— GESTAPÓ —
Skoffín
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/03
Skoffín hið nýja

Mitt fyrsta yndisfagra innlegg...

Ó já, dagur fagur reis. Mun ég nú vera skrásett hér í Elýsíum (Baggalútíu, Gestapó, whatever) um komandi framtíð og þjáist ekki. O nei, hér mun ég stunda vændi alheimsvefsins að öllum líkindum að eilífu því hér vil ég búa, hér vil ég vera.

Hvað sem því líður, ég heiti Skoffín og er Nýgræðingur og Tossi. Þrátt fyrir almannaróm og dómsúrskurð sárna mér slíkar nafngiftir og vil ég margt til vinna svo að titli mínum verði breytt. En það gerist örugglega ekki fljótlega.

Ég vil ekki að Baggalýtingar fái ímugust á mér við fyrstu kynni og vil ég því hlífa þeim við ítarlegum lýsingum á háttalagi mínu um nætur. Ég segi þó í þetta sinnið: klukkuna vantar tvær mínútur í miðnætti og nú er komin tími á tedrykkju og mannát.

Þakka áheyrnina og vona að Skoffíninu verði vel tekið næst þegar það kveður sér hljóðs.

   (6 af 6)  
31/10/03 05:00

Skoffín

Fuck, þetta var ekkert dagbók.

31/10/03 05:00

Klaus Kinski

Fuck indeed

31/10/03 05:00

Skabbi skrumari

Ekki slæmt fyrir nýgræðing, en vissir þú að Skoffín er heiti yfir blending á hundi og tófu og sjálfsagt hefur sá hundur sungið:
♪Ég vild'ég væri tófutitlingur♪
♪ég vild'ég væri tófutitlingur♪
♪þá mynd'ég taka tófuna♪
♪og kitl'ana undir rófuna♪
♪ég vild'ég væri tófutitlingur♪

31/10/03 05:00

Skoffín

Jú jú, ég vissi það. Hliðstæða Skoffíns eru svo Skuggabaldrar sem eru í föðurætt af ketti, en í móðurætt af tófu.

31/10/03 05:00

Mosa frænka

Gleðilegt er að sjá nýgræðing sem þekkir sín þjóðsagnadýr. Velkominn.

31/10/03 05:00

Ég sjálfur

Velkominnn í merkra manna (skoffína) tölu.

31/10/03 05:01

hundinginn

Endilega vertu þér úti um Alter ego mynd. Tossinn þinn!

31/10/03 05:01

Finngálkn

Kvenfólk er óæðra!!!

31/10/03 05:01

Vamban

Nei, hva? Nýr kvenmaður á Lútnum? Hvað syngur í þér? Má ekki sýna þér kóbaltnámurnar og landbúnaðarráðuneytið?

31/10/03 05:01

Skoffín

Æ, þakka ykkur kærlega fyrir hlýjar móttökur. Ég veit ekki með Finngálknið en ég hef hingað til hrifist mikið af ykkur öllum og væri meira en til í skoðunarferð hvort sem þær eru um kóbaltnámur eða hvert annað fagurlendi.

Skoffín:
  • Fæðing hér: 4/10/04 23:23
  • Síðast á ferli: 4/11/11 00:41
  • Innlegg: 292
Eðli:
Aðlaðandi galdrakind sem stökkbreytist á augabragði í hið versta skrímsl. Sækist eftir strokum og kjassi en bregst harkalega við sólarljósi, fávitahætti og ókurteisi.
Fræðasvið:
Kvennaklækir ýmiskonar og blygðunarleysi þeim tengt. Afbrigðasálarfræði og sjaldgæfar perversjónir. Líkamlegar meinsemdir og anatómía. Lágmenning, kitsch og reyfarabókmenntir.
Æviágrip:
Fæddist að líkindum á ofanverðri sautándu öld þegar móðurharðindi og plágur geisuðu og fólk var of upptekið af eigin eymd til að drepa skoffín og skuggabaldra í fæðingu.