— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 6/12/05
Breytt og bætt!!! Enn um feminisma - og auglýsingar. Sagan af Jóni og Gunnu.

Ég er barasta orðin svo gegnsýrð af feminisma - nokkuð sem ég ætlaði mér aldrei að verða - að ég bara verð að fjalla hér um auglýsingar sem hafa gert mig SVOOO reiða (er auk þess með of háan blóðþrýsting svo það er ekki gott að vera mikið reið og pirruð). Hvet ykkur svo til að taka eftir litlu hlutunum - öllu þessu sem þið hafið verið alin upp og heilaþvegin til að taka EKKI eftir.

Ég heiti Gunna. Þar sem ég er alveg tröllheimsk þá fór ég á þjóðhátíð. Eins og það væri ekki nógu slæmt þá hitti ég hann Nonna þar og lét hann barna mig með það sama. Út úr því komu ekki eitt heldur tvö börn! (Að eignast tvíbura í fyrsta goti er í meira lagi tölfræðilega ólíklegt og bendir til þess að þetta hafi hent mig áður (verið reddað með útskröpun) enda er ég svo víðáttuvitlaus að ég hef aldrei heyrt um getnaðarvarnir).
Alla vega - þegar ormarnir (sem verða varla nóbelsverðlaunahafar sé tekið mið af genamengi þeirra) voru skriðnir í heiminn þá vantaði okkur Nonna bíl. Þar sem ég á engin áhugamál (til hvers þurfa konur svoleiðis?) og enga vini, og hef hvorki vit né áhuga á bílum þá var það eina sem skipti máli að nóg pláss væri fyrir ormana og fylgihluti þeirra. Þannig að við fórum í Bernhard og fengum okkur æðislega 4x4 barnakerru! Ég er svooooo glöð! Svo keyrum við fjölskyldan um (auðvitað keyrir Nonni því að eins og allir vita eru konur ómögulegir bílstjórar, hægfara og utan við sig) og það er nóg pláss fyrir ormana mína. Hvers annars gæti KONA óskað sér??? Ég bara spyr!

Svo er það hann Þröstur. Þar sem Þröstur er karlmaður og þarf ekki að burðast um með leg hefur hann rétt á áhugamálum. Hann má hugsa um sjálfan sig, spila golf og leika sér. Gunnan hans er bara heima með ormana og þarf engan bíl (hvert í ósköpunum ætti hún líka að fara?). Þröstur er afburðaslakur í golfi og er aðallega í því að hrekkja máva, enda eru það einu fuglarnir sem hann nær (undirrituð hefur, þrátt fyrir kynferði og vankanta sem því fylgja, náð fugli en hefur auðvitað, sakir kynferðis, engan rétt til þess að spila golf). Þó Þröstur sé ómögulegur í golfi má hann samt eyða peningum (að ónefndum tíma) fjölskyldunnar í golf. Svo að hann vantaði bíl undir golfsettið. Hann fékk sér 4x4 golfkerru! Hann þurfti ekki að spyrja Gunnuna sína álits enda hafa konur, eins og allir vita, ekki hundsvit á bílum. Nú leikur Þröstur (og allir ámóta kjánalegu vinirnir hans) sér í golfi allan daginn. Og af hverju ekki? Hann er karl, hann má eiga sér áhugamál sem ekki snúast um það hvernig best sé að koma barnavagni fyrir!

Á hvaða öld lifum við? Eru engar konur á auglýsingastofunum? Eða eru þær bara svona siðlausar og blindar? Skammist ykkar svo bara!

Til að svara svo gagnrýni Jarma hér að neðan: Ég vil byrja á að taka fram að ég er alin upp hjá einstæðum föður svo að það fer fjarri því að ég hafi fordóma gegn uppeldishlutverki karlmana. Hins vegar er alltaf eins og karlmenn séu að kljúfa atómið þegar þeir eru að hugsa um sín eigin börn! Ég man aldrei eftir að ég hafi fengið hrós þegar ég er með grísinn minn, aldrei heyrt hvað ég sé nú dugleg að vera mamma og snýta og skeina! Ég er kona og í því felst að ég á að hafa hæfileika og áhuga á sviði skeininga og snýtinga.

