— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/03
Enn um muninn á kynjunum...

Ákvað um daginn að gera eitthvað uppbyggilegt með Heittelskuðum. Það er sko í síðasta sinn sem ég tek slíkar ákvarðanir, svona eyddi ég kvöldinu :

17.28. : Sendi SMS - ,,Hæ, ástin, viltu gera eitthvað í kvöld?" (er á móti sms-um en hann er oft að vinna á þessum tíma svo að það er erfitt að ná í hann (vinna ? ? Sé auðvitað fyrir mér æðisgengnar samfarir í lyftunni eða ljósritunarherberginu, en hvað um það...))

18.04 : Hmm...ekkert svar...

18.08 : Hvað er hann að gera ???

18.12 : Hann hefur sennilega brugðið sér í ræktina, þessi elska, alltaf í því að halda sér fitt fyrir mig...(nokkrar eftirfarandi mínútur fóru svo í æðisgengna dagdrauma).

18.48 : Nei, heyrðu nú mig, svona lengi er enginn maður í ræktinni án þess að líta einu sinni á símann.

19.00 : Urðu einhver slys í föstudagstraffíkinni ? Best að fara á netið og athuga það....

19.07 : Nei, ennþá ekki múkk, hann hefur sennilega farið til tengdó, þessi elska, hvað hann er umhyggjusamur og sennilega bara gleymt símanum...

19.11 : Hringt í tengdó...

19.14 : Hvar er maðurinn ?

19.24 : Væri nú kannski ráð að hringja í lögregluna og þessi svona helstu sjúkrahús. Já, allur er varinn góður. Kannski hefur hann líka verið úti á gangi síma-og skilríkjalaus og lent í ægilegri árás...Já best að hringja...

19.52 : Nokkkrir róandi drykkir eftir vægast sagt niðurlægjandi símtöl...

20.02 : Hann er að halda framhjá ! Ég veit það ! Hvaða önnur afsökun gæti komið til greina ? Ég meina, hversu lengi ertu að uppgötva sms ??

20.12 : O jæja - tveir geta leikið þennan leik ! Nokkrar mínútur fara í hugmyndir um að hafa uppi á fyrrverandi elskhugum...

20.30 : Ekkert enn. Sennilega er hann bara fluttur úr landi, genginn í sjóinn, búinn að skipta um símanúmer...

Næsti klukkutíminn eða svo fer síðan í að eyða upp gólfteppinu, athuga fréttir af slysum og glæpum og vísindalegar kannanir á virkni símtækisins...Hringi sko ekki aftur í hann, þá heldur hann að ég sé eitthvað desperat. Púff....

21.40 : Riiinng Riinng : Hæ elskuleg, varstu að reyna að ná í mig ?

Hvað er eiginlega málið ?? Er þetta flókið hjá ykkur eða erum við bara upp til hópa ruglaðar og ímyndunarveikar taugahrúgur ? Hmmm....eða kannski bara ég ?

   (106 af 114)  
31/10/03 19:02

feministi

Þú ert sniðug, það verður ekki af þér tekið. En hvernig er það, hefur þú sjálf aldrei gleymt þér?

31/10/03 19:02

Vímus

Mér virðist þetta vera augljós skortur á sjálfsvirðingu.

31/10/03 20:00

Coca Cola

með því að tengja saman símboða og einnota myndavél sem festist við heittelskaðann og þá ertu komin með apparat sem hentar þörfum þínum mun betur heldur en þetta SMS dæmi...

31/10/03 20:00

krumpa

Nebb - gleymi mér aldrei - sit með símann í fanginu allan daginn og svara smsum um leið og þau berast ! En kók - (coca cola)-vá, þetta er æðisleg hugmynd - mixa þetta strax á eftir !!

31/10/03 20:01

Nafni

Traust og afslöppun eru meginstólpar andlegs atgerfis í sambandi tveggja einstaklinga. Kíktáða!

31/10/03 20:01

krumpa

hmmm... er einhver ástæða til að treysta ykkur ? Hrumpf

31/10/03 20:01

Ég sjálfur

En þetta er ágætis lesning.

31/10/03 20:01

víólskrímsl

Ímyndunarveikar taugahrúgur? Thad er svosem haegt eins og hvad annad nenni madur ad eyda aevinni í svoleidis lagad. Thá er betra ad setjast nidur med góda bók og öl vid hönd.

31/10/03 21:00

Jóakim Aðalönd

Betra fyrir fólk að sleppa því að vera saman. Skapar bara vandræði. Peningar eru beztir. Þeir eru alltaf heima, það þarf aldrei að fara með þá eitthvað og eyða þeim, auk þess þarf ekki að hlusta á þá nöldra og þeir eiga ENGAR TENGDAMÖMMUR!

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.