— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 5/12/05
Feminismi - á villigötum?

Hef verið - meira tilneydd en af einskærum áhuga - að kynna mér feminisma allítarlega - hér eru svo niðurstöður mínar....

Frjálshyggjufeminisminn gengur út á það að kynin séu eins. HÚRRA FYRIR YKKUR! Hér á heimilinu hefur ekki verið vaskað upp í mánuð. Það er vegna þess að ég hef ekki haft tíma til þess. Heittelskaður heldur hins vegar ótrauður áfram í golfi, skvassi, fótbolta og allra handa sprikli. Alveg áhyggjulaus vegna uppvasksins! Jújú, auðvitað eru kynin eins.... Frjálshyggjufeministar vilja LAGALEGT jafnrétti - þá verði allt gott. En bíddu nú, er ekki lagalegt jafnrétti? Er ég þá ekki bara með sömu laun og kallinn í næsta húsi? Hlýtur að vera!

Menningarfeministar byggja á því að kynin séu ólík. En þær gleyma því að konur innbyrðis eru líka ólíkar. Hvað á ég sameiginlegt með berfættri átta barna móður í Búrma? Eða konu fjölkvænismanns í frumskógunum?

Róttækur feminsimi gengur svo út á það að tuða og andskotast út í hinar stefnurnar. Afskaplega róttækt og left-winged eitthvað. Hins vegar flaska þær alveg á því að benda á lausnir...

Allar þessar stefnur ganga svo út á það að karlmenn séu allir eins... Það sem vantar er að meta hvern einstakling án tillits til kynfæra - bara meta hann sem persónu með sína kosti og galla. Ég er alla vega á því að fyrr komist aldrei á raunverulegt jafnrétti.

Og svo er annað... meðan konur gefa sig bara út fyrir að vera krúttlegir kjánar - hvorki meira né minna - er þá ekki bara út úr kú að vera að þessu jafnréttisblaðri? Ég er svo ógæfusöm að þurfa annað veifið að fylgja Heittelskuðum í svokölluð partí. Þessi partí eru kynjaskipt! Við konurnar - með sennilega 100 ára háskólanám að baki samtals - sitjum í einhverju horninu fjarri körlunum og heimsins glaumi. Og hvað ætli sé svo rætt um? Sögu, pólitík, heimsmálin, gengið? Ekki alveg sko... Við ræðum hárgreiðslur, bleiuskipti og megrunarkúra! Eru konur ekki líka íbúar heimsins? Ég er alla vega ekki á því að það skipti miklu máli í hinu stóra samhengi hvort ég er með appelsínuhúð eður ei....

Semsagt stelpur, meðan þið viljið haga ykkur eins og heilalausir sauðir opinberlega - meðan þið lítið sjálfar á ykkur sem striga undir málningu og tilraundýr fyrir danska/hafra/kolvetnis/prótínkúra - og ekkert annað, nema þá í mesta lagi barnsburðarvélar - tjah, þá getið þið bara átt ykkur!

Meðan þið haldið áfram að ala dætur ykkar upp í því að vera ,,settlegar, órökvísar tilfinningaklessur" og klæðið þær svo í nærföt með áletruninni ,,higway to heaven," sendið þær í ballett í staðinn fyrir fótbolta (að þeim forspurðum) og bannið þeim að vera spiderman á öskudaginn, jah, þá er allt ykkar jarm um jafnrétti í besta falli skoplegt.

Í stuttu máli, ykkur er ekki viðbjargandi! Ég er í það minnsta farin! Ég ætla að fá mér svona töfraprik á milli fótanna (það sorglega er að slíkt prik virðist hafa góð áhrif á heilastarfsemi og samræðuhæfileika) og hér eftir heiti ég KRUMPI!

Lifið heil!

   (50 af 114)  
5/12/05 01:01

Heiðglyrnir

Úff...Gaman að þessu...Listavel skrifað...Mæli ekki með kynskiptunum krumpa mín, stelpurnar hafa óumdeilanlega meiri von með þig í sínum hóp.

5/12/05 01:01

Bangsímon

Krumpa, ert þú þá róttækilegur feministi skv. þessu riti? Ég mundi hinsvegar líklega vera frjálshyggjufeministi.

