— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/04
Hugvekja til litlu, feitu, ljótu karlhlunkanna þarna úti!

Sá um daginn í gamanþætti mann sem átti kærustu. Hún var falleg og vel vaxin og skemmtileg og klár og allt það... en hann var ekki tilbúinn til að binda sig. Hann var að bíða eftir einhverju betra.

Þetta vakti mig hálfpartinn til umhugsunar. Eruð þið skuldbindingafælnu kjánarnir ekki allir að bíða eftir ,,einhverju betra\"? Það er allt í lagi að hanga með ,,venjulegum\" konum - en betra að bindast ekki um of, því að einn daginn hlýtur Angelina Jolie eða Jennifer (veljið bara: Aniston, Garner eða Lopez) að banka upp á. Eða hvað?

Sjálf kenni ég ,,Heffernan-stefnunni\" um. Ef þið þekkið ekki Doug Heffernan þá er hann feitur, sveittur kjáni í ömurlegu starfi sem einhverra ótrúlegra hluta vegna nældi sér í klára og sexí konu.

Ég þekki mann sem þekkir mann. Sá maður er vitlaus, feitur, ljótur, illa menntaður og leiðinlegur. Hann fer samt oft á veiðar og lítur þá ekki við öðru en gæðakjöti. Hann vill sexí, grannar, fallegar gyðjur í vel launuðum og ögrandi störfum. Það er svo væntanlega óþarfi að taka það fram að aflinn er fremur rýr.

Við konur erum líka bara venjulegar mannverur. Við erum alla vega í laginu, að innan sem utan, vinnum við hin ýmsustu störf og erum misgóðar í skapinu. Við rekum meira að segja við í rúminu! Við erum ekki þessar ómannlegu gyðjur sem þið hafið óljósar hugmyndir um úr blöðum og sjónvarpi.

Heittelskaður er t.d. ósköp venjulegur gaur. Mér finnst hann vitaskuld sætastur og mest sexí í heimi en ég er ekki viss um að allar væru sammála mér.
Af hverju finnst mér þá að ég þurfi að vera klárari, betri, grennri og sætari til að eiga yfirhöfuð skilið að eiga mann? Hversu lélegt eintak sem hann annars kann að vera?

Ráðlegging mín til ykkar hlunkanna (hér er ég ekki að tala niðrandi um þybbið fólk heldur nota ég ,,hlunkur\" um þá sem ekki hafa andlitsdrætti Colin Farrels, líkama Brads Pitt, gáfur Einsteins, tekjur McCartneys, hæfileika guðs o.s.frv. Við konur erum svo raunsæjar...) : Farið heim og faðmið, búttuðu, ekki svo mjög sætu, kláru eða ríku konuna sem þrátt fyrir allt elskar ykkur. Haldið í hana eins fast og lengi og þið getið. Sleppið aldrei! Og þakkið guði fyrir að hafa hana. Ef við hugsuðum eins og þið karlhlunkarnir gæti hún nefnilega verið farin á morgun...

   (66 af 114)  
31/10/04 11:02

Skabbi skrumari

Já Krumpa... takk... [labbar skömmustulegur út]

31/10/04 11:02

Ívar Sívertsen

Ég er feitur, ég ætla ekki að dæma um hvort ég sé ljótur og ég er hreint ekkert lítill en ég var ekki að spögglera í útlitinu eða fjárhagnum þegar ég byrjaði með Hexiu minni. Og ekki var hún að spögglera í því heldur. Enda er það líka bara aukaatriði. Það er vissulega gaman að eiga fallega konu en fyrir mér er það bara bónuspakki ofan á allt hitt.

31/10/04 11:02

krumpa

Þá ert þú einn af fáum, Ívar minn, sem hugsar þetta á réttum forsendum! Og mikið er hún Hexía heppin að eiga þig! Veit að ég er að ýkja svolítið en held samt að þið karlmenn séuð margir hverjir með óraunhæfar væntingar...

