— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 31/10/07
Anskotans seinagangur

Enn nöldrað og nú yfir Gestapó

Það er orðið óþolandi hvað þessi vefur er hægur og seinn og lengi að opnast í nánast 95% þeirra tilfella sem maður kemur hérna.
Ekki ætla ég að reyna að giska á hvers vegna þetta er en ég veit að þetta er ekki netsambandinu hjá mér að kenna því aðrir vefir á íslandi opnast strax og virka vel meðan þessi höktir og skjöktir upp undir heila mínútu við að opna þræði.
Ég er orðinn ýkt pirraður á þessu ástandi og nenni ekki að skrifa fyrirspurn um þetta enda stórefast ég um að henni yrði hvort sem er svarað nema þá helst með einhverju algeru bulli.
En fokkjúbara.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

   (14 af 15)  
31/10/07 14:01

Útvarpsstjóri

Galdri minn, góðir hlutir gerast hægt. Andaðu bara rólega og njóttu þess að hlakka til hverrar síðu meðan hún opnast.

31/10/07 14:01

Galdrameistarinn

Kjafti fíflið þitt.
Þú værir rosalega ánægður ef þig langaði til að fá þér að drulla og dyrnar á klósettinu væru rafstýrðar og væru 2 mínútur að opnast til að þú kæmist inn og aðrar tvær að lokast og þér væri þokkalega brátt í brók í miðri magakveisu.
Só fokkjúbara.

31/10/07 14:01

Offari

Ég er orðinn hræddur um að það styttist í endalokin..

31/10/07 14:01

Regína

Galdri er greinilega í gírnum.

31/10/07 14:01

Galdrameistarinn

Ég er í ógeðslega vondu skapi og þetta er búið að vera svona það lengi að ég er búinn að fá nóg af því.
Hefur einstaka sinnum hrokkið í lag þar sem allt opnast bara nánast eins og skot en það er í kanski 5% þeirra tilfella sem maður nennir orðið að koma hingað á þennan vef.

31/10/07 14:01

Regína

Já, þú segir nokkuð Offari. Ef þeir ætla að loka búllunni þá er þetta auðvitað rétta aðferðin til að venja okkur af.

31/10/07 14:01

Ívar Sívertsen

iss... þeir eru ekkert að fara að loka. Ég hef grun um að Skýrr sé eitthvað að drulla tjöru oná tenginguna hjá sér.

31/10/07 14:01

Ívar Sívertsen

Svo er tengingin við blog.is miklu verri!

31/10/07 14:01

Grágrímur

Allt netið er bara ógeðslega hægt hjá mér í dag... Gestapó þó sérstaklega.

31/10/07 14:01

blóðugt

Ég verð ekki vör við þetta.

31/10/07 14:01

hlewagastiR

Þetta er spurning um að uppfæra módemið úr 1200 baud í 2400. Svo er málið bara að bíða þolinmóður etir tvöfaldri ISDN tengingu, þær kváðu vera æði.

31/10/07 14:01

Ívar Sívertsen

Ætli danir hafi ekki bara fryst tengingar við ákveðnar síður...

31/10/07 14:01

Þarfagreinir

Þetta er reyndar fínt núna - en var bölvanlegt frekar lengi í gærkvöldi.

31/10/07 14:02

Huxi

Ég var alveg að gefast upp á þessum hægagangi í gær og ég kenni SKÝRR um það að sjálfsögðu. Okkar ástkæra ritstjórn gerir ekkert svona ljótt við okkur, við erum svo frábær og skemmtileg og fyndin og allt það.

31/10/07 15:00

Finngálkn

Þið eruð bara öll með einhverjar drasl tölvur sem geta ekki rassgat og eru ekki einu sinni nýtar í að skoða klámið!

31/10/07 15:00

Finngálkn

Já svo ertu örugglega kominn með vírus af öllu þessu dýra- og hommaklámi!

31/10/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Ég hélt að Tonly Cliftondagurinn væri liðinn...

Galdradagurinn er runninn upp! Skál!

31/10/07 16:02

Enter

Hmm, það á nú raunar að vera lokað með öllu á óvinaríki á borð við Danmörku.

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.