5/12/05 01:01

krumpa

Takk riddari (ljómar skoooo upp).
Hurru bangskrútt, af hverju að vera frjálshyggjufeministi? Sú stefna átti ágætlega við þegar súfragetturnar voru upp á sitt besta en á vesturlöndum er stefnan búin að ná markmiðum sínum og hefur gengið sér til húðar. Lagalegt jafnrétti er augljóslega bara ekki að gera sig...
Held að ég tilheyri engri stefnu. Finnst að það eigi ekki bara að horfa á fólk út frá kynfærum. Stelpan mín hefur t.d. aldrei viljað vera í kjólum - gott og vel, þá hef ég bara keypt buxur. Hún vildi fara í fótbolta og sofa í spidermannáttfötum. Gott og vel. Þannig er hún bara. Félagsmótun stelpna og heilaþvottur byrjar því miður um leið og þær poppa út úr móðurkviði - og þær fá grátlega lítið af tækifærum til að þroska sig og finna sem einstaklinga þar sem þeim er sagt að falla inn í eitthvað norm - stelpur lemja ekki, stelpur spila ekki fótbolta, stelpur eiga ekki að klifra í trjám... Væntanlega er þetta svipað með strákana - strákar gráta ekki - en félagsmótun og uppeldi þeirra miðar þó í það minnsta að því að gera þá að ráðandi samfélagsafli - en ekki kúgaðar og undirokaðar grenjudúkkur! Það á að virða frelsi einstaklingsins til að velja ballett, fótbolta, bóklestur eða hvað sem hann vill - við eigum ekki að móta fólk eftir því sem úreltar samfélagshugmyndir segja...

5/12/05 01:01

Ugla

Ef ég hugsa mikið um útlitið er ég sjallow en ef ég hugsa lítið um útlitið er ég drusla.
Ef ég eignast mörg börn er ég útungunarvél en ef ég eignast engin börn er ég köld og framagjörn tík. Ef ég veit hvað ég vil er ég frekja en ef ég veit ekki hvað ég vil er ég ljóska. Ef ég er hörð af mér er ég lessa og ef ég er viðkvæm er ég móðursjúk. Best að blóta ekki því það er svo karlmannlegt og fráhrindandi, ekki sofa hjá of mörgum mönnum því það er druslulegt, ekki sofa hjá of fáum mönnum því þá er ég þurrkunta, ekki hafa of sterkar skoðanir því það er svo ósjarmerandi...
Ekki skrítið að það renni varla af manni.

5/12/05 01:01

krumpa

Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér - og það er tvöfalt siðgæði og viðhorf (uppalið viðhorf) kynjanna til kynlífs. Í nýlegri könnun kemur fram að framhaldsskólakrökkum finnst í lagi að strákar eigi fjölbreytt safn rekkjunauta - en ekki stelpur! Í nokkurra ára gamalli franskri könnun kom svo í ljós að karlmenn átti að meðaltali 12 rekkjunauta en konur 3! Nú er ég ekki langskólagengin á stærðfræðisviði, en hvernig gengur þetta upp? Hjá hverjum voru karlarnir að sofa???
Og svo er ekki alveg rétt hjá mér að stelpur megi ekki spila fótbolta - þær mega það - en hljóta þá að vera lessur! Og lessur eru bara hálfkonur - ekki satt? Meira segja þær frjálslyndustu og menntuðustu okkar telja nefnilega tilgang kvenna að unga út börnum. Og lessur hafa jú minni möguleika á því. Og hver er þá tilgangurinn með lessum??? Þ.e.a.s. annar en að spila fótbolta...

5/12/05 01:01

krumpa

Þetta er alveg rétt Ugla - svona líður okkur flestum. En hverjum er það að kenna? Ætli það sé ekki best að reyna bara að vera maður sjálfur : drusla, shallow, þurrkunta, eða hvað sem maður vill og vera ekki að pæla of mikið í skoðunum samfélagsins á því...

5/12/05 01:01

Bangsímon

Hmm já þú segir það.. Ég hef satt að segja ekki pælt í hvernig feministi ég er. En ég trúi því, þó ég geti varla sagt hversvegna (kannski finnst mér bara að það ætti að vera þannig), að það sé ekki mikill munur á kynjunum og allavega er alls enginn munur á hvað við getum gert ef við leggjum okkur fram. En hinsvegar er menningarlegur munur á stelpum og strákum, en fyrir mér gengur feminismi út á að breyta menningu okkar meðvitað til góðs.

