— GESTAPÓ —
Skoffín
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/11/07
Góðgæti.

...

Það liggur stækur óþefur yfir Reykjavík í dag og mér er ekki skemmt. Þykir fleirum skötuþefurinn minna ískyggilega á kattarhlandslykt? Hvers vegna í skíðlogandi helvíti er þetta fæði ekki bannað í fjölbýlishúsum?

   (1 af 6)  
2/11/07 23:01

Wayne Gretzky

Vegna þess að þetta er gott. Lyktin hættir að vera vond eftir að maður hefur fattað hversu góður maturinn er.

2/11/07 23:01

Vladimir Fuckov

Við þetta má bæta eftirfarandi: Tilgangur lyktarskyns er m.a. að vara við hættu af einhverju sem vera kann skemmt, eitrað, mjög bragðvont, stórhættulegt eða jafnvel allt þetta. Sjaldan fáum vjer jafn sterk boð frá nefi voru þessa efnis og þegar kæst skata er annars vegar og sjáum vjer eigi ástæðu til að tortryggja lyktarskyn vort. Nokkuð næmt lyktarskyn hefur hinsvegar þann ókost að vjer höfum fundið greinilega skötulykt síðan á hádegi í dag þó mötuneytið sje langt frá oss á vinnustað vorum og að auki á annarri hæð en vjer [Blótar herfilega og rífur hár sitt].

2/11/07 23:01

Kargur

Skata er ágæt, svo fremi að hún sé einungis söltuð. Kæst skata er úldinn óbjóður sem fólk neyddist til að eta í harðindum hér á öldum áður til að tóra. Einkennilegt að eta rotnandi hræ, og ljúga svo að sjálfum sér og öðrum að þetta sé sælgæti.

2/11/07 23:01

Kiddi Finni

Kæst skata er herramannsmatur á Þorláksmessu svo sem öðrum tímum ársins og hananú.

2/11/07 23:01

Billi bilaði

<Hananúar með Kidda og fer að þefa upp úr pottum heimilisins>
Það koma ekki jól fyrr en vel kæst skata hefur verið snædd með vestfirskum hnoðmör og kartöflum!

2/11/07 23:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég þoli ekki skötufnyk! Að fólk skuli geta étið þetta eftir að hafa fundið lyktina. Það er fyrir ofan mín skilningarvit.

[Strunsar út]

2/11/07 23:01

[Hananúar hressilega með Kidda F og Billa B]

Fyrir mér er óþefurinn af skötunni hinn eini og sanni jólaboði. Ég ætla ekki að halda því fram að mér þyki lyktin ,,góð" í sama skilningi og lykt af blómum eða ilmvatni getur verið góð, en þessi lykt er svo sannarlega kærkomin. Án hennar yrðu sjálf jólin einfaldlega ekki söm.

Aukinheldur vil ég benda Kargi á það að hann á sitt eigið líf að þakka þeirri þrautseigju forfeðra sinna að tóra á því sem hann kallar ,,úldinn óbjóð". Engum er vorkunn af því að fá að kynnast því sem fyrirverar hans máttu þola einn dag á ári - og í þessu tilliti er enginn dagur betur til þess hentugur en síðasti dagurinn á undan hátíð ljúffengs matar í tonnatali.

2/11/07 23:01

Wayne Gretzky

[Hananúar hressilega með Kidda F ,Billa B og Pó]

Skata er frábær, ég var að éta glás af henni...

2/11/07 23:01

Upprifinn

Skata dagsins var í daufara lagi en þó virtist sú sem soðin var seinast langbest og grunur er á að konan sem var fenginn vestan úr Álftafirði til að matbúa oní okkur sveitavarginn hafi vísvitandi geymt bestu bitana þar til síðast því að þá fékk hún loks að borða.
Hvað það varðar að banna skötuát í fjölbýli að þá yrði að banna ansi margt annað í fjölbýlishúsum er ég hræddur um.
En upp úr stendur að kæst skata er herramannsmatur og lyktin er ekki ýldufýla enda er skatan yfirleitt ekki úldin heldur kæst.
Væri hún hins vegar úldin væri hún með öllu óæt og enginn maður gæti lagt sér hana til munns enda eins og Vlad bendir á myndi nef allra heilbrigðra manna banna át á úldinni skötu sem og úldnum hákarli og öllum öðrum úldnum mat.

2/11/07 23:01

Kargur

Pó; mig minnir að kæst skata hafi einungis verið etin á verstfjörðum. Þar átu menn ýmsan óbjóð. Þar voru sviðakjammar í raun ekki sviðnir, heldur látnir rotna þar til hægt var að strjúka af þeim hárin. Þetta var sökum eldiviðarleysis eftir því sem ég best veit. Menn átu sjórekna hvali, svo daunilla að menn gátu vart gert að þeim.
Það má vel vera að forfeður mínir hafi neyðst til að láta svona lagað ofan í sig í neyð, en þeirra vegna ætla ég að vona ekki.
Hví ætti ég að vilja kynnast þessu, þó ekki væri nema einn dag á ári? Á ég kannski líka að ganga örna minna út þann dag?

2/11/07 23:01

krossgata

[Hananúar með hananúnum]
Ég fékk ljómandi skötu í dag alveg mátulega fyrir utan tvo síðustu bitana sem voru aðeins of sterkir, en hreinsuðu ennisholurnar vel. Lykt af skötu og hákarli finnst mér bara vera í ætt við ýkta harðfisklykt og hreint ekki slæm. Það eru líka ýmsir ostar sem ég man eftir sérlega lyktsterkum en svona líka ljómandi bragðgóðum.

