— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/12/05
Árás um hábjartan dag!

Maður lifir víst ekki á ástinni (kynlífi) einni saman. Af þessum sökum brá ég mér af bæ um hádegi í gær. Yfirgaf Ástarhreiðrið, sem reyndar er á vafasömum stað í borginni, og hélt í ætisleit.

Vitaskuld voru flestar verslanir lokaðar vegna talninga en ég fann loks sjoppu sem seldi vafasamt brauð með enn vafasamara mæjónesi. Þegar ég var svo að trítla heim með kransæðakræsingarnar varð ég fyrir árás! Grófri kynferðislegri árás!

Við hornið á Laugavegi og Snorrabraut sem er vitaskuld með fáfarnari og afskekktari stöðum bæjarins var eintak af verra kyninu að svala þörfum náttúrunnar (míga). Hann var ekkert að gera þetta á neitt settlegan hátt, heldur var hann í joggingbuxum og því allt stellið úti! Ekki það ég væri að glápa, leit undan um leið og ég sá hvers kyns var, en hann var nú ekki beinlínis að fara leynt með þetta. Reyndi ekki einu sinni að standa þétt upp við húsvegg - heldur stóð á bláhorninu þar sem til hans sást úr öllum áttum.

Ég reikna nú með að meðbræður mínir á Baggalút séu settlegri en þetta, en...allur er varinn góður:
Þið eruð auðvitað ákaflega heppnir að geta migið bara þar sem ykkur lystir en er ekki lágmarkið að stunda þessar athafnir í húsasundum, á bílastæðum, nú eða bara í klósett??
A.m.k. að reyna að forðast svona sýningar um hádegisbil á aðalverslunargötu bæjarins. Í guðanna bænum!

Ég var ekki að biðja þennan mann að sýna mér félagann, honum var beinlínis otað að mér. Ef ég vil fá að sjá eintak af bjúgu og kartöflum þá fer ég bara fram á það! Hvers eiga konur - og siðaðri karlmenn að gjalda? Troðum ekki okkar leyndustu líkamspörtum í fésið á ókunnugu fólki (þ.e. nema þeir séu í það minnsta í stærri kantinum og til þjónustu reiðubúnir).

Athæfi sem þetta er auk þess ólöglegt og olli mér mikilli angist og sálarkvölum. Er að íhuga að fara fram á bætur en því miður þekki ég ódæðismanninn ekki í sjón....nema að neðan.

Eitt að lokum - ef þið viljið losna við ritræpuna í mér - þá er það lítið mál - bara 130 millur vessgú og mange tak!

Lifið heil!

   (59 af 114)  
1/12/05 03:02

Kroppinbakur

Hvaða hvaða, þetta hefur bara hresst upp á ástarlífið Krumpa mín. Skal veðja að þú hefur haft þetta lifandi fyrir augum þínum þegar þú naust ásta næst á eftir. Ha ha ha. Vona samt að ,,ostalyktin" hafi ekki verið kæfandi.

1/12/05 03:02

Nermal

Dettur bara systir mín í hug þegar hún sá mann míga inn í garðinn. Hún fór út í gluggann og gargaði hátt... Hættu að míga í garðinn okkar!!! OG ÞÚ ER MEÐ LJÓTT TYPPI!!!!!!

1/12/05 03:02

Offari

Þetta var ekki ég það má til gamans geta að það flokkast sem brottrextrarsök að gera svona lagað á Sómastað. Og því er fylgt eftir.

1/12/05 03:02

Haraldur Austmann

Gengur fólk virkilega enn í joggingbuxum?

1/12/05 03:02

Jóakim Aðalönd

Ef náttúran hefði ætlað okkur að fara leynt með það þegar við sinnum kalli hennar, hefði hún látið hlandið og saurinn renna út um tærnar, ekki satt?

1/12/05 04:00

Ívar Sívertsen

hver fer á laugaveginn nú orðið?

1/12/05 04:01

fagri

Saklaus.- Pissa alltaf í einrúmi. Eftir að rúta full af erlendum ferðamönnum ók fram á mig hvar ég var að verpa í iðagrænan grasbala við þjóðveginn
(gott ef ekki voru myndavélar á lofti) hef ég losað og lensað úr sjónmáli.

1/12/05 04:01

krumpa

Þið getið fegrað þetta og fóðrað eins og þið viljið! Staðreyndin er bara sú að þetta er ógeðslegt - lyktin og allt ... ojjjj... og hefur haft skelfileg áhrif á kynlífið hjá mér!

1/12/05 04:01

Ugla

En þetta gerðist bara í fyrradag krumpa!
Eru "skelfileg áhrif" þessa atburðar strax komin fram í kynlífinu?

1/12/05 04:01

krumpa

Já - heimtaði auðvitað kynlíf um leið og færi gafst - í örvæntingarfullri tilraun til að má þessa hryllingssýn úr huga mér. En það bara var ekki eins...

1/12/05 04:01

Sundlaugur Vatne

Þvílíkur ruddaskapur. Ég vona svo sannarlega, Krumpa mín, að þú náir að jafna þig fjlótlega.
Svona köllum á bara að stinga inn ... eftir að þeir hafa verið látnir þrífa eftir sig.

1/12/05 04:01

Ned Kelly

Sástu nokkuð hvert hann fór?

1/12/05 04:01

Vímus

Ég get ekki séð neitt kynferðislegt við að pissa nema maðurinn hafi hrist hann oftar en fimm sinnum.
Þá er greinilega um aðra athöfn að ræða.
Ég er þér þó sammála um að það er ákaflega ósmekklegt að velja hornið á Laugavegi og Snorrabraut sem almenningssalerni.

1/12/05 04:02

Ívar Sívertsen

Hann hefði a.m.k. mátt hafa með sér eitt svona Amsterdamskt pissupláss
http://www.targotennisberg.org/baltics_benelux/amsterdam/DSCN216 7.JPG

1/12/05 05:01

Grýta

Var þetta ekki bara einhver róni, sem vissi ekki hvar hann var staddur.
Látum þá ekki trufla líf (sérstaklega ekki kynlíf) okkar.

1/12/05 06:00

krumpa

Hann var amk ekki fullur - en væntanlega eitthvað ekki alveg eins og fólk er flest...

1/12/05 06:01

Barbie

Touché Haraldur. Snilldarkomment. Ágætis pistill líka. Ég hló dátt, takk Krumpa. Leiðindauppákoma hins vegar.

1/12/05 21:01

Urmull_Ergis

-Ég er eiginlega í rusli yfir þessu, það er át að reykja, það má ekki lengur drekka sig fullan á þriðjudögum, og nú má ekki pissa á götuhornum.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.