5/12/05 01:01

Hakuchi

Þetta er feykilega vel skrifað og hittir beinustu leið í mark. Lifi þú og niður með fótbolta.

5/12/05 01:01

krumpa

Takk takk kæri konungur.
Bangsímon - þetta er alveg laukrétt hjá þér. En frjálshyggjufeminisminn gengur ekki út á menningu - hann spáir bara í lögin. Kynin eiga að hafa jafna möguleika og geta gert sömu hluti - hins vegar er bara della (skv. minni reynslu) að halda því fram að kynin séu eins. Efast t.d. stórlega um að í karlahorninu í partíunum sé verið að ræða sniðin á nýjustu díselbuxunum eða verðið á ljósakortum...

5/12/05 01:01

Hakuchi

Það er rétt krumpa þar. Í karlahorninu er oft verið að ræða fótbolta sem er jafnvel tilgangslausara fyrirbæri en snið á dísilbuxum. Hins vegar slepp ég yfirleitt við slíkt og er þá heldur rædd draslmenning, pólitík og þess háttar.

5/12/05 01:01

krumpa

Já - en segir ekki samfélagið konum hvað þeim á að finnast skemmtilegt? Hvað þær eiga að tala um? Þegar ég sé fjórar auglýsingar á dag um það hvernig ég get losnað við appelsínuhúð og aðrar sem segja mér að láta ekki hugfallast þó ég verði þrítug...eru það ekki nokkuð kröftug skilaboð um það hverju ég á að hafa áhyggjur af? Er ekki verið að segja mér hvernig ég á að vera, tala, líða? Er ég ekki bara abnormal ef ég hef meiri áhyggjur af gengishruni og skattahækunum heldur en gráum hárum og fílapenslum?

5/12/05 01:01

krumpa

hvaða hvaða Hakuchi...viltu koma út og taka nokkrar spyrnur? Annars er áhugi minn á fótbolta að mestu fagurfræðilegur... sem þykir ákaflega perralegt meðan Heittelskaður má sitja slefandi yfir strandblaki kvenna - og ekkert er eðlilegra! Reikna með að strandblakið sé bara strategískt svona flókin og skemmtileg íþrótt...

5/12/05 01:01

Bangsímon

Hvað við tölum um er bara menningalegt. Partíumræðuefni er ekki staðsett í y-litningnum. Maður á bara að tala um það sem manni finnst skemmtilegt.

Hinsvegar eru kynin enn ekki jöfn í þjóðfélaginu, en það segir ekkert til um hvort það sé grundvallarmunur á konum og körlum. Ekki frekar en að það sé munur á blökkumönnum og hvítum mönnum, þó þjóðfélagstaða þeirra sé oft misjöfn.

(þetta átti að vera fyrir framan kommentið hennar krumpu)

5/12/05 01:01

Hakuchi

Þetta er rétt hjá þér Krumpa. Margar konur eru verulega illa heilaþvegnar af tískuþvælu og virðast ekki geta hugsað um annað. Ég þekki konur sem ég veit að eru bráðgáfaðar en eyða allri sinni hugarorku í að hugsa um fokkans tísku. Mér sárnar það óendanlega því það syrgir mig alltaf að sjá hæfileikum sóað til einskis. Hennar heilakröftum væri sannarlega betur borgið fyrir þjóðina alla ef hún helgaði sig landsmálum, pólitík, vísindum, allt annað en helvítis tískunni.

Eitt ráð kæra krumpa. Þegar þú ert í partíi og lendir í tískuþvælubulli, yfirgefðu þá bara hópinn og minglaðu við okkur karlmenn. Ef við erum ekki að ræða helvítis fótboltann, þá gæti verið að við séum að ræða eitthvað sem gæti skipt máli. Eða ekki.

5/12/05 01:01

Bangsímon

Oh mér finnst hálf skrítið að við séum einungis bara að tala um hvernig menningin mótar konur. Það hefur ekkert síður áhrif á karla. Mér finnst formúlan, fótbolti og pólitík leiðinleg, þó svo að flestir kallar séu á kafi í þessu. En það er líklega einungis vegna þess að menningin segir þeim hvað þeir eiga að hafa áhuga á.