Held við séum öll gegnsýrð af þessum úrelta hugsunarhætti. í fyrrasumar fór vinkona mín í mánaðarlanga vinnuferð til útlanda. Við vorum allar rasandi - hvað í ósköpunum átti að verða um börnin??? Réð maðurinn við þetta? Mikið var hann duglegur!!! Var eitthvað sem við gátum gert til að hjálpa? Þegar vinkonan benti okkur svo pent á að börnin væru ekki eingetin áttuðum við okkur á því hvers konar karlrembuhálfvitar við vorum! Auðvitað er það ekkert meira afrek hjá karlmanni heldur en konu að hugsa um börn. Þetta er erfitt starf - en af hverju ætti það ekki að lenda jafnt á báðum kynjum? í sumar er svo þessi karlhetja að fara til útlanda vegna starfs síns. Enginn hefur spurt hvað verði um börnin á meðan og enginn hefur tekið andköf af aðdáun vegna dugnaðar þessarar vinkonu minnar. Þetta er einfaldlega hennar starf!

Karlmenn geta verið helgarpabbar - og samt frábærir pabbar! ímyndið ykkur konu sem veit að barninu er betur komið hjá pabba sínum - hún afsalar sér forræðinu og gerist helgarmamma! Hvernig umfjöllun haldiði að hún mundi fá? Hún hlyti jú bara að vera dópisti - eða hóra! Engin kona með réttu viti sættir sig við að vera helgarmamma - það er einfaldlega ekki réttur kvenna. Sé karlmaður einn með börn er hann hins vegar (eins og faðir minn fékk að heyra oft á dag) hetja - einhvers konar súpermann og honum er fyrirgefið (ólíkt konum sem hafa eins og allir vita meðfædda hæfileika til uppeldisstarfa) þó að ýmislegt fari úrskeiðis við uppeldið....hann er jú karlmaður!

Það er svo margt sem er vitlaust hugsað - og það þarf að hugsa öðru vísi um hlutina og kíkja út fyrir kassann til að sjá að kassinn er bæði skakkur og lekur! Hugsunarháttur eins og þessi er auðvitað stórhættulegur fyrir bæði kynin; karl sem hefur hæfileika og gaman af barnastússi er bara óeðlilegur - samt ekki jafnóeðlilegur og kona sem hefur það ekki!

Vil svo að endingu taka fram að ég er nýorðin feministi - ég var hundleið á þessu endalausa kellingarvæli og kröfuhörku kynsystra minna. Svo fór ég hins vegar að kynna mér sögu feminisma og sá ljósið! Vona að ykkur lukkist slíkt hið sama!

Já - og gleðilegt sumar öll - ef ég sé ykkur ekki meir fyrir lokun! Finnst reyndar hábölvað að vera að loka á sumrin - einmitt þá sem ég hangi mest í tölvum (enda þá á launum við það.....).

   (49 af 114)  
6/12/05 06:01

Heiðglyrnir

Elsku krumpa mín, nú kemur Riddarinn bara alveg af fjöllum á sínum fjallabíl. Ef að þetta er sjónvarps-auglýsing þá hefur Riddarinn einfaldlega ekki séð hana ,því að hann horfir ekki á sjónvarp (truflar kynlífið) og hefur ekki horft á sjónvarp síðastliðin ár.
.
Um hvað ertu að skrifa hérna krumpa mín. Hjásp.

6/12/05 06:01

B. Ewing

Sem karlmaður ´þá á ég ekkert í auglýsingunni sem minnti á karlrembu. Takk fyrir að opna augu mín. Ég ætla ekki að fá mér 4x4 golfkerru undir golfsettið em ég á ekki og enn síður að fá 4x4 barnakerru undir öll börnin sem ég á ekki. Verði af barneignum í mínu lífi mun ég líkast til velja bíl þegar ég ætla að velja bíl og barnakerru þegar ég ætla að velja barnakerru. Barnakerran á síðan að passa inn í bílinn.

6/12/05 06:01

B. Ewing

Riddarinn hittir naglann í framdekkið á fjallabílnum því krumpa er að tala um sjónvarpsauglýsingu.

6/12/05 06:01

krumpa

hmmm - þetta eru tvær sjónvarpsauglýsingar frá Bernhard sem auglýsa einhverja slyddujeppa. Önnur er um hana Gunnu og hin er um Þröst. Þau hafa mismunandi þarfir enda er Gunna fyrst og fremst BARA mamma en Þröstur er partíljón og golffíkill. Auglýsingunum er annars lýst nokkuð nákvæmlega hér að ofan svo það er í raun óþarfi að hafa séð þær...hélt annars að handakynlíf færi vel saman við sjónvarpsgláp! (mundi setja blikkandi broskall hér á eftir en vil ekki hætta á að verða líflátin).

6/12/05 06:01

krumpa

Ykkur til fróðleiks passa svo flestar gerðir barnakerra inn í flestar gerðir bíla svo að það er óþarfi að velja bíl einvörðungu með börnin í huga. Sama gildir raunar um golfkerrur...

