— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/06
Opinbera árshátíðarfélagsritið 2007 II

Sumt hér hefur komið fram áður; annað ekki ... en nú held ég að ekkert fleira þurfi að koma fram.

Árshátíð Gestapó 2007 verður haldin þann 17. nóvember klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til miðnættis; eftir það verður opnað fyrir almenningi, en slíkt útilokar vitaskuld ekki frekara sumbl fram eftir nóttu af okkar hálfu.

Aðalþema árshátíðarinnar verður mafíutengt, en því fylgja engar kvaðir um klæðaburð, hegðun, né annað. Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl. Makar Gestapóa eru annars mjög svo velkomnir, og nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta svo hægt sé að innvígja þá almennilega í okkar sérlega sérstaka samfélag.

Rúta verður í boði til að sækja fólk og ferja á staðinn, sem og keyra í bæinn þegar herlegheitunum lýkur, sem verður einhvern tímann eftir miðnætti. Þeir sem óska eftir rútu þurfa að koma til boðum til árshátíðarnefndarinnar og láta vita af því hvar þeir vilja láta ná í sig.

Árshátíðarmiðinn mun kosta 2000 krónur, með nokkru magni af fríkeypis blúti. Þeir sem kjósa að neyta ekki áfengis greiða einungis 1000 krónur, en verða þá vitaskuld stimplaðir bindindismafíósar fyrir vikið.

Rútan kostar síðan 1000 krónur aukalega.

Innheimt verður við komuna á staðinn, í reiðufé eingöngu.

Þeir sem vilja fá rútufar verða að senda annað hvort mér eða Dulu einkapóst, þar sem fram kemur hvar á að ná í viðkomandi. Leiðarplan verður útbúið út frá því hverjir fara með rútunni og hvar þeir búa. Leitast verður eftir því að lágmarka göngutíma allra eftir fremsta megni.

Í tengslum við árshátíðina fer fram vinsældakosning, sem við mælum eindregið með að þú takir þátt í. Atkvæði þitt gæti ráðið úrslitum!

   (18 af 49)  
1/11/06 09:01

Billi bilaði

<Ræður úrslitum>

1/11/06 09:01

B. Ewing

<útslítur ræðururm>

1/11/06 09:01

Vladimir Fuckov

[Slítur úrræðunum]

1/11/06 09:01

krossgata

Er mælt með að maður ráði úrslitum hvort sem maður kemur eða ekki?

1/11/06 09:01

Þarfagreinir

Já ... mæting á árshátíðina er alls ekki forsenda þátttöku í kosningunni, þó bæði sé vitaskuld betra.

1/11/06 09:02

Hvæsi

<Læðist inn í ljósum frakka, með gleraugu og gerfiskegg>
Ég legg til að allir kjósi Hvæsa!
Ég þekki hann ekkert sko, en held að hann sé drengur góður.
<Læðist út>

1/11/06 09:02

Vladimir Fuckov

[Dreifir mútufje og kosningaáróðri út um allt]
Þess ber þó að geta að í einu atriði í kosningunum er bannað að kjósa oss.

1/11/06 10:00

albin

Ég held að þetta eina atriði sé kosningarbrella.

1/11/06 10:00

Upprifinn

ég býð mig fram sem efnileasta nýliðan.

1/11/06 10:01

Ívar Sívertsen

Hvernig er það, það má sem sagt ekki kjósa Vlad sem mestu dömuna. Þá kjósum við hann sem krúttið!

1/11/06 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég legg til að Bebe Ewing verði kosin mesta krúttið og jafnvel efnilegasti nýliðinn

1/11/06 10:02

Tina St.Sebastian

Ég var búin að kjósa, svo ég get ekki kosið Bebe efnilegasta nýliðann.
Er lika ekki betra að bíða eftir a.m.k. einni vísu frá litla galdrabúbbanum?

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Af hverju er ekki kosið um skapverstu öndina?!

[Sprengir alla í loft upp]

1/11/06 11:01

feministi

Ég býð mig fram sem "nafn þitt"

1/11/06 11:02

Hexia de Trix

Hjeddna, Þarfi? Hvað ef maður er ekki bindindismafíósi en er með raunheimaofnæmi fyrir blút?

1/11/06 11:02

albin

Já og hvað ætla margir að mæta?

1/11/06 12:00

Vladimir Fuckov

Einn, þ.e. Glúmur.

1/11/06 12:00

albin

Er glúmur ekki fleyri en einn?

1/11/06 12:00

Billi bilaði

Ég held að það séu komnir fleiri en minnihluti, og færri en meirihluti á Alþingi Ýsulendinga.

1/11/06 12:02

Þarfagreinir

Hexia ... við viljum nú ekki hafa hátt um það, en það leyfist að fá sér ókeypis vín í stað blúts ...

1/11/06 13:00

Tina St.Sebastian

Vín!? Hvurslags ómenning er þetta?

1/11/06 13:01

Sundlaugur Vatne

Er í alvöru gert ráð fyrir því að áfengi verði haft um hönd? [Hrökklast afturábak og hrasar við].
Ég sem var að hugsa um að láta sjá mig. [Tekur ávörðun sína til endurskoðunar]

1/11/06 13:01

Tigra

Neinei Sundlaugur. VIN ekki VÍN.
[Starir þegjandi út í loftið]

1/11/06 13:01

Billi bilaði

Einmitt. Tigra ætlar að innbyrða VIN-i (sína).

1/11/06 13:01

Billi bilaði

Pissu-Stopp: Jafnvel þó þeir séu ekki alveg allir Færeyjingar.

1/11/06 13:01

Vladimir Fuckov

Vín í (Austur)ríki - var það ekki það sem Tina var að tala um ?

1/11/06 13:01

Tigra

Það er allavega ómenning þar.

1/11/06 13:02

krumpa

Góða skemmtun öll og farið varlega. Verð ekki í bænum en hugsa til ykkar...

1/11/06 13:02

Jóakim Aðalönd

Þú verður í bænum okkar krumpa...

1/11/06 13:02

krumpa

Og þú í mínum kæri frændi

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.