— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/03
Ó mig auma

Hér er ég og get ekki annað. Ég var svo glöð, svo yfirmáta hamingjusöm að vera loks komin inn á spjallsvæði baggalúts, í félagsskap mér merkara fólks. Ó þið miklu ritsnillingar eða bara snillingar ! Hér ætlaði ég heldur betur að láta til mín taka og fræða ykkur um tilgangsleysi lífsins. Dagar lífs míns höfðu loksins öðlast lit sinn á ný !! En hvað ?? Ég er bara nýgræðingur og ekki bara það heldur líka tossi ! Nú legg ég líf mitt í ykkar hendur, þið sem eruð mér snjallari og betri á allan hátt ! Hvernig í ***********get ég náð mér í mynd ?? Ég var að hugsa um Kató, Cíceró, Cesar, Napóleon, Demosþenes eða einhvern annan ræðuskörung - það eru myndir sem mundu hæfa mér vel ! Annars er bara gott að vera loks komin í virðingarverðan félagsskap. Eigið öll góðan dag !!

Áhm - var að sjá leiðbeiningarnar :) ég veit þið eruð öll spekingar en er þetta ekki óþarflega flókið ?
:) :) :)

   (114 af 114)  
31/10/03 08:01

bauv

nei þú þarft bara að sendi inn tíu innlegg eða svona félagsrit ég held fimm til þess að fá mynd en þú þarft að setja vönduð og mikið af gæðum í innlegg ekki bara "hæ hvað segist bæ."það verður að vera tilgangur með innlegginu og svo að lokum til þess að losna við "tossann" verður að setja þrjú félagsrit,held að þetta sé nögu skýrt

31/10/03 08:01

krumpa

hjartans þakkir - mun leggja höfuðið í mikið bleyti og hvaðeina til að geta nú sett eitthvað inn sem er samboðið þessum stórfenglegu umræðum sem hér fara fram :)

31/10/03 08:01

Vamban

Það er rétt að við erum spekingar (allavega þeir sem eru á fyrstu síðu heimavarnarliðsins). Þú þarft að koma frá þér nokkrum innleggjum áður en þú getur valið þér mynd. Broskallar eru eigi vel liðnir og skaltu forðast að nota slíkt.

31/10/03 08:01

bauv

Gleymdi að nefna það áðan en þú verður að hafa íslenskuna á hreinu ég vara bara heppinn hérna áðann"held að þetta sé nögu skýrt" svo myndi ég bara að fara að leita að þræði sem þér þykir nógu verðugur til þess að setja innlegg.

31/10/03 08:01

Órækja

Ræðuskörungar koma sínum tilfinningum á framfæri með orðum en ekki með punktum og svigum.

31/10/03 08:01

bauv

hef þú varst að meina mig hérna fyrir ofan var ég bara að reyna gera þetta nógu skýrt svo ítur þeta svo illa út svona hérna áðannheld að þetta sé nögu skýrt.Þar hefuru það.

31/10/03 08:01

krumpa

Kæri Bauv, ég þakka innilega fyrir góð ráð, að ég tali nú ekki um ábendingar varðandi íslenskukunnáttu. Og það er alveg rétt -að nögu lítur ekki vel út , það er hins vegar bara einfalt stafabrengl og hlýtur að skiljast og fyrirgefast. Hins vegar er ,,áðan" bara með einu n-i og íslenskr gæsalappir eru 6699 - fyrst niðri og svo uppi. Þá er ,,hefurðu" samsett orð úr sögninni að hafa og fornafinu þú og inniheldur því ,,ð" eða ,,hefurðu."
Með virðingu og auðmýkt.....

31/10/03 08:01

Vamban

Nice one Krumpa!

31/10/03 08:01

Júlía

Velkomin, Krumpa. Mér sýnist þú vera ágætis efni í Bagglýting. Lestu þræðina og finndu umræðuefni sem höfðar til þín. Vandaðu málfar og stafsetningu. Viljirðu tjá tilfinningar þínar (sem ku vera hollt fyrir sálina) þá er æskilegast að sviðsetja þær. Gó'ur sviðsleikur gleður ævinlega.

31/10/03 08:01

bauv

Hún er strax orðinn betri enn ég.

31/10/03 08:01

krumpa

jáhá, vil bara taka fram, eftir að hafa lesið leiðbeiningar vambans, að ég er kvk og undir þrítugu ! Er þá tekið vægar á manni ? Er bara að hugsa hvaða hlunnindi felist í því ??

31/10/03 08:01

Júlía

Stefnumót með Vamban; eitthvað sem allar konur ættu að upplifa.

31/10/03 08:01

bauv

Á svo ekki að fara drífa sig að skrifa innlegg.

31/10/03 08:01

Vamban

Mmmmmm, rómantísk ferð í kóbaltnámurnar klikkar ekki!

31/10/03 08:01

krumpa

Þarf núna að fara að sinna veraldlegri og hversdagslegri störfum, en bíð í ofvæni eftir að andinn komi yfir mig - og svo bíð ég auðvitað eftir stefnumótinu !

31/10/03 08:01

Vamban

Komdu kæra, ekki kæra
þó ég káfi brjóstum á
Þig mun heilla og holdið næra
helst þig vil úr fötum fá

31/10/03 08:01

Finngálkn

Slefandi hvolpar!

31/10/03 08:01

Órækja

Já það er ekki að spyrja að því, þegar Vamban finnur lyktina af kvennmanni beitir hann öllum brögðum. Varaðu þig á því að þiggja nokkuð í fljótandi formi frá honum!

31/10/03 08:01

bauv

Þetta fór nú yfir mörkinn

31/10/03 08:01

bauv

ÉG mundi nú fara að gera innlegg.

31/10/03 08:01

Hakuchi

Lofar góðu. Engin brosmerki og sparaðu upphrópunarmerkin, það er of gelgjulegt.

31/10/03 08:01

bauv

Læt þig hafa gott ráð fara á Baggalútía á Iðavöllum þar geturu kynnst soltið svona mönnum og Baggalútíu og farið svo eitthvert annað til þess að vita um hvað verið er að tala um.

2/11/07 04:01

Geimveran

Mhuwwaa!!

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.