6/12/05 06:01

Heiðglyrnir

Djö...brá Riddaranum núna las þetta fyrst sem „hundakynlíf"
.
Jújú krumpa mín, sjáfs er höndin hollust og hver þekkir þarfir okkar betur en við sjálf...Annars er sjálfsfróun karla og kvenna síst bundin við einlífið, eins og flestir vita sem gert hafa sitt lítið af hvoru.
.
Riddarinn sem hefur eytt um 2/3 af æfi sinni í samböndum og á tvö yndisleg börn, gæti sennilega haldið fyrir þig námskeið í hvoru tveggja..Þ.e. bæði kynlífi og sjálfsfróun.
.
Það að segja konu að einlífið sé e-ð sem að maður velur/vill sjálfur og hafi ekki nokkurn áhuga á að breyta, er ekki auðvelt. Því að þær bara vilja ekki trúa því upp á nokkura manneskju. Dæma það sjáfsagt út frá sínum eigin stöðlum, sem Riddarinn í sjáfu sér hefur ekkert við að athuga.
.
Burtséð frá því er ritið gott krumpa mín. Þakka skýringarnar. Gleðilegt sumarfrí.

6/12/05 06:01

krumpa

Huh - skil ekki alveg þetta innlegg - er mikið sammála þér annars, en þetta með handakynlífið var nú bara stríðni sko...ég stunda annars kynlíf (með öðrum) tvisvar á dag og einsmannskynlíf jafnoft eða oftar (ekki það að þér komi það beinlínis við). Að vera einn hefur sína kosti og að vera með öðrum líka. Afþakka pent allt námskeiðahald - því að sennilega væri þar eggið að kenna hænunni.
En hvernig væri að halda sig við efnið?

6/12/05 06:01

Vladimir Fuckov

Margar auglýsingar eru óþolandi og eigi bara fyrir konur. Stundum mætti miðað við auglýsingarnar halda að allir karlar eigi sjer þann draum æðstan að liggja fyrir framan sjónvarpið nánast allan sólarhringinn að horfa á fótbolta og drekka bjór.

6/12/05 06:01

Haraldur Austmann

Runkkeppni!

6/12/05 06:01

Texi Everto

Kex!

6/12/05 06:01

Offari

Ég stunda nánast eingöngu handakynlíf því konan er svo upptekin að spila golf að hún hefur engan tíma fyrir svoleiðis dund. Ég hef reyndar barnað hana í öll skiptin sem að hún hefur haft tíma til að stunda kynlíf með mér.

6/12/05 06:01

Texi Everto

Annars er ég alveg sammála því að hversu óþolandi það er að steríógreina karla sem heimskar fótboltabullur, tækjafíkla eða golfspjátrunga. Þessu verður að linna x-Karlalistinn.

6/12/05 06:01

Texi Everto

Djúpt í hugarfylgsnum Texa hvíslar púkaleg rödd "Nauh, hvur fjandinn, er ég orðin bomm eina ferðina enn... Júhú, honeybunny - komdu hérna aðeins inn í herbergi til mín"

6/12/05 06:01

Ugla

Hvernig fer nokkur manneskja að því að finna tíma til að stunda kynlíf í dag?
Bæði konur og karlar vinna fulla vinnu og dröslast svo um allan bæ að sækja krakkana, fara í líkamsrækt, elda matinn, taka til, vaska upp og allt þetta sem þarf að gera. Kynlífið er bara að verða munaður sem mætir afgangi hjá flestum konum sem ég þekki.

6/12/05 06:01

Jarmi

Þér dettur ekki í hug að taka upp hanskann fyrir karlmenn sem óska þess heitt að vera þó ekki nema einu sinni metnir að verðleika í föðurhlutverkinu og hæfileikum sínum til að sjá um börn?! Alltaf er kvartað yfir því að konur eru góðar í að sjá um börn og að það sé sýnt á almannafæri. Kvörtunin liggur aldrei í því að ekki séu sýndir karlmenn í sama hlutverki. Væntanlega vegna þess að konur vilja ekki játa að karlmenn eru engu síðri en legberarnir í þessu mikilvægasta starfi jarðkringlunnar.
Nei, konur virðast ekki kunna að meta hólið sem felst í því að benda á hversu góðar þær eru í hlutverki uppeldiseinstaklings.

Drullið ykkur svo bakvið eldavélina og hættið að hafa skoðanir á auglýsingunum OKKAR!

p.s. sexý dress sem þú ert í.

6/12/05 06:02

Mosa frænka

Iss, Jarmi. Vísst er kvartað yfir því að föðurhlutverkið er ekki nógu metið. Vissulega verja sumar konur þessar heimskulegu hugmynd um að eingöngu konur geta séð um börn, en örugglega vegna þess að þeim er jafnan sagt að konur séu ómögulega hæfar á öðrum sviðum. Þær verja þess eina sem þeim finnst eiga. En persónulega þekki ég fullt af karlmönnum sem vildi að það að vera barngóður væri reiknað hlut af karlmennskunni. Þeir eru kannski of hræddir til að kvarti hærri röddum.