31/10/04 11:02

krumpa

Vil svo bara hafa það á hreinu að mér finnst yfirleitt kostur að hafa karlmenn í mýkri kantinum! En...ef maður er sjálfur sófakartafla þá er kannski ekki hægt að gera sér væntingar um að ná í þolfimimeistara eða eróbikkkennara með 4 í fituprósentu...

31/10/04 11:02

Ívar Sívertsen

Þessar óraunhæfu væntingar tilheyra unglingsárunum og síðar fantasíunum. En raunveruleikinn er annar og maður er eiginlega fábjáni ef maður þiggur ekki það sem hentar manni best þrátt fyrir að vera ekki kynbomba sem syndir í seðlum.

31/10/04 11:02

krumpa

Þú þekkir greinilega heilsteyptara fólk en ég. Þekki nokkra þrælfullorðna sem eru í ,,föstum" samböndum en samt alltaf að ,,leita"...

31/10/04 11:02

Ívar Sívertsen

Auðvitað þekkir maður nokkra einstaklinga af báðum kynjum sem svona er ástatt fyrir. En það þýðir ekki að segja þeim það. Þeir þurfa lílega að brenna sig á þessu og missa þá það góða sem þeir hafa.

31/10/04 11:02

Bölverkur

Ég vel Jolie. Hver er það annars?

31/10/04 11:02

Nermal

Ég er nú óbundinn enn. Ég hugsaði hér í denn, feitar konur..OJJJJJJJJJJJ. Svo þroskaðist ég og veit það nú að útlitið er aukaatriði. Ég vil bara dömu sem er með vit í kollinum og getur þolað svona vitleysing eins og mig. Og svo ég nefni það þá er ég ekki talinn feitur og þaðan af síður lítill.

31/10/04 11:02

Ugla

Karlmenn eru skrítnar skrúfur!
Heldurðu að þeir séu jafnvel enn hégómlegri en við konurnar?

31/10/04 11:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Góða Krumpa !
Um tíu ára skeið hef ég reynt að vera bæði pabbi og mamma barnanna minna. Víst langar mig , langar rosalega að fara í berja mó eð syngja ó maría mig langar heim eða bara leisa suduko dagsins með hjartavinu. Enn hver vill kynnast einstæðum launfeitum hálfvita sem drekkur of mikið, með tvö vissulega bráðgáfuð og yndisleg börn? enn vonin er það síðasta sem yfirgefur mann. Eins og seigir í gömlu góðu vísunni :
Það sem mig vantar einna mest
og fæ nú sjálfsagt bráðum
er góða konu og góðan hest
og geta riðið báðum

31/10/04 11:02

Ormlaug

Hlunkmenni eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. Til hvers að líta við karlmanni ef hann er ekki líkastur trélíkneski af Akkílesi hvað varðar vöxt og stinnleika. Ekki sakar ef gáfurnar eru einnig í stíl við slíkt trélíkneski.

31/10/04 11:02

Don De Vito

Ha, eru ekki allar konur súpermódel? [Klórar sér í höfðinu]

31/10/04 11:02

B. Ewing

We have all the most beautiful women in the world and all the most strongest men in the world and we all drink Lýsi and eat hákarl with our Brennivín schnapps whenever we feel like. Also we have the most beautiful landscape in the world and the cleanest water in the world. Then we soon have all the money in the world to buy all the world and make it a new icelandic expedition of finding and now keeping Europe and America and maybe Turkey too just because they were mean to us once.

---

Var þetta þá bara bull eftir allt saman? [Brestur í óstöðvandi grát. Byrjar að breyta lagi ræningjanna úr Kardimommubænum í lag einhleypsingsins:
]
Hvar er heittelskan?
Hvar er kærastan?
Hvar er rosa sæta flott' og heita stuðgellan?
...

