessu prýðilega félagsriti (en greinilega ekki höfundinum) og datt ekki í hug að það gæti verði eftir nokkurn annan en þig.

9/12/05 10:01

krumpa

Það var eitt af alteregóunum sem átti upphaflega heiðurinn (eða ekki) af þessu riti - en ég er greinilega ekki nógu flink í alteregóabransanum fyrst ég þekkist alltaf...

9/12/05 10:01

Hakuchi

Stíll þinn er svo afgerandi brakandi skemmtilegur. Það er langtum betra að sitja föst uppi með slíkan stíl en að vera með litlausan andleysisstíl sem gæti hentað hvaða auka- eða aðalsjálfum sem er.

9/12/05 10:01

Tigra

Iss.. ef fransmaðurinn vildi heyra um blóðsúthellingar og barbara, þá hefðiru bara getað farið örlítið lengra aftur í tíman þar sem þjóðhetjur okkar frá þeim tíma hjuggu mann og annan í spað!
[Setur upp íslendingastolt svipinn]

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.