Ef maður vill ekki vera heilaþveginn, þá bara sleppir maður að horfa á auglýsingar, fylgjast með tísku og lesa fréttir. Maður verður bara að velja það vel sem maður vill láta hafa áhrif á sig.

5/12/05 01:01

krumpa

Takk fyrir ráðið. Gerði þetta reyndar í síðasta partíi, og viti menn! Skemmti mér mun betur en áður! Samt ekki alltaf sem svona ,,kynblöndun" er vel séð - karlarnir rotta sig saman og konurnar líka...enda ekki sérlega skemmtileg partí...

5/12/05 01:01

Hakuchi

Ég hef löngum haft það á tilfinningunni að karlar komist upp með fleira en konur þegar það kemur að hugðarefnum. Ég kemst t.d. vel upp með að hata íþróttir en það er spurning hvernig kona kæmist upp með að hata tísku. Veit reyndar ekki svarið við því.

Hins vegar komast karlar líka ekki upp með allt. Tískumeðvitaðir karlar þurfa að liggja undir því að vera kallaðir pissudúkkur og pempíur (sem þeir eru) o.s.frv.

5/12/05 01:01

krumpa

Þetta svar var til konungsins...
En Bangsímon - samfélagið er brenglað : þú getur spilað með, reynt að breyta samfélaginu eða grafið hausinn ofan í moldarbing og aldrei litið upp! Eins og ég sagði áðan eru karlmenn líka mótaðir af samfélaginu - en meðan konur eru mótaðar til að vera undirlægjur eru þeir mótaðir í það að vera forréttindastétt!

5/12/05 01:01

krumpa

Hvað auglýsingar varðar þá er merkilegt hvernig þær gera ráð fyrir því að konur hafi áhyggjur og áhuga á löngum augnhárum og mjúkri húð meðan karlar eiga að kaupa bíla (hvað er þetta með rassaköstin í einni bílaauglýsingunni - í það minnsta pottþétt að ég kaupi ekki bíl (eða leyfi manninum mínum að kaupa bíl) út af auglýsingu sem gefur manni þá hugmynd að berir bossar fylgi með í kaupbæti) eða tölvur. Semsagt, karlmenn hafa áhuga á raunverulegum, dýrum hlutum, meðan konur hafa bara áhuga á pjátri og hégóma...í það minnsta ef eitthvað er að marka auglýsingarnar! Mig hefur líka lengi langað að fleygja gömlum nærbuxum út um gluggann því það gefur lífi mínu nýjan tilgang að nú eru komnir öflugri hliðarvængir! Svei, sjáiði karlmenn í anda standa í hópum og henda nærbuxunum sínum af því að kominn sé öflugri blettaeyðir við bremsuförum? Eru hliðarvængir það eina sem konur þurfa að spá í? Ef þeir eru öflugir og öruggir - er þá heimurinn bara í góðum fíling

5/12/05 01:01

Hakuchi

Það minnir mig á það. Ég þarf að fara að íhuga að kaupa nærbuxur. Þær gömlu eru margar hverjar orðnar æði götóttar. Best að stefna að slíkri fjárfestingu á næstu mánuðum - ef ég man.

5/12/05 01:01

krumpa

Best að sleppa bara nærunum - það geri ég - er líka í teygjubuxum - sem þýðir að þá er ég alltaf reddí ef dýrslegar hvatir karlmannsins láta á sér kræla. Karlmenn eru jú miklar kynverur - en konur ekki - í það minnsta ef eitthvað er að marka kannanirnar sem ég talaði um áður - og því verður maður að sveigja sig undir kynorku þeirra - annars fara þeir bara annað!

5/12/05 01:01

Hakuchi

Já. Þú verður að vera pen í þinni greddu væna.