31/10/04 11:02

Kíkí

Já, þetta var hin besta grein. Og sannar vel að enn er mark takandi á gömlum orðatiltækjum, líkt og þessu, sem alltaf á sér stóran stað í hjarta mínu.
Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. En þrátt fyrir það þá virðist það nú sem grasið sé oftar en ekki grænna hinumegin og fólk gjarnt á að láta blekkjast.
Væri ekki bara ráð að kaupa sér góða málsháttarbók og lifa lífi sínu eftir henni?

31/10/04 11:02

Sundlaugur Vatne

Elsku Krumpa mín, hvað er að angra þig? Höfum við karlarnir, leikfélagar þínir hér, eitthvað gert á þinn hlut? Ég veit að ég hef þyngst og er kominn með far eftir bros (hrukkur). Það er mín einasta eina líka og mér finnst bara verða meira varið í hana fyrir vikið. Við höfum þroskast svona saman.
Hættu að alhæfa svona um okkur karlpeninginn, maður fer að eftast um að þú sért í góðum höndum hjá þínum "heittelskaða".

31/10/04 12:00

blóðugt

Ég get ekkert sagt, enda vitað að nördar koma mér til. [starir út í loftið]

31/10/04 12:00

Anar

Maður getur verið hæstánægður með sinn Volvo en langað leynt og dulið í Ferrari. Jafnvel þótt maður sé enginn Sjúmakker.

~Brrrrrrrmmmm~

31/10/04 12:01

Enter

Ertu að segja að ég sé feitur?

31/10/04 12:01

Isak Dinesen

Stíll þinn er að mörgu leyti afar skemmtilegur Krumpa, þú alhæfir en dregur í land á víxl. Enda færðu alltaf mikil viðbrögð.

Ég veit vel að til eru karlmenn sem falla í þann flokk sem þú nefnir. En ég veit líka að því miður er fjöldi kvenna alveg eins. Krefjast óendanlega mikils og líta ekki við öðrum en Adónis og æfingabræðrum hans. Slíkar konur eru, ef eitthvað er, líklegri til að telja alla karla vera að reyna við sig, þó óljóst sé af hverju svo ætti að vera í sumum tilfellum. Fátt er meira óþolandi en slíkt attitude.

31/10/04 12:01

Ívar Sívertsen

Já, Isak, þess vegna lendir súkkulaði liðið saman og endar í hávaðasömum Séð og Heyrt skilnaði á meðan við sem erum ekki nógu fín, fræg eða rík fyrir slúðurblöðin höfum það bara helvíti gott.

31/10/04 12:01

krumpa

Bara svo að það fari ekkert á milli mála, þá er mér enn verr við konur en karlmenn. Ég er bara ekki byrjuð að fjalla um þær... Auk þess er þeim fæstum viðbjargandi svo að ég veit ekki hvort það tekur því að eyða orðum á eða um þær...

31/10/04 12:01

Þarfagreinir

Sjá félagsrit mín fyrir skoðanir mínar í þessum málum ...

31/10/04 12:01

Sæmi Fróði

Sjá nýjasta félagsrit mitt um viðbrögð mín og minnar spúsu við þessu.

31/10/04 12:01

sharon Stone

Kæra Krumpa, ha ha Krumpa erþað nú nafn, jæja mér finnst þú svo auðlesin persóna svo glær í gegn,ég hef aðeins rennt yfir sumt sem þú hefur skrifað. Það skín í gegn um skrif þín hvað þú ert ósátt við sálfa þig og útlit þú verður bara að sætta þig við hvernig þú lítur út því þú gerir ekkert í þínum málum, talandi um að vera ekki viðbjargandi, hum hum og reyndu að sætta þig við grannar og sexí konur, hver veit í næsta lífi...eee

31/10/04 12:01

Skabbi skrumari

Sharon... þetta var nú óþarfi...

31/10/04 12:01

Júlía

Fyrir mína parta verð ég að viðurkenna, að ég mun umhugsunarlaust sparka heittelskuðum spúsa mínum út á hafsauga ef eftirtaldir herramenn bjóðast: a) Christopher Lambert b) Keeanu Reeves c) Robert Redford

Eins ættum við Georg Clooney vel skap saman, að því er ég best veit. Annars tek ég undir með Anan, maður getur verið voða sáttur við það sem maður hefur, svona hvunndags, en glatt sig við tilhugsunina um e-ð ennþá betra.

