— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 1/11/03
Nóg boðið !

Ég er áskrifandi Ríkisútvarpsins eða RÚV, ekki er nú beinlínis hægt að segja að það sé af fúsum og frjálsum vilja, enda horfi ég sáralítið á sjónvarp. Hins vegar er ég þeim megin í pólitík að ég hef ekki viljað fordæma það alveg - fyrr en núna.

Ég á barn, sem er sosum ekki í frásögur færandi, nema það að í gær horfði téð barn á barnaefni Ríkisútvarpsins. Ég hélt nú, í fávisku minni og sakleysi, að slíkt væri óhætt; að ekki þyrfti að horfa með barninu og ritskoða það efni sem er boðið upp á milli sex og sjö. Kjáninn ég !

Fyrir þá sem ekki vita skal þess getið hér að barnatími RÚV er þannig uppbyggður að frá sex til hálfsjö er ein teiknimynd eða barnaþáttur og frá hálfsjö til sjö er önnur teiknimynd. Verði bil á milli þessara dagskrárliða er svo fyllt upp í það með myndskreyttum hávaða af einhverri sort. Hélt ég nú að þar væri af nógu að taka, alls konar skrípalingar eins og strumparnir, Gunni og Felix, eða Halli og Laddi væru til að mynda tilvaldir til að stytta smábörnunum stundir við biðina.

Rétt fyrir hálfsjö í gær fór svo umrætt barn að ókyrrast yfir glápinu og sagði mér að barnaefnið væri búið. Ég vildi nú ekki alveg trúa því og kíkti á kassann. Þá var þar ákaflega léttklædd Britney Spears að engjast um og stunda handríðingar af einhverri sort meðan hún raulaði lag eftir alræmdan fíkniefnaneytanda og ofbeldissegg. Nú spyr ég ; er líklegt að einhverjir þeirra hafi sem umrædd Britney höfðar til hafi verið við skjáinn einmitt á þessum tíma ? Er þetta endilega eitthvað sem á að hafa fyrir smábörnum ? Er svo hægt í næsta orði að hneykslast á því hvað börn byrji snemma kynlífsiðkun ? Og er virkilega ekki hægt að treysta því að RÚV iðki lögbundið fræðsluhlutverk sitt á skárri hátt en þetta ?
Það eina sem hugsanlega hefur getað réttlætt tilvist þessa skrímslis hingað til er sú röksemd að það sé á aðeins hærra plani en aðrir miðlar. Get nú ekki séð að slík röksemdafærsla haldi beinlínis vatni.

Ég er nú engin tepra, hef ákaflega gaman af bláu efni við og við og svona - en það þarf þá að vera á fullorðinstímum ! Svo er ég ekki að segja að þetta myndband hafi verið hneykslanlegt fyrir fullorðna og raunar hafði ég ekkert ógaman af, en ég færi ekki með barnið mitt á klámmynd - og það er í hæsta máta ólíklegt að einhverjir eldri en átján hafi verið að horfa á þessum tíma.
Einnig vil ég bara segja það að ef þetta væri einstakt tilvik þá væri ég nú ekki að kvarta, það væri ekki fyrirhafnarinnar virði - hins vegar er þetta ekki í fyrsta (og væntanlega ekki síðasta) sinn sem RÚV er að skora langt undir væntingum...

   (103 af 114)  
1/11/03 02:01

Nafni

Já nú erum við sammála þetta var helber andskotans ósómi.

1/11/03 02:01

hundinginn

Þessir aulabárðar halda víst að þeir eigi að keppa við hinar stöðvarnar. Sem er regin misskilningur. Og maður verður víst að borga þeim, ef maður vill eignast imbakassa TIL AÐ HORFA Á HINA! Svo það er eins gott fyrir þá að standa sína plikt!