5/12/05 01:01

Tigra

Þetta með tískuruglið og álíka í partýum er einmitt ástæða þess að 95% eða af mínum vinum eru karlkyns.
Þær vinkonur sem ég á, eru síðan vel valdar og einstaklega meðvitaðar um bæði kvenleika og karlmennsku sína, ef ég get orðað það svoleiðis.
Við höfum öll eitthvað "kvennlegt" og "karllegt" í okkur... við erum bara öll manneskjur.
Og eitt Krumpa... þú gætir átt miklu meira sameiginlegt með berfættri átta barna móður í Búrma eða konu fjölkvænismanns í frumskógunum en þú gerir þér grein fyrir.
Andlega allavega.

5/12/05 01:01

krumpa

Já, andlega - en varla efnahagslega, líkamlega, menningarlega...
Gæti reyndar líka átt ýmislegt sameiginlegt með mönnunum þeirra - og það er einmitt mergurinn málsins! Að vera eins og við erum - en ekki eins og samfélagið segir okkur að konur eða karlar EIGI að vera - að meta hvern einstakling út frá einhverju öðru en kynferði.
Er sammála þér með kvenvinina - þarf að velja þá vel - eitt líka sem ég þoli ekki og það er þessi endalausa samkeppni - er ég betur máluð en þessi, grennri en einhver önnur, sætari en hin, í flottari fötum en þessi o.s.frv. En við hverju er að búast þegar okkur eru frá 2-3 ára aldri sagðar sögur af konum sem hreinlega DEYJA ef prinsarnir koma ekki og kyssa þær!!! Þá er kannski eðlilegt að samkeppnin um ,,prinsana" sé nokkuð grimmileg! Svo vantar líka svoldið hreinskiptnisgenið í konur - þessar endalausu brosgeiflur og falskomment eru bara pirrandi! Samt gerum við þetta flestar - í þeirri trú að enginn sjái í gegnum okkur. Konur eiga jú að vera kurteisar, auðmjúkar og elskulegar. ...

5/12/05 01:01

Nermal

Ég vil auðvitað að kvennfólk njóti sömu réttinda og karlmenn. En þegar femínistar eru að fetta fingur út í hluti eins og hvort Snoop Dog komi til landsins eða ekki og um eitthvað meinta kvennlæga neihvæðni í dagbók Olís, þá er er hann á villigötum. En ég mæli ekki með kynskiptiagerð, þú ert fín eins og þú ert

5/12/05 01:01

Finngálkn

Gott rit - þú hefur loksins séð ljósið... Þú ert hér með komin í Nirvana ástand - það er ekkert hægt að kenna þér meira... KVENFÓLK ER GÖLLUÐ FRAMLEIÐSLA Nema til þess að setja í!

5/12/05 01:01

krumpa

Æ hvað þú ert alltaf sætur!
Er annars ekki sammála - konur eru til margra hluta hæfar og nytsamlegar - en samfélagið bara telur okkur trú um annað! Og við trúum því og spilum með!

5/12/05 01:01

Gaz

Allir eiga að hafa sömu réttindi og sömu ábyrgð gagnvart hver öðrum og samfélaginu. En ekki eru allir eins. Allir eru einstaklingar og það að segja að allir af einhverjum flokki séu þetta eða hitt er vitlaust. Hvort som það sé neikvætt eða jákvætt.

5/12/05 01:01

krumpa

Enn eitt - sem dæmi um þetta - að samfélagið segir okkur hvað við eigum að vera og gera má nefna að á kvennafrídaginn síðasta var ung kona með skilti sem á stóð: 65% LAUN - 65% KYNLÍF. Voða sniðugt fannst sumum. En hvað þýðir þetta? Er kynlíf þá bara fyrir karlmenn? Hafa konur ekkert gaman af því? Er kynlíf bara gjaldmiðill sem við látum af hendi í staðinn fyrir fjárhagslegt öryggi, húsaskjól? Erum við bara vændiskonur heima hjá okkur? Þar sem við erum svo mikil kjánaprik að geta ekki unnið fyrir mannsæmandi launum þá stólum við á kynlífið til að fleyta okkur áfram. Ef stóru, vondu, gröðu kallarnir geta svo ekki borgað þá er bara skrúfað fyrir sexið. Það eru hvort eð er bara þeir sem hafa gaman að svoleiðis sóðaskap!!!

5/12/05 01:01

Upprifinn

í partíum er best að tala við stelpurnar, því að þá er hægt að tala um pólitík.

5/12/05 01:01

krumpa

HUH? Hvaða stelpupartí stundar þú????? Og má ég koma????

