— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/04
Júróógeð

Saur - ég er auðvitað gömul og þreytt kona með krónískan bakverk og höfuðverk - en kannski er ég bara gömul sál því ég hef alltaf verið á þessari skoðun...

ÉG HATA JÚRÓVÍSJÓN

Ég hef alltaf HATAÐ júróvísjon en það var þó smákarakter í því þegar HÚBBA HÚLLA var upp á sitt besta. Þegar þjóðir voru að sýna einhvern karakter - einhver þjóðareinkenni - og sungu í það minnsta á sínum eigin tungumálum. Er það ekki líka hlutverk ríkissjónvarpanna að standa vörð um þessa menningu og þjóðartunguna? Það virðist mér í það minnsta þegar ég er erlendis og sé Brad Pitt tala þessa líka fínu frönsku/þýsku/spænsku/ítölsku/dönsku í imbanum. Hæfileikaríkur fýr það.

Núna er þetta ekkert nema útþynnt drasl. Engin sérkenni. Allir að syngja sömu ÖMURLEGA LÉLEGU dægurlögin - eini munurinn er að þeir ráða misjafnlega vel við enskuna. Og hvað er svo málið með þessa blómálfabúninga? Hver er tilgangurinn með fjölþjóðlegri keppni ef það er ekki fræðilegur möguleiki að þekkja þjóðirnar hverja frá annarri? Þegar Langtburtistan virðist komið í eina sæng með Fjarskanistan? Af hverju er þetta þá ekki frekar Elton John vs. Tina Turner vs. Green Day vs. Anastacia vs. Stefán Hilmarsson o.s.frv. Þá væri kannski smámöguleiki að eins og eitt og eitt lag væri áheyrilegt.

Ég hata JÚRÓVÍSJÓN og alla lágkúruna í kringum þennan hrylling. Ég HATA að geta ekki kveikt á útvarpinu síðasta mánuðinn fyrir keppni því að þar er ekki þverhlustandi fyrir alls kyns spekingum sem eru að rembast við að greina ástæður þess að Geirmundur hefur aldrei unnið...

Þetta er sosum ekkert mál - ég get bara sleppt því að horfa, get bara lagst upp í rúm, breitt yfir haus og látið eins og þetta sé ekki til. Það gerði ég líka alltaf - þangað til fyrir nokkrum árum.

Nú neyðist ég nebbilega til að horfa því annars verður barnið mitt fyrir aðkasti í skólanum. Það er greinilega ekki nóg að fullorðið fólk geri sig að fíflum í yfirmáta heimskulegum partíum þar sem rifist um hvaða laglausi hallærisgaur að syngja eitthvert höfuðverkjavekjandi garg stóð sig verst eða best heldur þarf endilega að demba þessari lágkúru yfir smábörn.

Þegar barnið mitt var í leikskóla stóðu leikskólakennarar fyrir júróvísjónsamsöng - smábörn sem ekki var hirt um að kenna þokkalega íslensku bauluðu Birgittulag í kór - á ensku!
Í skólanum í dag virðast svo helstu gullkornin sem komu frá kennurunum - sem við treystum fyrir menntun ungviðisins - hafa verið um klæðaburð Selmu...

Ég er ekki svona snobbuð og forpokuð - fólk má hafa sína lágkúrulegu leiðindalágmenningu í friði - og er ekki að segja að hún sé verri en önnur (væri samt bærilegra ef eitt einasta áheyrilegt lag hefði komið úr júróvísjonmiljónahítinni frá því að HUBBA HÚLLA var og hét) - en hvenær ætla þessir sömu kennarar að fræða börnin um Mozart eða Beethoven - nú eða bara bítlana?

Ég veit að barnið mitt langar ekki að horfa á þetta - heldur lítur það á þessa kvöl og pínu sem félagslega skyldu sína.

Ja fussum svei - og hvað kostar þetta rugl svo? Eru ekki annars allir hér himinlifandi yfir því að fá að borga afnotagjaldið?

ÉG HATA...

Þakka þeim sem hlýddu. Þið hafið svo auðvitað rétt á að hafa andstæðar skoðanir en þær eru þá einfaldlega vitlausar...

   (76 af 114)  
5/12/04 19:02

Þarfagreinir

Ég er algjörlega sammála! Þetta er bókstaflega ömurleg og lágkúruleg keppni. Það eina sem er eitthvert fútt í er þegar menn taka sig sæmilega lítt hátíðlega, eins og Danirnir forðum sem þú nefnir, og Nojararnir núna í ár. En að taka þessa ruslkeppni hátíðlega, eins og allt of stór hluti íslensku þjóðarirnar virðist gera, er einfaldlega firra.

5/12/04 19:02

Litla Laufblaðið

Ég held með Moldavíu

5/12/04 19:02

Þarfagreinir

Ég líka reyndar. Annað hvort Moldavíu eða Noregi - á erfitt með að gera upp á milli.

5/12/04 19:02

Litla Laufblaðið

Moldavía pottþétt, litla gamla konan með trommuna er æði

5/12/04 19:02

Furðuvera

Þetta Júróvísjón dæmi er ágætt, en of popplegt. Það vantar rokk. Botnleðja hefði átt að fara í staðinn fyrir Birgittu...

5/12/04 19:02

Gísli Eiríkur og Helgi

óskaplega var hún í ljótum fötum hún Selma
mér fanst Færeyska lagið best !