2/11/07 23:01

hvurslags

Skata er góð.

2/11/07 23:02

Garbo

Skatan sem ég fékk í dag var fín. Betri en ég þorði að vona, en ég hafði aldrei smakkað skötu fyrr. Svo hefur maður bara nóg af kartöflum, rófum, hömsum, rúgbrauði og smjöri með. Úrvals matur.

2/11/07 23:02

Billi bilaði

Garbo, næst sleppir þú hömsunum og hefur Vestfirskan hnoðmör og hananú með skötunni.

2/11/07 23:02

Garbo

Já, Billi hver veit nema ég geri það!

2/11/07 23:02

Einstein

Ég borðaði oft skötu þegar ég bjó á Fróni og þótti gott að fá hnoðmör með. Við fengum reyndar kartöflumús.

2/11/07 23:02

Villimey Kalebsdóttir

[Kúgast]

2/11/07 23:02

Grágrímur

Þetta er semsagt árlegt þrætuepli hérna á Gestapó... [Bíður spenntur eftir Þorramatsfélagsritinu]

3/11/07 00:00

Offari

Það er svo merkilegt með það að álverssinnar eru skammaðir fyrir mengun, meðan skötusinnar fá að menga athugasemdarlaust. Er enginn jöfnuður í þessu landi? Þakka þér Skoffín fyrir framlag þitt til að koma jöfnuði á í þessu landi.

3/11/07 00:00

Vladimir Fuckov

Í þágu jafnaðar ættu álverssinar auðvitað á fá að koma fyrir litlu álveri í sjerhverri blokk. Enn betra væri þó kóbaltver í hverri blokk [Ljómar upp].

3/11/07 00:00

Ívar Sívertsen

Ef banna á skötu í fjölbýli þá þarf líka að banna hangikjöt, svið, franskar kartöflur og prump. Skata er bærileg en ekkert meira en það.

3/11/07 00:00

Huxi

Ég sé ekki ástæðu til þess að borða skemmdan mat, þ.e. nóg er til af fæði sem ekki er úldið, rotnað eða myglað. Það fer reyndar fremst í flokki ostur, sem er ekkert annað en mjólk sem er búinn að gleymast svo lengi inn í búri að eftir er ekkert nema innþornaður köggull, oft með mygluskán ofaná. Einnig vil ég nefna: Hákarl - úldinn, siginn fiskur - hálfrotnaður og skata - kasúldiin og rotnuð.
Það er víst kominn tími til að fólk átti sig á því að það er hægt að kaupa ferskar matvörur og geyma þær í kæli svo þær skemmist ekki...

3/11/07 00:01

Þarfagreinir

Mér hefur aldrei verið boðin skata. Lyktin finnst mér hins vegar skelfileg - og þar sem ég er mjög lyknæmur maður, þá get ég ekki ímyndað mér að ég ætti auðvelt með að éta skötu. Hákarl hef ég getað étið ef ég skola honum niður með brennivíni - en ég nýt þess ekkert sérstaklega. Hið sama myndi væntanlega gilda með skötuna.

3/11/07 01:00

Einstein

Kæst Skata er alls ekki skemmd, mygluð, úldin eða rotnuð og þetta er algengur misskilningur. Verkun matarins gefur einfaldlega þessa sterku lykt, en þetta bragðast ekki eins og það lyktar. Ekki talið þið um að harðfiskur sé skemmdur, þó af honum leggi talsverðan fnyk.

Skerpiket hið færeyska gæti talist skemmt eða morkið, en það er líka vont.

3/11/07 04:02

Nermal

Mér fannst það nú nógu slæmt þegar kallinn á efri hæðini fór að sjóða skötu á Þorláksmessu þar sem ég bjó. Mitt nef líkir þessu við stæka hlandlykt og stundum er sagt að menn migi á skötuna þegar hún er unninn. Mér finnst allt í lagi að mælast gegn því að fólk eldi svo lyktsterkan mat í fjölbýlishúsum. Það er boðið upp á þennann "mat" á fjölmörgum veitingarhúsum og væri nær að fólk færi þangað. En það er nú samt alveg merkilegt hve oft maður finnur vonda lykt frá eldamensku nágranana. Soðið kál lyktar t.d ekki vel...enda hálfgert óæti.

Skoffín:
  • Fæðing hér: 4/10/04 23:23
  • Síðast á ferli: 4/11/11 00:41
  • Innlegg: 292
Eðli:
Aðlaðandi galdrakind sem stökkbreytist á augabragði í hið versta skrímsl. Sækist eftir strokum og kjassi en bregst harkalega við sólarljósi, fávitahætti og ókurteisi.
Fræðasvið:
Kvennaklækir ýmiskonar og blygðunarleysi þeim tengt. Afbrigðasálarfræði og sjaldgæfar perversjónir. Líkamlegar meinsemdir og anatómía. Lágmenning, kitsch og reyfarabókmenntir.
Æviágrip:
Fæddist að líkindum á ofanverðri sautándu öld þegar móðurharðindi og plágur geisuðu og fólk var of upptekið af eigin eymd til að drepa skoffín og skuggabaldra í fæðingu.