5/12/05 01:02

Offari

Karlar og konur eru ekki eins, konur hafa sína galla og karlarnir sína. Konurnar hafa þó algjöra yfirburði á sviði fegurðinnar, en svo virðist sem því fylgi mikil vinna að halda útliti þeirra í lagi. Nýskilinn kunningi minn var í heimsókn hjá mér um páskana, hann hneikslaðist mikið þegar hann sá að konan sá um öll eldhúsverkin, meðan ég var að dunda mér með börnunum. Þetta fannst honum illa farið með góða konu, og ef að ég færi svona með kerlinguna mætti ég alveins eiga von á því að koma heim að kofanum tómum. Það er ekki það að ég kunni ekki að elda eða að vaska upp, heldur einfaldlega leiðast mér eldhússtörfin. Konan vill líka smá hvíld frá börnunum svo að þetta eru kaup kaups. Ef að konan mín er vændiskona þá er hún af dýrustu sort.

5/12/05 01:02

Dexxa

Æðislegt félagsrit!! Nákvæmlega eins og mér og mínum finnst. Og við stelpurnar tölum yfirleitt um pólitík, nám og nýjustu fréttir en aðsjálfsögðu tölum við einnig um karlmenn og kynlíf og hugsanlega hár og föðrun.. en ekki til þess að vera hin "fullkomna kona"..
Kynin eru mjög ólík, en einnig er eingin manneskja eins.. hver manneskja á að hafa sömu réttindi.. sama hvaða kyni hún er, eiginleikar hverrar manneskju er það sem skiptir máli.

5/12/05 01:02

Upprifinn

Sko sjáðu til Krumpa karlar/stráka vilja yfirleitt bara tala um fótbolta bíla eða peninga, þetta leiðist mér þannig að yfirleitt fer ég að tala við stelpur/konur og ekki finnst mér að þær hafi áhuga á því að tala um hár og förðun, að minnsta kosti ekki við mig og .þetta á við ungar, gamlar, ómenntaðar, vel menntaðar, illa menntaðar eða hálfmenntaðar sem sagt bara konur.

5/12/05 01:02

krumpa

Offari - ég vona svo sannarlega að konan þín hafi vit á að forða sér - heldurðu annars að konur almennt fái einhvers konar fullnægingu út úr uppvaski? Eða því að þrífa pissuslettur af klósettgólfum og veggjum? Nah, held ekki - það verður bara einhver að gera þetta!
Það er ekki option að láta sér leiðast eldhússtörfin! - Amk ekki fyrir alla...

Upprifinn - við erum kannski á örlítið hærra umræðuplani þegar karlmenn bætast í hópinn! Hið sorglega er samt að vinkonur mínar - sem flestar eru með eitt eða fleiri háskólapróf blaðra út í eitt um óendanlega heimskulega og tilgangslitla hluti...

5/12/05 02:01

feministi

Fínt rit Krumpa mín. Ætti ég samt ekki að senda þér nýjasta eintakið af Vikunni og nokkrar uppskriftir af megrunardrykkjum?

5/12/05 02:01

krumpa

Vá!!! Veist þú um megrunardrykki sem virka - íhhhh - ENDILEGA! Þarf þá ekki lengur að hafa áhyggjur af gangi heimsmála eða starfsframa mínum eða fjárhagnum eða svoleiðis smotteríi...

5/12/05 02:01

feministi

Ja, þeir megra í það minnsta seðlaveskiðog ég sel þá grimmt á pöbbnum. Annars er ég af þeirri gerð feminista sem þú gleymdir í upptalningunni. Ég er loðin, húmorslaus, hef áhyggjur af tíðarandanum. hata karlmenn og öfunda fallegar konur sem hugsa bara um útlit sitt og annara.

5/12/05 02:01

Finngálkn

Þú gleymdir því Fem að þú ert líka ógeðsleg... Já og virkilega illa gefin... Þá er ég búinn í bili.

5/12/05 02:01

Finngálkn

Nei andskotinn ég gleymdi því að þú ert líka feit og átt engann mann!

5/12/05 02:01

Nornin

Bölvað netleysi... ég er að missa af heitri umræðu um mál sem skipta miklu!

