— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 3/12/04
Prentararaunir.

Stundum þarf ekki mikið til að gera mann gersamlega klikk.

Nú fer að líða að prófum. Í ljósi þess hef ég ákveðið að fara að taka mig á enda ekki seinna vænna. Þar sem ég er of löt þá nenni ég ekki að gera glósur sjálf heldur stel þeim af öðru duglegra fólki.

Það er gott og blessað. Hins vegar kárnar gamnið þegar kemur að því að prenta þennan andskota út.

Þetta eru um það bil þúsund blaðsíður svo að í fyrradag kom ég heim, full eljusemi og bjartsýni, með ljósritunarpappír í kílóavís.

Þar sem ég er ekki mjög þolinmóð - þá ákvað ég að ná í allar glósurnar í einu, ýta á print og svo átti prentaraskriflið bara að sjá um restina. Ég var komin með 147 documents in que og leist bara vel á lífið þegar ósköpin dundu yfir.

Fyrst fór prentaraóhræsið að flækja helv.... pappírinn og það ekkert lítið. Grunar reyndar að það sé að einhverju leyti heimiliskettinum að kenna en hann er álíka dyntóttur og prentarinn og hefur því gaman af að fygjast með...

Þá kláraðist blekið. EKKERT MÁL. Átti þetta líka fína útsölublek í túpum til að fylla blekhylkin með. Sökum téðrar óþolinmæði gleymdi ég hins vegar að setja á mig hanska. Svo að nú er ég SVÖRT, með svartar hendur, neglur, höku og bringu (ekki spyrja, veit ekki sjálf hvernig ansans blekið komst þangað). Svartir blettir í gólfteppinu og til að bæta gráu ofan á svart virkaði ekki fjárans blekið loksins þegar ég kom því í.

Ekkert mál. Hljóp - öll svört - út í bókabúð rétt fyrir lokun og keypti líka þetta fína blek á aðeins tíu þúsund krónur eða svo. Gaman gaman. Kom svo heim og ætlaði að halda áfram að prenta. Þá var hins vegar hlaupinn púki í prentarann og eins og til að ergja mig prentaði hann bara út hjörtu og broskalla.

Varð því að eyða öllum documentunum í queinu, slökkva á tölvunni, taka úr sambandi og byrja allt upp á nýtt.

Eyddi svo fleiri, fleiri klukkutímum í að qua (kjúa) öllu draslinu aftur á prentarann. Ætlaði svo bara að fara að leggja mig eða taka til og ná svo í herlegheitin þegar elsku prentarinn hefði lokið sér af.

Nú er það hins vegar þannig að þessi elska krumpar og rífur annaðhvert blað - þ.e.a.s. þau sem hann fyllir ekki af hjörtum og brosköllum.

Er alveg að fara á limminu og þess verður ekki langt að bíða að prentarinn fái að mæta skapara sínum - í öreindum á stéttinni fyrir neðan stofugluggann.

Er ég ein um að eiga í svona útistöðum við rafmagnstæki? Tala ég kannski ekki nóg við prentarann?

   (84 af 114)  
3/12/04 12:01

Smábaggi

Sniðugt.

3/12/04 12:01

Ég sjálfur

Lífið er erfitt...

3/12/04 12:01

Kuggz

Er ekki málið að fá sér flatann skjá?

3/12/04 12:01

B. Ewing

Eða fara að skrifa sjálf glósunar. [Fer í kjallarann, tekur upp allar handskifuðu glósubunkana og stimplar á öll blöðin með hjartalaga stimpli]

3/12/04 12:01

Þarfagreinir

Prentarar eru frá djöflinum. Þetta veit ég fyrir víst.

3/12/04 12:01

krumpa

Dah - þyrfti nú líka að prenta út glósurnar þó að ég skrifaði þær sjálf!!!

3/12/04 12:02

Jóakim Aðalönd

Ég á einn prentara sem vill ekki þýðast mig og ætla ég að senda hann í góða hirðinn.

3/12/04 13:01

Hóras

Ég kannast við þennan vanda en ég fann góða lausn á honum. Það fór svo að ég fékk mér vinnu með skólanum. Eina krafan sem ég gerði til vinnunar var sú að það yrði að vera góður prentari á staðnum. Svo er barasta þessi fínasti hraðprentari og fleiri tugir kílóa af fríum pappír fyrir mig til að misnota! Get sko sagt þér það, í síðustu viku prentaði ég yfir 200 blaðsíður af glósum á circa 12 minutum.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.