31/10/04 12:01

Raskolnikof

Christopher Lambert? En .. hann lítur alltaf út fyrir að vera nýbúinn að gera nr.2 ... Svo kann hann ekkert að leika.

(Hleypur út fullur af afbrýðissemi)

31/10/04 12:01

Jóakim Aðalönd

Ekki er ég að bíða eftir einhverju betra. Ég er hreinlega ekki að bíða eftir neinu. Ég kann vel við að vera einn og hef góða reynslu af því. Ég er alla vega feginn að þurfa ekki að eyða tíma og fyrirhöfn í að spekúlera í svona hlutum, það segi ég satt... [Dæsir mæðulega og les næsta félaxrit]

31/10/04 12:02

Tigra

Sem betur fer enda svona glans píur og gúmmígaurar yfirleitt saman.
Flest annað fólk myndi ekki þola hvað þau eru yfirborðskennd á útlit etc.
Auðvitað eru fyrstu viðbrögð allra við útliti, enda það eina sem við höfum að dæma á til að byrja með, en ég verð að segja að allavega hjá mér, þá breytist útlitið fljótlega í mínum augum eftir að ég hef kynnst manneskjunni.
Brad Pitt gæti þessvegna orðið ljótur í mínum augum ef mér þætti hann vera leiðinlegur skíthæll.

Ég hef átt bæði ófríða og gullfallega kærasta... en það skipti bara hreint engu máli þegar á hólminn var komið.
Persónuleikinn spilaði þar hlutverk 1,2 og 3, þó svo að ég viðurkenni að vissulega er persónuleikinn stundum mótaður af útliti (t.d. lélegt sjálfstraust eða mikið ego etc)

31/10/04 13:00

krumpa

Innilega sammála Tígra mín. En það virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan að ég var ekki bara að tala um útlitskröfur, heldur alls konar efnishyggjukröfur sem við gerum.

Hmm... Christopher Lambert er voða krútt ...

31/10/04 13:01

Von Strandir

Ákvað að setja þetta frekar inn hér í stað þess að eyða félagsriti í þetta.

[True Happiness This Way Lies]
Hey man I've got what you need
And have you ever wanted something so badly
That it possessed your body and your soul
Through the night and through the day
Until you finally get it
And then you realise
That it wasn't what you wanted after all
And then those selfsame, sickly little thoughts
Now go and attach themselves to something
Or somebody new
And the whole goddamn thing starts all over again

Well, I've been crushing the symptoms
But I can't locate the cause
Could God really be so cruel?
To give us feelings that could never be fulfilled
Baby
I've got my sights set on you
I've got my sight set on you
And someday, someday, someday
You'll come my way
But when you put your arms around me
I'll be looking over your shoulder for something new
'Cause I ain't ever found peace upon the breast of a girl
I ain't ever found peace with the religion of the world
I ain't ever found peace at the bottom of a glass
Sometimes it seems the more I ask for the less I receive
Sometimes it seems the more I ask for the less I receive
The only true freedom is freedom from the heart's desires
And the only true happiness this way lies
(Matt Johnson - The The - Dusk)

31/10/04 13:02

Vímus

Krumpa mín!
Þú verður aldrei ánægð fyrr en þú sættist við sjálfa þig.

31/10/04 14:00

Lopi

Ég er langur og mjór og nýt mikilla vinsælda hjá kvennþjóðinni um þessar mundir. Ég er í tísku.

31/10/04 14:01

Ugla

Í hvert einasta skipti sem kona skrifar hér krassandi grein þá stekkur fjöldi manna fram á sjónarsviðið og fullyrða að hún sé að alhæfa og sé bitur og beisk.
Hvað á þetta að þýða?

31/10/04 14:01

Isak Dinesen

Nei, nú alhæfirðu Ugla mín.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.