— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/05
Deilt á guðina

Fyrr má nú andsk fyrr vera helv hreingerningaræðið!! Fyrst er legið á meltunni í fjóra mánuði og svo er bara öllu hent út! SVONA TEKUR MAÐUR EKKI TIL STRÁKAR!
Þó þið séuð orðnir frægir og ríkir (vitaskuld með réttu) þá hendir maður ekki bara út öllu því gamla og sópar því burt.

Nú á ég 0 innlegg (og konungurinn 9) - ég er nýgræðingur! Kannski kærkomið tækifæri til að ná kóngsa en ég sé eftir öllum gömlu þráðunum - það var gaman að grúska í þeim...

Hér orti ég til dæmis indæla litla klámvísu - og hvar er hún nú? Horfin! Og hver veit hvort eða hvenær aftur gefst tækifæri til að setjast niður í rólegheitunum og semja klúran viðbjóð....

Ég mótmæli, og hér eftir mun ég aðeins tjá mig í félagsritum.
SKAMM SKAMM.

(til hamingju annars með afmælið Galdri - gjééét bara ekki farið að tjá mig á rafmælisþræðinum....)

   (47 af 114)  
9/12/05 06:00

Offari

Ég var bara feginn að geta byrjað aftur með flekklausa fortíð, en samt kom hún aftur í bakið á mér þótt hún sé horfin.

9/12/05 06:01

Vamban

Allur mórall grafinn og gleymdur. Það kann ég vel við.

9/12/05 06:01

krumpa

Djö eruð þið eitthvað dipló og jákvæðir!

9/12/05 06:01

Offari

Það á alltaf að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu. Neikvæðu hliðarnar eru niðurdrepandi.

9/12/05 06:01

blóðugt

Ég er í fýlu sko, alveg eins og þú krumpa. Mig langar að fá gömlu þræðina aftur, þó ekki væri nema til að geta grúskað í þeim.

9/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Jamm, hvað með alla orðsnilldina og kveðskapinn sem maður á í sarpinum? Þetta gengur ekki!

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Það ætti að kæra Venusi og hinar gyðjurnar fyrir að hafa platað París til að giftast Helenu. Síðan ætti að stofna sérstaka öryggissveit og senda hana til goðheima og hafa uppi á sökudólgunum. Svona lagað gengur ekki að ´menn´geti komist upp með svona í mörg þúsund ár og enginn aðhafst neitt,
Já, beint í steininn með Venusi.

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Ég hef aldrei samið klámvísu og skil ekki þessa sjúklegu þráhyggju fólks gagnvart klámi. Ég hef aldrei horft á klámmynd heldur. Ef ég get lifað af án kláms, af hverju getið þið það ekki?
Verið fegin að klámljóðið hafi verið tekið í burtu, enda skiptir sá kveðskapur engu máli fyrir ekta íslenskann kveðskap.

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

krumpa

Spurning um að kynna sér íslenska stafsetningu og íslenskar gæsalappir áður en ráðist er í stórkarlalegar fordæmingar á hinu elsta og göfugasta yrkisefnanna... Það að hafa aldrei
horft á klámmynd er svo bara pervert - eða þú ert tólf ára.

9/12/05 06:02

Hakuchi

Þeir hafa klárlega verið ölvaðir í allt sumar.

Sannar köntrístjörnur.

9/12/05 07:01

Vatnar Blauti Vatne

Ég tek heilshugar undir með Krumpu. Þetta er ólíðandi (sjá einnig félagsrit mitt að ofan).

9/12/05 07:01

Skabbi skrumari

Sjá svar mitt við félagsriti Vatnars...

9/12/05 07:01

Heiðglyrnir

jamm..Gott eða vont það er ekki gott að segja...pass..!..

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.