5/12/04 19:02

Nornin

Krumpa, enn og aftur erum við 100% sammála.
Ég hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf.
Ég hata Júróvísjón og horfi ekki á það.

Hef einu sinni farið í Júrópartý en tók þá giftusamlegu ákvörðun eftir fyrstu 3 lögin að drekka bara þar til ég lognaðist út af. Það var gaman.

5/12/04 19:02

krumpa

Haha
Getum kannski losnað við að horfa og partíruglið - getum kannski bara tekið vídeóspólu, kæra Norn...

Ísland dottið út og greinilegt að allur spenningurinn og peningaausturinn var til mikils. Er samt þakklát fyrir að hafa átt þess kost að greiða sólarlandaferð fyrir alla uppáhalds (NOT) sjónvarpsmennina mína...

5/12/04 19:02

Furðuvera

Það var betra þegar við fengum að kjósa okkur lag til að senda í keppnina...

5/12/04 19:02

Sverfill Bergmann

Væri ekki nær að senda Megas í keppnina á næsta ári?

5/12/04 19:02

Ívar Sívertsen

Ég ætla að syngja næsta framlag Íslands!

5/12/04 19:02

Þarfagreinir

Skárra að minnsta kosti. Annars finnst mér að við mættum alveg hætta þessu bulli bara. Ekki myndi ég gráta það.

5/12/04 19:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Að Selma tapaði var nú fötunum að kenna. Sú Færeyska aftur á móti hún kom inn í svona latex
sjóstígvélum með strimlað hnýsuskinn um barminn og skerpikjöt hángandi um mjaðmirnar. Hún söng svo flott um Ólaf Riddararós, á frönsku. Meðan hellingur af hálfberum kroppatemjurum insmurðir í lýsi hoppuðu í hring hún vinnur þettað altsaman!

5/12/04 19:02

Limbri

En hvenær talaði Brad Pitt dönsku ?

-

5/12/04 19:02

krumpa

O jæja, kannski var það sko JR sem talaði dönskuna - þú nærð samt myndinni, ekki satt?

5/12/04 19:02

Limbri

DR1 kemur skýrt inn til mín. JR er svo hetja og þetta er allt satt sem þú segir.

Komdu svo og knúsaðu mig þarna kálfurinn þinn.

-

5/12/04 19:02

krumpa

Ekki málið minn kæri - vertu velkominn í knúsveislu í keisaradyngjunni hvenær sem er - Hákon hefur hvort eð er ekki sést þar mánuðum saman...

5/12/04 19:02

Limbri

Úff, ég held ég verði að fara að koma mér í kalda sturtu bráðlega. Þessi dagur er búinn að vera með eindæmum "heitur".

-

5/12/04 19:02

Pollýanna

Ég vona bara að fólk taki þetta ekki of alvarlega og sé ekki miður sín út af úrslitunum. Auðvitað hefði verið gaman ef Ísland hefði komist áfram - en þetta hefði nú getað verið verra!

5/12/04 19:02

Afnám Þrælahalds

Mér fannst nú Ungverjaland og Noregur vera það eina sem hafði eitthvað minnsta afþreyingargildi af þessu öllu saman. Líka einu þjóðirnar með karakter.

5/12/04 19:02

Ívar Sívertsen

HEJA NORGE!

5/12/04 20:00

Steinríkur

Mikið er ég feginn að hafa misst af þessu í dag.
Og mikið verður gaman í Júróvisionpartíinu sem er búið að plana í vinnunni í tæpar 53 vikur.

5/12/04 20:00

Hóras

Hehe, systir mín ætlaði að halda Útskriftarveislu og/eða Evrósjónpartý. Nú er eins gott að hún útskrifist til að geta haldið nokkurn skapaðann hlut!

5/12/04 20:00

Isak Dinesen

Steinríkur: Þá er bara að lauma meira vodka í bolluna.

5/12/04 20:00

Hakuhci

Já mér finnst þetta asnaleg keppni - eins og sirkus bara!

5/12/04 20:00

Ísdrottningin

Hvað segirðu Limbri, viltu kælingu [glottir með kerskinn glampa í augum]
Ef einhver hér er raunverulega himinlifandi yfir því að borga afnnotagjald RÚV þá skora ég á þann hinn sama í einvígi...

5/12/04 20:00

Hakuhci

Afnotahvaðnú?

5/12/04 20:00

dordingull

Húrra! Held með Krumpu.

5/12/04 20:01

Ívar Sívertsen

Ég borga afnotagjald Rúv með glöðu geði. Annars gæti maður nefnilega aldrei tekið þátt í umræðu sem þessari. Annars gæti maður aldrei haft skoðun á því þegar fólk segist aldrei horfa á júróvisjón sökum ógeðs og lýsir síðan í smáatriðum hvernig keppnin fór fram. Mér finnst þetta dæmigert íslenskt plebberí og barasta krúttlegt.

5/12/04 20:01

RokkMús

Ég og systir mín ætlum að keppa!(bara kannske) Og bæta keppnina með þjóðlegum tilburðum. Ég sem bakrödd, saxofónleikari eða fiðluleikari!

5/12/04 20:01

Ívar Sívertsen

Menn verða að vera orðnir 16 ára til að taka þátt í Júróvisjón.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.