1/11/03 02:01

Barbie

RUV eru í mínum huga lögbrjótar. Það kom eitt sinn fyrir að sjónvarpið dó á mínu heimili. Það hafði nú verið fætt sama ár og ég og löngu komið á tíma, gamall Hitachi garmur sem endanlega gafst upp. Nú henti ég bara tækinu og lét RÚV vita að ég ætti ekkert sjónvarp, mér leiðist að glápa á það og Sarabía Oktavía var lítið kríli sem engann áhuga hafði á kassanum. Um 2 mán. seinna keypti ég svo nýtt sjónvarp og tilkynnti það. Hálfum mánuði síðar kom svo einhver ákaflega æst kelling sem æpti og argaði og í gegnum æsinginn mátti skilja að ég hefði stolið af RÚV og væri með sjónvarp þó ég ætti ekkert sjónvarp. Hún hefði nefnilega séð þetta INN UM STOFUGLUGGANN MINN. Sem er náttúrulega ólöglegt. En þar sem ég er ákaflega löghlýðin var ég löngu búin að tilkynna um nýja tækið og sagði henni það. Þá urðu algjör umskipti á konunni og gott ef hún hóstaði ekki upp hálfgerðri afsökunarbeiðni þegar hún gekk brott - tilbúin að ná næsta krimma. Ég get svo svarið það (hristir hausinn mæðulega)

1/11/03 02:01

hundinginn

Ég verð víst að fara að gera upp við þá. Áður en þeir taka rándýra bílinn minn af mér, grátandi... SNÖKT

1/11/03 02:01

Þamban

RUV er groove.

1/11/03 02:01

Vladimir Fuckov

Og stundum birtast auglýsingar er eigi eru við barna hæfi milli dagskrárliða...

1/11/03 02:01

Coca Cola

gerum áhlaup á útvarpshúsið

1/11/03 02:01

Jóakim Aðalönd

Ég segi fyrir mitt leiti: Ég mun aldrei, aldrei, aldrei borga áskrift af ríkisfjölmiðli sem skýtur inn auglýsingum milli dagskrárliða. Aldrei!

1/11/03 02:01

Finngálkn

Stóru bræður mínir kenndu mér að nota dúkku þegar ég var 4 ára, það kom sér vel seinna meir.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Þeim væri nær að sýna Tomma og Jenna þætti eins og í gamla daga. Það voru góðir dagar. Held ég hafi séð nokkurn veginn alla Tomma og Jenna þætti sem gerðir hafa verið og varð betri drengur fyrir vikið.

1/11/03 02:02

Mjási

Ekki vildi ég vera sjónvarp!

1/11/03 02:02

B. Ewing

Frelsum Bjarka Tryggva og sendum hann aftur uppí Efstaleyti og nú með klippur!!

1/11/03 03:01

Frelsishetjan

Það er langbest að koma börnum upp á þetta sem fyrst.

1/11/03 03:01

krumpa

Svara þessu ekki ! Hins vegar er gaman að segja frá því hér að einhver virðist hafa bent þeim á þetta (ætti nú að vera óþarfi samt) því að í gær voru lítil, sakleysisleg börn að syngja um afa og ömmu í sveitinni...

1/11/03 03:01

Frelsishetjan

Baggalútur er magnaður.

1/11/03 03:02

Nornin

Ég átti sjónvarp. það dó. ég fór með það til RÚV og sagði þeim að losa mig við það og áskriftargjöldin í leiðinni. ég fékk gíróseðla í 3 mánuði eftir það... (hafði aldrei fengið gíró meðan ég átti sjónvarp). ég hringdi í þá í hverjum mánuði, skammaðist og reifst þar til þeir viðurkenndu að þeir vissu alveg að ég hefði látið þá farga varpinu.
Hvað voru þeir að spá? voru þeir að reyna að ná af mér áður ógreiddum afnotagjöldum??? mér er spurn.
Á ekki sjónvarp núna en er að spá í að fjárfesta í einu slíku fljótlega... ætli ég komist upp með að borga ekki afnotagjöld í 4 ár til viðbótar???

1/11/03 03:02

Urmull_Ergis

-Ég er alltaf jafn undrandi þegar ég fæ gíróseðil frá Rúv, -og ég spyr mig hví rekur ekki kapítalísk ríkisstjórn, kapítalískt sjónvarp? -Nú eða selur það....já eða bara hendir því.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.