Ég hef oft spáð í þetta Krumpa og ég verð að segja að ég er sammála þér í flestu ef ekki öllu. ég
En það er allt komið fram sem ég vildi sagt hafa svo ég ætla bara að sleppa því að koma með innlegg í umræðuna.

En ég mælist til að við förum allar saman í partý!!
Það hlýtur að verða gaman!

5/12/05 02:02

Mosa frænka

Flott rit, sem ég er bara nýbúin að gefa mér tíma til að lesa. Mér finnst sláandi hvað karla- og kvennamenning eru ólíkar á Íslandi. Það er eins og karlar annars vegar og konur hinsvegar halda að hinn hópur sé af annari dýrategund með engin sameiginleg áhugamál. Nema að sjálfsögðu kynlíf. Afleiðingin þess (í minni reynslu) er að margir karlar eru tregir að tala við konur nema þeir séu að reyna við þær. Það er 1) oft leiðinlegt og 2) gerir ekkert til að minnka kynjamenningarmuninn.

5/12/05 02:02

Finngálkn

Já en kvenfólk ER ömurlega leiðinlegt!!! Þá á ég einkum og sér í lagi við íslenskt. Nei takk!

5/12/05 02:02

Tigra

Ég er sammála Mosu.
Ég sé ekki að það ætti að vera svo mikill munur á fólki byggt á kyni þess, húðlit eða guð má vita hvað, heldur miklu frekar byggt á persónuleika, því það það finnst mér að stjórni mun meira í hegðun fólks.

5/12/05 02:02

Finngálkn

En sætt!!! - ÆL OG GUBB...

5/12/05 03:00

Vladimir Fuckov

Afar áhugavert rit en það er ekki bara stundum mikill munur á kynjunum heldur líka 'partíum'. Vjer höfum lent á slíkum samkundum þar sem hópurinn skiptist algjörlega í tvennt eftir kynjum eins og krumpa lýsti: Konurnar ræða um barneignir, barnauppeldi, tísku, megrunarkúra, frægt fólk o.s.frv. (flest eigi mjög áhugavert í vorum huga). Karlarnir ræða um eitthvað allt annað og verða svona samkundur einstaklega leiðinlegar ef það er líka eitthvað er oss finnst eigi áhugavert. En sem betur fer gerist þetta ekki alltaf. Skemmtilegast er þegar 'hópurinn' blandast saman alveg óháð kynjum og talað er um nánast allt milli himins og jarðar alveg óháð kyni. Og það getur gerst, vjer höfum upplifað það - en það mætti vera miklu, miklu algengara.

Því má svo bæta við að eitt sinn heyrðum vjer af athyglisverðum vinnustaðahrekk (eða kannski ætti að kalla það fjelagsfræðilega tilraun) þar sem munur á kynjunum kom greinilega fram. Karlmaður hringdi í karlkyns vinnufjelaga sinn og tilkynnti að hann hefði fengið sjer ný föt er hann vildi sýna honum (þetta var að sjálfsögðu lygi í þágu tilraunarinnar). Sá sem hringt var í varð steinhissa, þagði lengi og spurði svo þann er hringdi hvort hann væri orðinn eitthvað klikkaður. Meðal kvenna þætti svona símhringing hinsvegar líklega fullkomlega eðlileg...

5/12/05 03:01

Haraldur Austmann

Ég kann alltaf betur við mig í félagsskap kvenna. Barneignir og megrunarkúrar eru mitt uppáhald. Og svo fær maður kannski eitthvað smá líka.

5/12/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Ég segi það enn: Það verður aldrei alvöru jafnrétti kynjanna fyrr en við hættum að tala um kynin sem slík.

5/12/05 03:02

Tigra

Sammála Jóakim.
Verðum eins og dvergar í Discworld... þar sem að hvað viðkemur viðreynslum og mökun, þá fer helmingurinn af tímanum í að átta sig á hvers kyns hinn aðilinn er.

5/12/05 04:00

Skoffín

Skemmtilegt félagsrit hjá þér Krumpa eins og endranær [glottir eins og fífl]
Ég vil líka benda á þann punkt að karlmenn virðast oft gleymast í allri þessari umræðu um jafnrétti, og þá aðallega sú staðreynd þeir eru ekki síður fórnarlömb staðalímynda og úreltra hugmynda samfélagsins. Undirokun kvenna kemur nefnilega ekki síður niður á þeim, og því er það fremur ósanngjarnt að stilla jafnréttisbaráttunni upp sem stríði kynjanna.