6/12/05 06:02

Hakuchi

Ég hef einungis séð þessa auglýsingu með Þröst golfara. Eftir að hafa séð þá auglýsingu hugsaði ég ekki um kynjamyndir en hugsaði aftur á móti að Þröstur væri slefandi hálfviti og líklega leiðinlegri en sementspoki. Niðurstaðan á áhorfi auglýsingarinnar var að mig langaði alls ekki í téðan bíl (sem er ljótur og jeppi í þokkabót).

Mér leiðist að oflesa í fyrirbæri eins og auglýsingar því fólk á það til að missa sig í slíku og enda sem paranojd brjálæðingar sem oftúlka minnstu svipbrigði eða athafnir sem e-k birtingarmynd staðlaðra kynjamynda.

Ef hins vegar þessi auglýsing með konuna er í gangi þá ætti slíkt jú að vekja mann aðeins. Ef ég ætti að horfa á þessar auglýsingar sem einhvers konar heildaryfirlýsingu um hlutverk kynjana þá verð ég engu að síður að skrifa að ég myndi vera sármóðgaður og öskureiður ef staðlaðar kynjamyndir ætlast til þess að ég sé viðbjóðslegt golfskítseiði.

Varmi bendir á karla og uppeldishlutverk. Tja ég var að sjá auglýsingu þar sem maður er að troða drasli í nýja fína smábílinn sinn. Hann keyrir burt snýr til baka til 'mömmu' sinnar og nær skömmustulegur í barnið sem hann gleymdi. Staðalmyndir? Hver veit?

Aðalatriðið er að missa sig ekki í smáatriðum og oflestri á auglýsingum því það er ekki eins og þetta sé merkilegt fyrirbæri.

6/12/05 07:00

krumpa

Auglýsingasálfræði er heil vísindagrein og það má bóka það að allar auglýsingar (heimskulegar eður ei) eru þrauthugsaðar frá A til Ö. Hér er sumsé um það að ræða að það að hafa pláss fyrir orma skiptir konur máli (og NB - í auglýsingunni er það kallinn sem keyrir) og það að hafa pláss fyrir golfpokann skiptir kallinn máli. Konur hafa bara áhuga á börnum (og kallar á golfi) og þess vegna er búið að reikna út að svona auglýsingamennska höfði til þeirra! Hér er auðvitað verið að staðla bæði konur og kalla og úr verður einstaklega geld og ófrjó herferð...er ekkert að segja að kallar komi eitthvað betur úr þessu en konur - þó að mér virðist persónulega lífið hans Þrastar heldur meira spennandi en lífið hjá Gunnu, það er bara mitt mat og auðvitað ættu bæði kynin að hafa val um hvort þau vilja snýta og skeina eða hrekkja máva!

6/12/05 07:01

feministi

Velkomin í hópinn Krumpa mín. Ólíkt mörgum leiðist mér ekki vitund að "oflesa í fyrirbæri" eins og auglýsinar, sjónvarpsþætti og umfjöllun um menn og málefni. Það er nefninlega svo að gagnrýnin hugsun á alltaf við og það verður bara að hafa það þó sumir nenni ekki að hlusta á rausið í okkur og vilji ekki láta vekja sig.

6/12/05 07:02

Skabbi skrumari

Þetta virkaði, ég er búinn að kaupa barnakerru fyrir frúna... og golfkerru fyrir mig... en ætli auglýsingarnar verði betri eftir opnun Baggalúts í haust?

6/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Ég hef bara áhuga á peningum. Ég hef auk þess kosið einlífið, eins og riddarinn góði.

9/12/05 02:00

Bölverkur

Jamm! Bölverkur femínimalisti.

9/12/05 02:02

Rattati

Eins og ég hef bent á þá ferðast ég töluvert vinnu minnar vegna, en aldrei dytti mér í hug að telja það eftir mér að líta eftir ormunum mínum þegar konan fer erlendis sem hún hefur gert með vinkonum sínum og mér finnst það bara fínt! Vegna þess að þá fæ ég tíma með börnunum mínum sem vinnan mín hafnar mér. (Þ.e.a.s, þá er auðveldara að fá frí í vinnunni til að vera með börnunum! Þeir skilja það að konan sé ekki heima, þannig að við erum aftur komin á byrjunarreit, ekki satt?) Þetta eru góðir punktar hjá þér krumpa og ég skil þá vel.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.