Djöfull fer það líka í taugarnar á mér hvað menningarheimur kvenna þykir ómerkilegur. Ég þekki varla þá stelpu sem ekki hefur einhvern tímann gortað sig af því að hafa sko bara leikið við strákana og ALDREI farið í mömmó! Eins og Tígra benti á hafa allir einhvers konar kvenlæga og karllæga eiginleika, og það að hlunnfara það sem þykir kvenlegt er ekki síður slæmt en öfgarnir í hina áttina. Á þetta þó sérstaklega við í uppeldi barna og þeim skilaboðum sem þar eru gefin. Bæði strákar og stelpur fara á mis við margt sé þeim aldrei gefinn kostur á að leika sér í "stelpulegum" leikjum þar sem áhersla er lögð á t.d. fínhreyfingar, föndur eða fjölskylduhermileiki.

5/12/05 04:01

Húmbaba

Hvað með að koma bara með nýjar flokkunarleiðir á fólk. Dæmum fólk eftir kennitölum, lykt og tannholdi!

5/12/05 04:01

Offari

Þá verð ég dæmdur úr leik!

5/12/05 04:02

Isak Dinesen

Hið skemmtilegasta rit.

5/12/05 04:02

krumpa

Takk fyrir öll og gaman að sjá svona lífleg komment! Held ég sé sammála flestum - nema kannski Finngálkn - en það er nú bara af því að hann er loðinn laumufeministi sem fær ekkert að...

5/12/05 05:00

Glúmur

Skemmtilegt rit. Það má auðvitað deila um hvort feminisminn sé á villigötum en eitt er víst: Hugtakið feminismi er á villigöltum. Villigeltir eru fararskjóti feminismans því það eru þeir sem færa feminismann fram á við. Án villigalta (sem eru karlkyns svín) væri ekki mikið fyrir feminisma að fara í heiminum.

5/12/05 05:01

albin

Stórglæsilegt rit að mínu mati.
Líklega ert þú ekki krúttlegur kjáni, en vertu ekkert að hugsa um að fá þér svona töfraprik (nema að þú sért að tala um nornakúst) því að ef allir karl menn eru eins (sem þeir eru reyndar ekki) er það ekki þess virði.
Lifi Krumpa!

5/12/05 05:01

krumpa

Norn, Mosa, Feministi og co. lýst vel á hugmyndina um að mæta saman í partí! Í hverju ætlið þið að vera... Grínlaust (talandi fyrir sjálfa mig einvörðungu) þá er það bara hér sem ég leyfi mér að vera 100000% nörd - á öðrum vettvangi er ég ekkert skárri en hinar gellurnar... uhhhh... kannski aðeins samt. Æi, er bara að bulla.

Takk fyrir gáfulegu og fallegu kommentin öll!

5/12/05 05:01

krumpa

Líst á auðvitað að vera með einföldu - annars væri því að ljósta eða lýsa - hér er um að ræða álit mitt á því hvernig eitthvað líti út. VITLAUSA KRUMPA!

5/12/05 06:00

Ugla

Má ég ekki vera með í stelpupartýinu, ha?

5/12/05 06:00

Tigra

Já eða ég? Ha?

5/12/05 06:00

Jóakim Aðalönd

Hvað með mig?

5/12/05 06:01

Jarmi

Á ég að mæta og strippa?

5/12/05 06:01

Litli Múi

Nei

5/12/05 07:01

krumpa

Allir sannir feministar að sjálfsögðu velkomnir - óháð kynfærum - eina skilyrðið er að ekki verði talað um megrunarkúra eða barnauppeldi!

9/12/05 01:01

Leibbi Djass

Skemmtileg lesning. Ef ég hitti þig í partýi að þá skulum við brjóta það upp og fara í okkar eigið horn. Heyrheyr.

9/12/05 02:02

Rattati

Ég er alsendis ófær um að tala um barnauppeldi og bleyjuskipti - enda aldrei á staðnum - þannig að ég ætti að vera nokkurnveginn samtalshæfur.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.